Fréttir

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir starf garðyrkjuráðunautar

Garðyrkjuráðunautur veitir alhliða og markvissa ráðgjöf í garðyrkju og ylrækt með það að markmiði að stuðla að aukinni framleiðni, hagkvæmni og eflingu þessarar mikilvægu greinar landbúnaðarins.
Lesa meira

Gríðarvænu nauti slátrað á Blönduósi

Á vef SAH afurða ehf. segir frá því að 14. febrúar síðastliðinn, hafi nautinu Jóni Mána frá Syðri-Löngumýri verið slátrað. Vóg hann 482,7 kg og er sennilega þyngsta naut sem lagt hefur verið inn hjá SAH afurðum ehf.
Lesa meira

Hundslegir gestir á Búgarði

Þeir létu lítið fyrir sér fara gestirnir sem heimsóttu Búgarð á dögunum. Hundslegir lágu þeir í kassanum og létu lítið á sér bera.
Lesa meira

Laus störf hjá RML

Lausar eru til umsóknar tvær 70% stöður hjá RML. Um er að ræða afleysingar í eitt ár, frá 1. apríl 2014. Önnur staðan er á Suðurlandi með starfsstöð á Selfossi en hin á Norðurlandi með starfsstöð á Akureyri.
Lesa meira

Vel heppnað örmerkinganámskeið fyrir norðan

RML stóð fyrir örmerkinganámskeiði á Akureyri á dögunum. Námskeiðið var vel sótt og öðluðust 13 aðilar réttindi til að örmerkja hross eftir námskeiðið. Kíkið á meira til að sjá myndir frá námskeiðinu.
Lesa meira

Áburðarráðgjöf á Vesturlandi

Stór hluti verkefna margra ráðunauta síðan rétt fyrir áramót hefur verið fólginn í því að aðstoða bændur við val á áburðartegundum og magni í samræmi við aðstæður á hverjum stað. Mikilvægt er að skilgreina vel mismunandi áburðarþarfir túna svo að búfjáráburður og tilbúinn áburður nýtist sem best.
Lesa meira

25.-26. febrúar: Fundir fagráðs um málefni hestamanna

Í næstu viku verða fundir í fundarröð Fagráðs um málefni hestamanna á Suðurlandi og í Reykjavík. Fundirnir verða haldnir á eftirtöldum stöðum og hefjast kl 20:00. Þriðjudaginn 25. febr. í Fákaseli (Ölfushöllinni) í Ölfusi. Miðvikudaginn 26. febr. í Félagsheimili Fáks í Víðidal.
Lesa meira

Breytingar á vali nautsmæðra og kúaskoðun

Fagráð í nautgriparækt hefur að venju haft ýmis mál varðandi framkvæmd ræktunarstarfsins í nautgriparæktinni til umræðu. Ráðið hefur nú ákveðið að gera nokkrar breytingar sem eru til þessa fallnar að gera vinnu við kynbótastarfið hagkvæmari og skilvirkari. Þar ber fyrst að nefna val á nautsmæðrum en við skilgreiningu á þeim verður nú notast við aðaleinkunn í stað afurðaeinkunnar. Nú verður lágmark í afurðaeinkunn nautsmæðra miðað við 108, jafnframt verður gerð sú krafa á nautsmæður að þær hafi að lágmarki 100 í kynbótaeinkunn fyrir mjaltir og að lágmarki 90 í kynbótaeinkunn fyrir fitu.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. febrúar var búið að skila skýrslum janúarmánaðar frá 93% búanna sem nú eru skráð í skýrsluhaldið en þau eru 581. Reiknuð meðalnyt 21.175,6 árskúa var 5.652 kg síðastliðna 12 mánuði.
Lesa meira

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóli Íslands í samstarf

Þriðjudaginn 4. febrúar var undirritað samkomulag um samstarf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóla Íslands um þætti sem snerta endurmenntun, kennslu og ýmiss brýn verkefni á sviði ráðgjafar og nýsköpunar í landbúnaði.
Lesa meira