Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Undanfarna þrjá daga hafa námskeið í nautgriparæktarkerfinu Huppu staðið yfir í Þórshöfn í Færeyjum, á vegum RML og MBM, Meginfélags búnaðarmanna, sem er mjólkurbú þeirra Færeyinga. Í kjölfar námskeiðanna munu færeyskir kúabændur taka kerfið í notkun sem sitt skýrsluhaldskerfi. Kennsla á námskeiðunum hefur verið í höndum Guðmundar Jóhannessonar, ábyrgðarmanns nautgriparæktar hjá RML með dyggri aðstoð Jórunar Hansen hjá MBM.
Á síðustu mánuðum hafa ýmsir þættir Huppukerfisins verið aðlagaðir aðstæðum í eyjunum og kerfið einnig þýtt yfir á færeysku. Þessi vinna hefur verið í höndum Stefnu á Akureyri en hefur verið leidd af Guðmundi Jóhannessyni og Jóni B. Lorange hjá BÍ. Elín Nolsöe Grethardsdóttir, ráðunautur hjá RML, þýddi kerfið að mestu ásamt Rólvi Djurhuus hjá Búnaðarstovunni í Færeyjum.
Samstarf RML og MBM vegna aðlögunar og þýðingar Huppu hefur verið ákaflega gott og hefur ekki tekið nema um 5 mánuði að koma kerfinu í notkun þrátt fyrir að vinna hafi að mestu legið niðri í um mánuð í sumar vegna sumarleyfa.
Í Færeyjum eru í augnablikinu 28 kúabændur en mun fækka um einn er líður á haustið. Þar eru um 900 mjólkurkýr og heildarframleiðslan er 7 milljónir lítra mjólkur. Bústærðin er mjög breytileg eða allt frá um 10 kýr upp í um 120 kýr, meðalbústærð rétt um 34 kýr. Stærsta búið leggur inn um 1.100 þús. lítra á ári en þar eru tveir DeLaval mjaltaþjónar.
Færeyingar eru ákaflega gestrisnir og velviljaðir Íslendingum og víða má sjá íslenskar vörur í verslunum. Það gleður eflaust íslenska kúabændur að íslenska skyrið prýðir hillur verslana og við hlið íslenska skyrsins má sjá lífrænt skyr.is frá Thise í Danmörku.
/gj