Þjónusta fyrir sauðfjárbændur

Sauðfjárræktarráðunautar RML hafa undanfarið unnið að gerð nokkurra ráðgjafarpakka í sauðfjárrækt. Fyrsti pakkinn sem er þjónustupakki hefur nú litið dagsins ljós, en markmið hans er að veita bændum grunnþjónustu á hagstæðu verði sem bæði felur í sér faglegar leiðbeiningar og aðstoð eða vöktun við ýmislegt sem bændur þurfa að standa skil á. Bóndinn getur valið sér einn tengilið úr hópi sauðfjárræktar- og þjónusturáðunauta RML. Þjónustupakkinn inniheldur meðal annars eftirfarandi:

  • Áburðaráætlun og uppfærslu túnkorta.
  • Aðstoð við val á lömbum til skoðunar.
  • Lambaskoðun og uppgjör afkvæmarannsóknar.
  • Aðstoð við frágang og skil fjárbóka, gæðahandbókar, búfjárskýrslu og pöntun ásetningsmerkja.
  • Aðstoð við umsóknir eins og t.d. umsóknir um jarðræktarstyrk og afkvæmarannsóknarstyrk.

Alls tilheyra 9 vinnutímar þessum pakka sem kostar 30.000 kr.

Nánari upplýsingar gefur Lárus G. Birgisson sauðfjárræktarráðunautur RML í síma 516 5033 eða í gegnum netfangið lgb@rml.is.

Sjá nánar: 

Almenn ráðgjöf - þjónustupakki

lgb/okg