Fréttir

Áburðarráðgjöf á Suðurlandi

Eitt helsta verkefni ráðunauta þessa dagana er að leiðbeina bændum við val á áburði og oftar en ekki endar sú ráðgjöf á því að útbúin er áburðaráætlun í Jörð.is. Mikilvægt er að forsendur áburðaráætlunar séu sem bestar og því þurfa bændur og ráðunautar að leggja saman krafta sína svo áætlunin verði sem best.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds í sauðfjárrækt 2013

Um helgina rann út skilafrestur í skýrsluhaldinu í sauðfjárræktinni vegna ársins 2013. Um helmingur bænda var búinn að skila inn gögnum í lok nóvember og síðustu vikur hefur það sem uppá vantaði verið að skila sér inn.
Lesa meira

Starfsmenn RML virkir í veffræðslu LK

Veffræðsla Landssambands kúabænda hefur nú verið í gangi frá því í október 2012. Veffræðslan snýst um að koma fræðsluefni út til bænda með nýstárlegum hætti, á fyrirlestraformi heim til hvers og eins. Miðað er við stutta og hnitmiðaða fyrirlestra sem eingöngu eru aðgengilegir á vefnum, þ.e. notendurnir spila fyrirlestrana í tölvum sínum líkt og “myndbönd”.
Lesa meira

Örmerkinganámskeið

Námskeið í örmerkingum hrossa eru haldin á vegum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins eins oft og þurfa þykir. Sá háttur er hafður á að setja áhugasama á lista og þegar listinn telur á bilinu 10-20 manns er haldið námskeið.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi

Nú um síðustu áramót lét Ingvar Björnsson ráðunautur af störfum hjá RML. Ingvar hóf störf sem ráðunautur hjá Búgarði ráðgjafaþjónustu á Norðausturlandi árið 2003 þar sem hans helstu verkefni vörðuðu ráðgjöf í jarðrækt og búrekstri. Ingvar starfaði á árinu 2013 hjá RML en síðla á því ári fluttist hann, ásamt fjölskyldu sinni, búferlum að Hólabaki í Húnavatnssýslu þar sem hann stundar nú búskap og sinnir fleiri verkefnum.
Lesa meira

Breyting á sýningaröð kynbótasýninga 2014

Að ósk Sörlamanna í Hafnarfirði og með samþykki Sleipnismanna á Selfossi, samþykkir Fagráð í hrossarækt að sýningastaðirnir víxli áætluðum sýningadögum sínum á komandi vori. Þar með verði sýningahald svo dagsett eftir breytinguna:
Lesa meira

Breytt vægi vöðva og fitu - Fréttir af fundi fagráðs í sauðfjárrækt

Á fundi fagráðs í sauðfjárrækt sem haldinn var fimmtudaginn 23. janúar sl. var samþykkt að vægi gerðar og fitu í heildareinkunn fyrir kjötgæði yrði jafnað og hvor eiginleiki hefði því 50% vægi.
Lesa meira

Áburðaráætlanagerð í fullum gangi

Ráðunautar RML eru þessa dagana að aðstoða bændur við val á áburði enda hafa nú allir áburðarsalarnir birt framboð og verð. Ráðgjöfin er sniðin eftir þörfum hvers og eins en yfirleitt er um að ræða áburðaráætlanagerð í Jörð.is þar sem áburðarþarfir túnanna eru skilgreindar eins vel og hægt er.
Lesa meira

Ársuppgjör - niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2013

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2013 hafa verið reiknaðar og birtar á vef okkar. Þeir framleiðendur sem skiluðu afurðaupplýsingum á árinu voru 584 en á síðasta ári voru þeir 587. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 22.509,1 árskýr skilaði 5.621 kg nyt að meðaltali. Það er hækkun um 15 kg frá árinu 2012 en þá skiluðu 22.879 árskýr meðalnyt upp á 5.606 kg.
Lesa meira

Mikil eftirspurn eftir ráðgjöf á sviði bygginga og bútækni

Næg verkefni eru hjá RML á nýju ári. Á dögunum var Unnsteinn Snorri Snorrason bygginga- og bútækniráðunautur á ferðinni í Austur-Skaftafellssýslu. Af því tilefni var haldinn fræðslufundur um fjósbyggingar á fjósloftinu hjá Eiríki og Elínu á Seljavöllum í Nesjum og var meðfylgjandi mynd tekin á þeim fundi.
Lesa meira