Fréttir

Örmerkinganámskeið í janúar 2023

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins áformar að halda örmerkinganámskeið í janúar 2023. Að námskeiði loknu geta þátttakendur sótt um leyfi til örmerkinga hrossa hjá Matvælastofnun, á grundvelli laga um velferð dýra. Námskeiðin verða haldin á þremur stöðum, verði þátttaka næg.
Lesa meira

Skýrsla um niðurstöður sæðinga holdakúa 2021

Skýrsla um niðurstöður sæðinga holdakúa 2021 hefur nú verið birt á vefnum. Í skýrslunni er ítarleg samantekt á sæðingarverkefninu sem fór fram árið 2021 á þremur holdakúabúum. Verkefnið var styrkt af Þrónuarfé nautgriparæktar og Búnaðarsamband Suðurlands og Búnaðarsamband Suður-Þingeyjarsýslu komu að kostnaði við sæðingar. RML þakkar bændum í Árbóti, Nýabæ og Hofsstaðaseli sérstaklega fyrir þátttökuna.
Lesa meira

Ítrekun vegna útsendinga á vorbókum 2023

Við viljum ítreka að vegna vinnu við uppfærslu og breytinga á prentuðum vorbókum verða þær ekki sendar út fyrr en þeirri vinnu er lokið sem áætlað er að verði snemma á næsta ári. Þeir sauðfjárbændur sem engu að síður vilja fá gömlu útgáfuna af vorbók senda núna í desember geta óskað eftir því með að hafa samband í síma 516-5000 eða senda tölvupóst á sk@rml.is. Við biðjumst velvirðingar á því ef þessar breytingar kunna að valda einhverri röskun en í staðinn vonumst við til að uppfærð útgáfa vorbókarinnar nýtist vel í framtíðinni.
Lesa meira

Bændahópar – Árangursrík aðferð í samtali og samvinnu bænda

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins fer af stað með nýja þjónustu í byrjun næsta árs, svokallaða „Bændahópa“. Þetta eru umræðuhópar bænda (e. discussion groups) þar sem þeir miðla þekkingu sinni og reynslu með markvissu samtali og vinnufundum. Ráðunautar leiða samtalið og stýra vinnufundunum, auk þess að deila upplýsingum og þekkingu þegar á vantar.
Lesa meira

Kynbótamat fyrir mjólkurlagni uppfært

Kynbótamat fyrir mjólkurlagi hefur verið uppfært en tekin voru út gögn í síðustu viku þegar rúm 20% gagnaskil voru komin fyrir árið 2022. Breytingarnar verða aðgengilegar og birtar í Fjárvís núna í vikunni.
Lesa meira

Umsóknir í Stofnverndarsjóð

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni.
Lesa meira

Fimmtán bú tilnefnd sem ræktunarbú ársins 2022

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 36 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Tilnefnd eru 12 efstu bú ársins að loknum útreikningi, í ár voru þrjú bú jöfn í tólfta sæti og eru búin því 14 í ár.
Lesa meira

Nautaskrá vetrarins 2022-23 að koma út

Nautaskrá fyrir veturinn 2022-23 mun koma úr prentun nú á næstu dögum og verður dreift til kúabænda í kjölfarið. Skráin er á hefðbundnu formi, litprentuð í A4-broti og inniheldur upplýsingar um öll naut í notkun ásamt ítarefni og faglegum greinum. Þar er um að ræða greinar frá eftir Þórdísi Þórarinsdóttur hjá RML, um endurbætta heildareinkunn fyrir spena og nýtt og endurbætt kynbótamat fyrir endingu. Þá er einnig að finna í skránni greinar um upphaf erfðamengisúrvals í íslenska kúastofninum eftir Guðmund Jóhannesson og Þórdísi Þórarinsdóttur hjá RML, hvatningargrein frá Frjótæknafélaginu, lokakafla skýrslu um leiðir til hagræðingar varðandi fóðurkostnað kúabænda eftir ráðunauta RML og bréf frá bændum efir þau Laufeyju og Þröst á Stakkhamri á Snæfellsnesi.
Lesa meira

Hádegisfundir RML um áburðarmál hefjast 22. nóvember.

Haldnir verða fræðslu- og umræðufundir um áburðarmál víðs vegar um landið á næstu dögum. Á fundunum verður rætt um efnasamsetningu tegunda af tilbúnum áburði, helstu næringarefni í áburði og áhrif þeirra á magn og gæði uppskeru. Rætt um búfjáráburð og þætti sem hafa áhrif á nýtingu hans og aðra lífræna áburðargjafa eða jarðvegsbætandi efni.
Lesa meira

Hrútafundir á næstu vikum

RML og búnaðarsamböndin verða nú á næstu vikum með sameiginlega "hrútafundi" aftur eftir Covid hlé. Markmið þessara funda er að kynna hrútakost sæðingastöðvanna. Þetta er líka mikilvægur vettvangur til að ræða ræktunarstarfið. Það er ýmislegt sem brennur á mönnum, enda hefur ekki verið tækifæri til að halda þessa fundi núna í tvö ár.
Lesa meira