Fréttir

Fylgið okkur á facebook og takið þátt í getraun

Athygli er vakin á því að nú er í gangi getraun á facebooksíðu RML. Getraunin snýst um það að giska á hversu margar rúllur eru á myndinni sem hér fylgir. Sá sem kemst næst réttu svari mun hljóta að launum greiningu á einu fóðursýni.
Lesa meira

Alltaf hægt að leita ráða

Nú er hægt að panta ráðgjöf frá ráðunautum RML í gegnum heimasíðuna. Neðst til hægri á forsíðunni er kominn hnappurinn „Panta ráðgjöf“ og sé smellt á hann kemur upp einfalt eyðublað til að fylla út. Þegar eyðublaðið hefur verið fyllt út og sent fer það til viðkomandi ráðunautar sem hefur í framhaldinu samband við þann sem pantar ráðgjöfina. Þetta getur til dæmis nýst þeim vel sem vilja koma á framfæri fyrirspurnum utan hefðbundins skrifstofutíma.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í ágúst 2013

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í ágústmánuði hafa verið reiknaðar og birtar hér á vef okkar. Við uppgjörið hafði verið skilað skýrslum frá 93% af þeim 583 búum sem eru skráð í skýrsluhaldið. Reiknuð meðalnyt 20.984,9 árskúa var 5.632 kg sem er 17 kg lækkun frá síðasta uppgjöri. Meðalfjöldi árskúa á búum þeim sem skýrslum hafði verið skilað frá var 38,9.
Lesa meira

Dagatal ómskoðunar 2013

Skipulagning lambadóma stendur nú yfir og törnin byrjar af fullum þunga í annarri viku september. Dagatal ómskoðunar er nú komið á heimasíðuna. Um er að ræða upplýsingar um pantanir og þegar skipulagðar skoðanir fyrir Vesturland, Reykjanes, Kjalarnes- og Kjós og sunnanverða Vestfirði í einu skjali og
Lesa meira

Mjólkuriðnaðurinn kaupir 3 milljónir lítra umframmjólkur á fullu verði

Auðhumla tilkynnti rétt í þessu um þá ákvörðun mjólkuriðnaðarins að kaupa fullu afurðastöðvaverði til sölu á innanlandsmarkaði 3 milljónir lítra mjólkur umfram greiðslumark út þetta verðlagsár en því lýkur um áramót. Tilkynning Auðhumlu fer hér á eftir:
Lesa meira

Umsóknarfrestur um framlög til jarðræktar framlengdur til 20. september 2013

Eftirfarandi tilkynning var að berast frá Bændasamtökum Íslands: Bændasamtök Íslands hafa ákveðið að framlengja umsóknarfrest um framlög til til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða, samkvæmt reglum nr. 707/2013 til 20. september n.k. Undir þetta falla einnig umsóknir um styrki til endurræktunar vegna kals.
Lesa meira

Nýtt merki RML

PORT hönnun hefur hannað nýtt merki fyrir Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML). Upphaflega lagði fyrirtækið til tvær tillögur en fyrir valinu varð merkið sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Við erum ákaflega ánægð með þetta fallega og framúrstefnulega merki sem var endanlega valið í skoðanakönnun á meðal starfsmanna RML.
Lesa meira

Umsóknarfrestur um jarðræktarstyrki rennur út 10. september

Vert er að vekja athygli bænda á því að umsóknarfrestur til að sækja um jarðræktarstyrki rennur út 10. september eins og auglýst hefur verið í Bændablaðinu og á bondi.is. Hægt er að sækja um á eyðublaði og einnig er hægt að sækja um rafrænt á Bændatorginu. Sjá nánari upplýsingar um styrkina hér á bondi.is. Starfsmenn RML munu að sjálfsögðu aðstoða þá sem þess óska við umsóknir. Síminn okkar er 516-5000.
Lesa meira

Alhliða fræðslurit um íslenska sauðfjárrækt er komið út

Bókin Sauðfjárrækt á Íslandi hefur nú verið gefin út. Það er Útgáfufyrirtækið Uppheimar sem gefur bókina út í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands. Bókin er komin í bókaverslanir um allt land en hefur verið í forsölu hjá Uppheimum um nokkurra vikna skeið. Hér er á ferðinni ómissandi bók fyrir alla sem hafa áhuga á að fræðast um íslenska sauðfjárrækt.
Lesa meira

Upplýsingar um fyrstu naut úr árgangi 2012

Nú eru komnar upplýsingar um fyrstu naut úr árgangi 2012 á vef nautaskráarinnar, www.nautaskra.net. Um er að ræða 16 naut á númerabilinu 12001 til og með 12040. Þetta eru synir Ófeigs 02016, Aðals 02039, Áss 02048, Gyllis 03007, Hegra 03014, Mána 03025, Tópasar 03027, Stássa 04024, Stíls 04041 og Ára 04043.
Lesa meira