Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Þar sem kynbótasýningum er nú lokið fyrir nokkru síðan er ekki úr vegi að taka saman nokkrar tölulegar staðreyndir. Sýningarnar fóru hægt af stað eins og venja er. Nokkrum sýningum var aflýst vegna lítillar þátttöku en miðað var við að skrá þyrfti að lágmarki 30 hross til að af sýningu yrði. Undantekning frá þessari reglu var gerð á Austurlandi enda einungis í boði ein sýningu í þeim landshluta. Sýningar ársins urðu ellefu, sjö vorsýningar, ein miðsumarssýning og þrjár síðsumarssýningar. Hápunkturinn var Landsmót á Gaddstaðaflötum dagana 29. júní til 6. júlí en 281 hross náði lágmörkum inn á landsmót. Á landsmót komu 150 hryssur og 81 stóðhestur, samtals 231 hross. Í töflu 1 hér fyrir neðan má sjá fjölda hrossa á hverri sýningu. Á vor-, mið og síðsumarssýningum voru dæmdar 1.191 hryssa og 430 hestar, alls 1.471 hross.
Til samanburðar má geta þess að árið 2013 voru sýnd 963 hross á sýningum sunnanlands, 231 á Vesturlandi, 338 hross á Norðurlandi og 20 hross á Austurlandi eða samtals 1.552 hross. Fjórðungsmótin eru ekki talin með í þessum tölum.
Í töflu 2 er tekin saman þátttaka á sýningum frá árinu 2004 en inni í þessum tölum eru einnig fjórðungs- og landsmót.
Því má segja að þátttaka í sýningunum hafi verið viðunandi þetta árið.
hes/okg