Fréttir

Ungnautaspjöld 12001-12040

Vegna breytinga sem urðu á mjólkurflutningum á Vesturlandi nú í haust virðist dreifing ungnautaspjalda fyrir naut á númerabilinu 12001-12040 hafa riðlast eitthvað. Við biðjum þá bændur sem ekki hafa fengið þessi spjöld en vilja fá þau að láta RML vita í síma 516 5000 eða á netfangið rml@rml.is. Athugið að þetta á eingöngu við um bændur á Vesturlandi!
Lesa meira

Nor98 greinist í Berufirði

Við reglulega skimun Matvælastofnunar eftir riðu greindist Nor98 (afbrigðileg riða) nýverið í kind frá bænum Krossi í Berufirði á Austfjörðum. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar, www.mast.is.
Lesa meira

Hrútaskráin er komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna fyrir 2013-2014 er komin á vefinn. Skráin er á hefðbundnu pdf-formi og hægt er nálgast hana undir "Sauðfjárrækt -> Kynbætur -> Hrútaskrá" eða með því að nota hlekkinn hér neðar. Við vonum að sauðfjárræktendur og aðrir áhugamenn um sauðfjárrækt njóti lesningarinnar þar til prentaða útgáfan kemur út síðar í vikunni.
Lesa meira

Skráning á ull í gegnum Bændatorgið

Bændur eru nú í óðaönn að rýja, ganga frá ullinni og skrá inn. Hér eru gagnlegar leiðbeiningar við skráningu ullarinnar.
Lesa meira

Hrútaskrá 2013-2014 væntanleg

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna er væntanleg úr prentun í næstu viku og verður til dreifingar á hrútakynningarfundum búnaðarsambandanna um land allt dagana 20.-27. nóvember n.k. Vefútgáfa skráarinnar verður hins vegar sett á vefinn komandi mánudag 18. nóvember kl. 8:30.
Lesa meira

Kynning á hrútakosti sæðingastöðvanna 2013-2014

Nú styttist óðfluga í að ný hrútaskrá líti dagsins ljós. Að vanda verða í kjölfarið haldnir kynningarfundir um allt land á vegum búnaðarsambandanna. Sauðfjárræktarráðunautar RML munu mæta á fundina og kynna hrútakostinn, ræða um ræktunarstarfið og ýmislegt fleira. Fyrirkomulag sæðinga verður kynnt auk þess sem sum búnaðarsamböndin verða með viðbótarefni á sínum fundum.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í október 2013

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í október 2013 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. nóvember var búið að skila skýrslum októbermánaðar frá 92% hinna 584 búa sem skráð eru í skýrsluhaldið. Reiknuð meðalnyt 21.033,5 árskúa var 5.646 kg síðastliðna 12 mánuði sem er 15 kg meira en við lok september.
Lesa meira

Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar skilar tillögum sínum

Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur skilað frá sér tillögum sínum en þær taka til allra helstu þátta ríkisrekstrarins og allra stærri þjónustu- og stjórnsýslukerfa ríkisins. Hagræðingarhópurinn hefur ekki lagt áherslu á beinar niðurskurðartillögur heldur á kerfisbreytingar sem beinast að breytingum á áherslum, aðferðum og skipulagi. Í hagræðingarhópnum, sem skipaður var í byrjun júlí 2013, eru Ásmundur Einar Daðason, alþm., sem er formaður hópsins, Guðlaugur Þór Þórðarson, alþm., Vigdís Hauksdóttir, alþm. og Unnur Brá Konráðsdóttir, alþm. Með hópnum hafa starfað sérfræðingar úr forsætis- og fjármálaráðuneyti. Helstu tillögur hópsins sem snerta landbúnaðarmál má sjá hér á eftir:
Lesa meira

Verð á greiðslumarki í mjólk stendur í stað milli markaða

Niðurstöður tilboðsmarkaðar greiðslumarks í mjólk 1. nóv. 2013 hafa verið birtar á vef Matvælastofnunar. Jafnvægisverðið reyndist 320 kr. fyrir hvern lítra mjólkur. Alls bárust Matvælastofnun 42 tilboð um kaup eða sölu á greiðslumarki og var framboðið magn 1.034.438 lítrar en boðið var í 1.067.714 lítra. Kauphlutfall viðskipta reyndist 96,44%.
Lesa meira

Umsóknir um lán eða styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 470/1999 um sama efni.
Lesa meira