Fréttir

Elin Nolsøe Grethardsdóttir komin til starfa

Elin Nolsøe Grethardsdóttir hefur hafið störf hjá RML. Hún mun starfa í faghópi nautgriparæktar og hafa starfsaðstöðu á Búgarði á Akureyri. Til að byrja með mun Elin sinna verkefnum sínum í hlutastarfi frá Færeyjum en í febrúar mun hún koma í fullt starf á starfsstöðina á Akureyri. Best er að hafa samband við Elinu til að byrja með í gegnum netfangið hennar elin@rml.is.
Lesa meira

Prentun vorbóka og vinnsla kynbótamats

Vorbækur 2014, frá þeim skýrsluhöldurum sem hafa gengið frá uppgjöri vegna ársins 2013, munu fara í prentun núna í vikunni. Vorbækur verða aftur prentaðar um miðjan desember en síðan ekki fyrr en í janúar. Þeir skýrsluhaldarar sem vilja fá gula vorbók fyrir jól eru því hvattir til að skila skýrslunum fyrir 15. desember nk.
Lesa meira

Reglur um styrkhæfar afkvæmaprófanir á hrútum fyrir haustið 2014

Framundan er fengitíð á sauðfjárbúum. Fyrir liggur að ákveða hvaða hrúta skal prófa á skipulegan hátt. Á „hrútafundum“ sem haldnir hafa verið um allt landið síðustu tvær vikur hafa verið kynntar þær tillögur sem lagðar hafa verið fyrir fagráð um skilyrði fyrir styrkhæfum afkvæmarannsóknum haustið 2014.
Lesa meira

Fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk á næsta ári

Stjórn Auðhumlu svf. hefur ákveðið í ljósi söluþróunar og birgðastöðu mjólkurafurða að greiða fullt afurðastöðvaverð fyrir alla innvegna mjólk á árinu 2014. Þessi ákvörðun var tilkynnt á haustfundi fulltrúaráðs Auðhumlu sem stendur nú yfir.
Lesa meira

Reglugerð um greiðslumark mjólkur 2014

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um greiðslumark mjólkur og beinar greiðslur til bænda verðlagsárið 2014. Samkvæmt henni er greiðslumark mjólkur 123 milljónir lítra, sem er sjö milljón lítra aukning frá yfirstandandi verðlagsári. Frá því að framleiðslustýring var tekin upp hér á landi fyrir um þremur áratugum, hefur mjólkurkvótinn aldrei verið meiri. Rétt er að taka fram að aukning greiðslumarksins hefur ekki áhrif á stuðning hins opinbera við mjólkurframleiðsluna.
Lesa meira

Ungnautaspjöld 12001-12040

Vegna breytinga sem urðu á mjólkurflutningum á Vesturlandi nú í haust virðist dreifing ungnautaspjalda fyrir naut á númerabilinu 12001-12040 hafa riðlast eitthvað. Við biðjum þá bændur sem ekki hafa fengið þessi spjöld en vilja fá þau að láta RML vita í síma 516 5000 eða á netfangið rml@rml.is. Athugið að þetta á eingöngu við um bændur á Vesturlandi!
Lesa meira

Nor98 greinist í Berufirði

Við reglulega skimun Matvælastofnunar eftir riðu greindist Nor98 (afbrigðileg riða) nýverið í kind frá bænum Krossi í Berufirði á Austfjörðum. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar, www.mast.is.
Lesa meira

Hrútaskráin er komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna fyrir 2013-2014 er komin á vefinn. Skráin er á hefðbundnu pdf-formi og hægt er nálgast hana undir "Sauðfjárrækt -> Kynbætur -> Hrútaskrá" eða með því að nota hlekkinn hér neðar. Við vonum að sauðfjárræktendur og aðrir áhugamenn um sauðfjárrækt njóti lesningarinnar þar til prentaða útgáfan kemur út síðar í vikunni.
Lesa meira

Skráning á ull í gegnum Bændatorgið

Bændur eru nú í óðaönn að rýja, ganga frá ullinni og skrá inn. Hér eru gagnlegar leiðbeiningar við skráningu ullarinnar.
Lesa meira

Hrútaskrá 2013-2014 væntanleg

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna er væntanleg úr prentun í næstu viku og verður til dreifingar á hrútakynningarfundum búnaðarsambandanna um land allt dagana 20.-27. nóvember n.k. Vefútgáfa skráarinnar verður hins vegar sett á vefinn komandi mánudag 18. nóvember kl. 8:30.
Lesa meira