Fréttir

Kynbótasýning á Selfossi 26.-28. maí

Kynbótasýning verður á Selfossi dagana 26.-28. maí næstkomandi. Dómar fara fram mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. maí en yfirlitssýning verður miðvikudaginn 28. maí. Alls eru 137 hross skráð til dóms. Búið er að birta hollaröðun á sýningunni hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á hnappinn „Röðun hrossa á kynbótasýningu“ hér hægra megin á forsíðunni. Þar má bæði sjá röðun eftir dögum og knöpum.
Lesa meira

Yfirlitssýning í Hafnarfirði 22. maí

Yfirlitssýning kynbótahrossa fer fram á Sörlastöðum í Hafnarfirði fimmtudaginn 22. maí og hefst klukkan 09:00. Byrjað verður á 7 vetra hryssum. Nánari dagskrá verður birt síðar.
Lesa meira

Fyrirhuguð kynbótasýning á Höfn í Hornafirði 26.-27. maí fellur niður

Ekki náðist tilskilinn lágmarksfjöldi á fyrirhugaða sýningu á Höfn í Hornafirði og fellur hún því niður. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5000. Nánari upplýsingar um kynbótasýningarnar er að finna hér.
Lesa meira

Kynbótasýning á Fljótsdalshéraði 28.-30. maí

Kynbótasýning fer fram á Fljótsdalshéraði dagana 28.-30. maí ef næg þátttaka fæst. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira

Tjón af völdum álfta og gæsa skráð í Jörð.is

Vert er að vekja athygli á forsíðufrétt 9. tölublaðs Bændablaðsins sem og frétt á bbl.is, um hvernig skuli bregðast við ásókn álfta og gæsa í ræktarlönd. Í nefndum fréttum kemur meðal annars fram að móta þurfi aðgerðaáætlun vegna ágangs þessara fugla á ræktarlönd bænda.
Lesa meira

Kynbótasýningar á Selfossi, í Skagafirði og í Hornafirði

Kynbótasýningar fara fram á Selfossi og í Skagafirði dagana 26. – 30. maí. Einnig verður haldin kynbótasýning í Hornafirði dagana 26. - 27. maí ef næg þátttaka fæst. Síðasti skráningar- og greiðsludagur fyrir þessar þrjár sýningar er nk. sunnudagur, 18. maí. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.comþar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Kynbótasýning á Sörlastöðum 19.-22. maí 2014

Kynbótasýning verður á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 19.-22. maí 2014. Dómar fara fram dagana 19.-21., þ.e. mánudag til miðvikudags en yfirlitssýning verður fimmtudaginn 22. maí n.k. Alls eru 185 hross skráð til dóms.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl 2014 hafa nú verið settar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar urðu til á miðnætti aðfaranótt 12. maí var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 93% þeirra 578 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.122 árskúa síðastliðna 12 mánuði var 5.675 kg en var 5.655 kg mánuðinn á undan.
Lesa meira

Skráningarblöð í dráttarvélina

Eins og flestir bændur þekkja vel er afar mikilvægt að halda vel utan um alla meðferð túna. Skráning á áburðargjöf og uppskeru er þar einkum mikilvæg. Með tilkomu skýrsluhaldsforritsins Jörð.is hefur bændum verið auðveldað þetta utanumhald til muna. Þó er það þannig að ef skráning í Jörð.is er ekki gerð jafnóðum, verður að halda utan um skráninguna á pappír.
Lesa meira

Fyrirhuguð kynbótasýning á Blönduósi 19.-23. maí fellur niður

Ekki náðist tilskilinn lágmarksfjöldi á fyrirhugaða sýningu á Blönduósi og fellur hún því niður. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5000. Vert er að benda þeim á sem hafa hugsað sér að sýna hross á Norðurlandi að eingöngu eru tvær sýningar eftir í þeim landshluta fyrir landsmót, sú fyrri verður í Skagafirði dagana 26.-30. maí og sú síðari á Melgerðismelum dagana 3.-6. júní.
Lesa meira