Fréttir

Síðsumarssýning á Blönduósi felld niður

Síðsumarssýning kynbótahrossa sem vera átti á Blönduósi dagana 18.-20. ágúst n.k. hefur verið felld niður vegna ónógrar þátttöku.
Lesa meira

Síðsumarssýning kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum

Búið er að raða í holl á síðsumarssýningu kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 18.-22. ágúst n.k. Alls eru skráð 152 hross til dóms. Dómar munu hefjast mánudaginn 18. ágúst kl. 8.00 og standa dagana 18.-21. ágúst. Yfirlitssýning verður föstudaginn 22. ágúst.
Lesa meira

Hollaröð yfirlitssýning á Mið-Fossum 13. ágúst

Hér má sjá hollaröðun fyrir yfirlitssýningu á Mið-Fossum, miðvikudaginn 13. ágúst
Lesa meira

Yfirlitssýning síðsumarssýningar á Mið-Fossum, 13. ágúst 2014

Yfirlitssýning síðsumarssýningar á Mið-Fossum, Borgarfirði, fer fram á miðvikudaginn 13. ágúst og hefst kl. 8:00 á elstu hryssunum. Hollaröð verður birt hér á vef RML seint í kvöld. Áætluð lok sýningarinnar er um kl. 12:00.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júlí 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júlí 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 12. ágúst var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 85% þeirra búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.239 árskúa á búunum, sem skýrslurnar höfðu borist frá, síðastliðna 12 mánuði var 5.749 kg en var 5.702 kg mánuðinn á undan. Meðalfjöldi árskúa á fyrrnefndum búum sem skýrslum hafði verið skilað frá á miðnætti aðfaranótt 11. júlí var 40,1 og hafði hækkað um 0,3 frá uppgjöri júnímánaðar.
Lesa meira

Pantanir vegna sauðfjárskoðunar 2014

Þann 16. júní hófst mótttaka á pöntunum fyrir sauðfjárskoðun komandi hausts hjá RML. Eftirfarandi punktar eru til upplýsinga um fyrirkomulagið:
Lesa meira

Hollaröð á síðsumarssýningu á Sauðárkróki 14.-15. ágúst

Hér má sjá hollaröðun fyrir síðsumarssýningu kynbótahrossa sem fram fer á Sauðárkróki 14. - 15. ágúst n.k. Dómar fara fram fimmtudaginn 14. ágúst og hefjast kl. 08:00. Yfirlitssýning verður föstudaginn 15. ágúst og hefst kl. 10:00 þar sem byrjað verður á yngstu hryssunum. Áætluð lok yfirlitssýningar eru kl. 12:30
Lesa meira

Hollaröð á síðsumarssýningu á Miðfossum 11.-12. ágúst

Hollaröðun er nú tilbúin hér á heimasíðunni. Annarsvegar skjal með hollaröð eftir tíma og hollaröð eftir knapa.
Lesa meira

Síðsumarssýning á Gaddstaðaflötum 18.-22. ágúst. Síðasti skráningardagur er 8. ágúst.

Kynbótasýning fer fram á Gaddstaðaflötum 18.-22. ágúst verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er föstudagur 8. ágúst. Verð fyrir fullnaðardóm er 20.500,- kr. en fyrir sköpulagsdóm eða hæfileikadóm 15.500,- kr. Endurgreiðslur á sýningargjöldum koma því aðeins til greina ef forföll eru tilkynnt fyrir kl. 16:00 síðasta virka dag áður en sýningarvikan hefst, í síma 516-5000. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netföngin lr@rml.is og rml@rml.is.
Lesa meira

Síðsumarssýning á Blönduósi 18.-20. ágúst. Síðasti skráningardagur er 8. ágúst.

Kynbótasýning fer fram á Blönduósi 18.-20. ágúst verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er föstudagur 8. ágúst. Verð fyrir fullnaðardóm er 20.500,- kr. en fyrir sköpulagsdóm eða hæfileikadóm 15.500,- kr. Endurgreiðslur á sýningargjöldum koma því aðeins til greina ef forföll eru tilkynnt fyrir kl. 16:00 síðasta virka dag áður en sýningarvikan hefst, í síma 516-5000. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netföngin lr@rml.is og rml@rml.is.
Lesa meira