Fréttir

Skoðun hrútlamba undan sæðingastöðvahrútum haustið 2013

Búið er að taka niðurstöðurnar úr skoðun sona sæðingastöðvahrútanna haustið 2013 saman fyrir allt landið.
Lesa meira

Umsóknir um styrki vegna afkvæmarannsókna í sauðfjárrækt

Afkvæmarannsóknir á hrútum, með tilliti til kjötgæða hafa verið stundaðar meðal bænda með góðum árangri í áraraðir. Styrkur til slíkra rannsókna er veittur af fagfé sauðfjársamningsins og gilda sömu reglur í haust og síðustu ár. Skilyrðið er að á búinu séu 8 hrútar að lágmarki í samanburði þar sem hver hrútur á 8 ómmæld afkvæmi af sama kyni og 15 lömb með sláturupplýsingar. Styrkurinn er 10.000 kr. og verður hann greiddur beint til bænda. Líkt og fjallað var um í Bændablaðinu fyrr í haust þá þurfa bændur að senda staðfestingu í tölvupósti á ee@rml.is um að uppgjöri í Fjárvís sé lokið. Miðað var við 31. október en ákveðið hefur verið að framlengja þann frest til 15. nóvember nk.
Lesa meira

Sæðingastöðvahrútar 2013-2014

Vali sæðingastöðvahrúta fyrir veturinn 2013-2014 er nú lokið. Afkvæmarannsóknir voru gerðar á nokkrum stöðum núna í haust og á grunni þeirra bættust við 9 hrútar, 3 kollóttir og 6 hyrndir. Alls verða því 20 nýir hrútar í boði á sæðingastöðvunum næsta vetur. Frekari umfjöllun um nýja hrúta verður í hrútaskrá næsta árs sem mun koma út um miðjan nóvember.
Lesa meira

Enn er hægt að skrá sig í Sauðfjárskólann

Enn eru nokkur sæti laus í áður auglýstum „Sauðfjárskóla“ sem verður næst í boði á Suðurlandi og í Skagafirði. Áhugasamir hafi samband við Árna B. Bragason í gegnum netfangið ab@rml.is eða í síma 516-5000 sem fyrst.
Lesa meira

Mókolla 230 á Kirkjulæk var felld í sumar

Íslandsmethafinn í æviafurðum, Mókolla 230 á Kirkjulæk í Fljótshlíð, var felld í sumar sökum elli eftir að hafa átt fádæma farsæla ævi sem mjólkurkýr. Mókolla fæddist 7. apríl 1996 og bar sínum 1. kálfi 24. október 1998 en alls bar hún 13 sinnum. Hún mjólkaði samtals 114.635 kg mjólkur á 14,7 árum eða 7.824 kg á ári að jafnaði.
Lesa meira

Meiri mjólk

Góð aðsókn var á haustfundi Landssambands kúabænda sem haldnir voru víðs vegar um landið fyrir skemmstu, enda viðfangsefni fundanna sú spennandi staða sem nú er í mjólkurframleiðslunni. Á fundunum hafa tækifæri til aukningar mjólkurframleiðslu verið bændum efst í huga og hvaða úrræði séu til að nýta þau. Staða kvótakerfisins var talsvert rædd og líkleg þróun á verði greiðslumarks ásamt því að kynbótastarfið og staða kúastofnsins bar talsvert á góma. Ráðunautar RML sóttu þessa fundi til þess að taka þátt í umræðum um hvað gera megi til að auka mjólkurframleiðslu næstu misserin. Það er alveg ljóst að ýmislegt er hægt að gera til þess að auka framleiðsluna á næstunni. Sá mikli breytileiki sem er á afurðum milli kúabúa hérlendis sýnir það svo ekki verður um villst.
Lesa meira

Fundi LK á Ísafirði frestað

Vakin er athygli á því að áður auglýstur fundur Landssambands kúabænda, sem halda átti kl.12:00 í dag á Hótel Ísafirði, fellur niður vegna veðurs.
Lesa meira

Fjárvís.is - hjálparkorn

Átt þú í vandræðum með að slá dóma inn í Fjárvís? Ef svo er skaltu kíkja á meðfylgjandi texta. Einnig er rétt að impra á því að innlestur sláturupplýsinga frá sláturhúsum er rafrænn í gegnum Fjárvís. Þannig má spara mikinn tíma við vinnu á haustbók. Smellið á "Lesa meira".
Lesa meira

Hrútaþukl í fréttum Stöðvar 2

Í fréttum Stöðvar 2 í gær mátti sjá tvo af ráðunautum RML við vinnu sína. Það voru þær Jóna Þórunn Ragnarsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir en þær hafa undanfarið verið í lambamælingum eins og stór hluti ráðunauta RML. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá fréttina.
Lesa meira

Fræðsla um sauðfjárbúskap fyrir sunnlenska og skagfirska sauðfjárbændur

Fyrir fáeinum árum settu starfsmenn Búnaðarsambands Austurlands af stað fundaröð sérsniðna fyrir sauðfjárbændur og gekk hún undir nafninu „Sauðfjárskólinn“. Sambærileg fræðsla var síðan boðin sauðfjárbændum í Strandasýslu, Húnavatnssýslum, Eyjafirði og Þingeyjarsýslum og stóðu viðkomandi búnaðarsambönd fyrir þessum fundum þar.
Lesa meira