Sauðfjársæðingar 2013-2014

Roði 10-897
Roði 10-897

Á laugardaginn lauk sæðistöku hjá sauðfjársæðingarstöðvunum þetta árið. Alls voru sendir út um 44.000 sæðisskammtar í þessum desembermánuði. Sé nýting svipuð og undanfarin ár ættu um 31.000 ær að hafa verið sæddar. Það eru heldur færri ær en á síðasta ári sem var metár frá því sauðfjársæðingar hófust hér á landi en þetta eru um 8% af fullorðnum ám í landinu.

Notkun hrútanna hefur jafnast mjög síðustu ár og úr helmingi hrútanna eða 22 voru sendir út fleiri en 1000 skammtar í ár. Vinsælasti hrúturinn var Bósi 08-901 frá Þóroddsstöðum í Hrútafirði með 2475 skammta. Af kollóttum hrútum var það Roði 10-897 frá Melum 1 í Árneshreppi sem var vinsælastur með 1530 skammta. Bændur eru hvattir til að skrá sæðingar í skýrsluhaldskerfið sem fyrst séu þeir ekki búnir að því nú þegar.

Hrútar sem meira en 1000 skammtar voru sendir út úr í desember 2013:
Hyrndir:
Bósi 08-901 frá Þóroddsstöðum, Hrútafirði (2475 skammtar)
Saumur 12-915 frá Ytri-Skógum, Eyjafjöllum (2310 skammtar)
Garri 11-908 frá Stóra-Vatnshorni, Haukadal (1995 skammtar)
Þorsti 11-910 frá Múlakoti, Lundarreykjadal (1685 skammtar)
Salamon 10-906 frá Hömrum, Grundarfirði (1565 skammtar)
Bekri 12-911 frá Hesti, Borgarfirði (1520 skammtar)
Grámann 10-884 frá Bergsstöðum, Vatnsnesi (1475 skammtar)
Hængur 10-903 frá Geirmundarstöðum, Skarðsströnd (1445 skammtar)
Myrkvi 10-905 frá Brúnastöðum, Fljótum (1430 skammtar)
Kári 10-904 frá Ásgarði, Hvammssveit (1415 skammtar)
Rafall 09-881 frá Úthlíð, Skaftártungu (1335 skammtar)
Ás 09-877 frá Skriðu, Hörgárdal (1325 skammtar)
Bursti 12-912 frá Hesti, Borgarfirði (1280 skammtar)
Guffi 08-869 frá Garði, Þistilfirði (1190 skammtar)
Guðni 09-902 frá Mýrum 2, Hrútafirði (1135 skammtar)
Váli 10-907 frá Gunnarsstöðum, Þistilfirði (1130 skammtar)
Skratti 12-913 frá Hesti, Borgarfirði (1035 skammtar)
Kjarkur 08-840 frá Ytri-Skógum, Eyjafjöllum (1025 skammtar)
Snævar 10-875 frá Hesti, Borgarfirði (1010 skammtar)
Kollóttir:
Roði 10-897 frá Melum 1, Árneshreppi (1530 skammtar)
Baugur 10-889 frá Efstu-Grund, Eyjafjöllum (1195 skammtar)
Kroppur 10-890 frá Bæ, Árneshreppi (1145 skammtar)

/eib