Fréttir

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2013

Um alllangt skeið hefur verið stuðlað að því að bændur „skeri úr“ veturgömlu hrútunum á grunni afkvæmarannsókna m.t.t. skrokkgæða. Óhætt er að fullyrða að þar sem vel hefur verið að verki staðið hafa afkvæmarannsóknir skilað bændum ræktunarframförum í bættum vöðvavexti og minni fitu.
Lesa meira

Af sauðfjárskólanum

Nú er búið að halda tvo fundi af sjö í „Sauðfjárskóla RML“ sem er fundaröð fyrir sauðfjárbændur og er nú haldið úti á fjórum stöðum á Suðurlandi og á einum í Skagafirði. Alls eru 89 sauðfjárbú skráð í skólann og geta verið allt að þrír þátttakendur frá hverju búi. Skráðir þátttakendur eru 154, þar af 82 karlar og 72 konur og hefur fundasókn verið mjög góð.
Lesa meira

Breytingar á fagráði í hrossarækt

Fyrsti fundur fagráðs á árinu var haldinn þann 16. janúar en hann var jafnframt fyrsti fundur nýskipaðra fulltrúa. Í fagráði sitja fimm fulltrúar frá Félagi hrossabænda og þrír fulltrúar frá Bændasamtökum Íslands. Sveinn Steinarsson, nýr formaður Félags hrossabænda, tók við af Kristni Guðnasyni fráfarandi formanni.
Lesa meira

Nú er rétti tíminn til að gera áburðaráætlanir

Nú hafa flestir áburðarsalar birt lista yfir áburðarúrval og verð og eru þær upplýsingar komnar inn í jörð.is. Þegar litið er yfir lista tegunda sem eru í boði getur oft verið úr vöndu að ráða að velja rétta tegund miðað við aðstæður á hverjum stað. Þar sem áburðarkaup eru í flestum tilfellum stór kostnaðarliður á búum er afar mikilvægt að vandað sé til verka við val á áburðartegundum.
Lesa meira

Vægi fitu og próteins í verði mjólkur til bænda jafnt frá 1. jan. 2014

Stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði ákvað á fundi sínum í desember s.l. að leita staðfestingar verðlagsnefndar búvöru á því að breyta vægi efnaþátta í lágmarksverði meðalmjólkur á þann hátt að það yrði jafnt í stað 25% á fitu og 75% á próteini áður. Verðlagsnefnd hefur nú staðfest þessa breytingu og frá og með 1. janúar 2014 er því vægi fitu og próteins í mjólk jafnt við verðlagningu mjólkur til bænda.
Lesa meira

Dagatal RML

Í lok síðasta árs var sent út dagatal frá RML. Það var unnið af starfsfólki RML en prentsmiðjan Pixel sá um prentunina. Viðbrögðin við dagatalinu hafa verið mjög góð. Við viljum koma því á framfæri að ef einhver óskar eftir eintaki er sjálfsagt að verða við slíkum beiðnum á meðan birgðir endast. Hafið samband í gegnum tölvupóst á netfangið rml@rml.is eða hringið í síma 516-5000 ef óskað er eftir eintaki.
Lesa meira

DNA-stroksýni

Pétur Halldórsson, ráðunautur hjá RML, verður á ferðinni í hesthúsahverfum á höfuborgarsvæðinu seinnipart föstudagsins 17. jan. og laugardaginn 18. jan. næstkomandi, við DNA-stroksýnatökur og örmerkingar. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við Pétur: 862-9322 eða petur@rml.is.
Lesa meira

Guðný Harðardóttir komin til starfa

Guðný Harðardóttir ráðunautur RML hefur nú hafið störf eftir fæðingarorlof. Guðný verður með starfsstöð á Egilsstöðum og verður hún í 70% starfshlutfalli. Guðný mun starfa í faghópi ráðunauta og sinna almennum ráðunautastörfum. Viðvera Guðnýjar á skrifstofunni verður alla virka daga frá klukkan 09.00 – 14.00.
Lesa meira

Yfirlýsing

Vegna greinar sem birtist á vefmiðlinum Hestafréttum þann 5. janúar síðastliðinn og ber titillinn „algjör óvissa um framtíð hrossaræktarráðunauts“. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hóf starfsemi sína um áramótin 2012-2013. Fyrirtækið er ehf. en að fullu í eigu Bændasamtaka íslands (BÍ) og sér meðal annars um ráðgjöf í hrossarækt, skýrsluhald og framkvæmd kynbótadóma í umboði BÍ.
Lesa meira

Greiðslumark mjólkur aukið um 2 milljónir lítra til viðbótar

Greiðslumark mjólkur fyrir yfirstandandi ár (2014) var í lok síðasta árs aukið upp í 125 milljónir lítra að tillögu Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Í seinni hluta nóvember ákvað ráðherra að greiðslumark ársins 2014 yrði 123 milljónir lítra en nú hefur greiðslumarkið verið aukið enn frekar. Breytingin er gerð í ljósi mikillar söluaukningar síðustu mánuði, einkum á fituríkari mjólkurvörum. Að sama skapi er birgðastaða lakari en verið hefur á sama tíma undanfarin ár.
Lesa meira