Framræslumál skoðuð

Föstudaginn 29. ágúst fóru nokkrir ráðunautar í fylgd með okkar reynslumesta framræsluráðunauti, Kristjáni Bjarndal á nokkra vel valda staði á Suðurlandi. Markmiðið var að miðla sem mestu af reynslu Kristjáns en einnig að nýta reynslu margra bænda og ráðunauta til að finna lausnir á erfiðum framræsluverkefnum.

Lítið er nú um að skurðir séu grafnir en algengt er að skurðakerfi séu orðin úrelt og viðhaldsfrek og kallar það á einhvers konar aðgerðir. Með tilkomu stórvirkari landbúnaðartækja hafa viðhorf til framræslumála breyst og taka þau mið af góðu aðgengi um túnin.

 

 

bpb/okg