Sauðfjárdómarar stilla saman strengi

Þriðjudaginn 2. september var haldið undirbúningsnámskeið fyrir nýja sauðfjárdómara. Daginn eftir var síðan dagskrá fyrir alla dómara sem koma að ómmælingum og stigun lamba á komandi hausti en sá hópur telur rétt um 40 manns. Verklegar æfingar fóru fram á Böðvarshólum á Vatnsnesi en þar er öll aðstaða til fyrirmyndar. Hluta af þeim lömbum sem stiguð voru, var síðan fylgt eftir í sláturhús HVK á Hvammstanga þar sem skrokkarnir voru skoðaðir undir handleiðslu Stefáns Vilhjálmssonar yfirkjötmatsmanns. Þá var matsalur sláturhússins nýttur til fundarhalds þar sem ráðunautar fengu ýmsa fræðslu og upplýsingar um hagnýt atriði sem tengjast verkefninu.

ee/okg