Fréttir

Upplýsingar um síðustu ungnautin fædd árið 2012

Nú eru upplýsingar um sex ungnaut til viðbótar komnar á vef nautaskrárinnar, www.nautaskra.net. Þetta eru síðustu ungnautin fædd árið 2012, sem sæði úr kemur til dreifingar og telur árgangurinn þá 26 naut. Sæði úr þessum nautum kemur til dreifingar innan skamms. Nautin sem um ræðir að þessu sinni eru Gandálfur 12081 frá Keldudal í Hegranesi, undan Kola 06003, Eldar 12089 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi, undan Stássa 04024, Sjarmi 12090 frá Hrepphólum í Hrunamannahreppi, undan Kola 06003, Prúður 12091 frá Neðri-Torfustöðum í Miðfirði, undan Birtingi 05043, Dúett 12097 frá Egilsstaðakoti í Flóa, undan Birtingi 05043 og Polki 12099 frá Brúnastöðum í Flóa, undan Kola 06003.
Lesa meira

Hollenskur paprikuráðunautur í heimsókn

Í fyrstu viku mars (4.-7.) kom hollenski paprikuráðunauturinn Chris Verberne í sína fyrstu heimsókn af fjórum hingað til lands þetta árið. Hann hefur verið íslenskum paprikuræktendum innan handar til fjölda ára. Garðyrkjuráðunautar RML fóru með honum í heimsóknir í Borgarfjörðinn, á Suðurland og norður í land. Almennt séð litu plöntur vel út hjá bændum og voru nánast allir búnir að planta út í húsin hjá sér.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa

Fræðslufundur RML um fóðrun mjólkurkúa verður haldinn í Þingborg í Flóa þriðjudaginn 18. mars kl. 13.30. Farið verður yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða og hærri verðefna í mjólk. Sérstök áhersla verður lögð á sumarbeit og nýtingu grænfóðurs.
Lesa meira

Til notenda bókhaldsforritsins dkBúbótar

Skattframtal einstaklinga var opnað á vefnum skattur.is föstudaginn 7. mars. Framtalsuppfærsla dkBúbótar er væntanleg um viku síðar og verður send notendum með skráð netföng með tölvupósti um leið og hún er tilbúin og jafnframt send í fjölföldun á geisladiskum og dreift með landpósti í kjölfarið.
Lesa meira

Notkun dýralyfja í búfé

Á vef Matvælastofnunar má lesa frétt um notkun dýralyfja fyrir búfé. Þar er fjallað um mikilvægi þess að rétt sé staðið að því að gefa dýrum lyf og þá fjallað sérstaklega um búfénað sem gefur af sér afurðir til manneldis. Vandamál tengd lyfjaþoli örvera eru sífellt að aukast en hægt er að minnka líkur á að lyfjaleifar finnist í dýraríkinu og draga úr líkum á fjölgun lyfjaþolinna örvera með því að sýna ábyrgð í lyfjanotkun.
Lesa meira

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir starf garðyrkjuráðunautar

Garðyrkjuráðunautur veitir alhliða og markvissa ráðgjöf í garðyrkju og ylrækt með það að markmiði að stuðla að aukinni framleiðni, hagkvæmni og eflingu þessarar mikilvægu greinar landbúnaðarins.
Lesa meira

Gríðarvænu nauti slátrað á Blönduósi

Á vef SAH afurða ehf. segir frá því að 14. febrúar síðastliðinn, hafi nautinu Jóni Mána frá Syðri-Löngumýri verið slátrað. Vóg hann 482,7 kg og er sennilega þyngsta naut sem lagt hefur verið inn hjá SAH afurðum ehf.
Lesa meira

Hundslegir gestir á Búgarði

Þeir létu lítið fyrir sér fara gestirnir sem heimsóttu Búgarð á dögunum. Hundslegir lágu þeir í kassanum og létu lítið á sér bera.
Lesa meira

Laus störf hjá RML

Lausar eru til umsóknar tvær 70% stöður hjá RML. Um er að ræða afleysingar í eitt ár, frá 1. apríl 2014. Önnur staðan er á Suðurlandi með starfsstöð á Selfossi en hin á Norðurlandi með starfsstöð á Akureyri.
Lesa meira

Vel heppnað örmerkinganámskeið fyrir norðan

RML stóð fyrir örmerkinganámskeiði á Akureyri á dögunum. Námskeiðið var vel sótt og öðluðust 13 aðilar réttindi til að örmerkja hross eftir námskeiðið. Kíkið á meira til að sjá myndir frá námskeiðinu.
Lesa meira