Fréttir

Uppstilling hrossa í sköpulagsdómi

Á dómarafundi FEIF nú í vor var ákveðið að gera breytingar á æskilegri stöðu afturfóta í uppstillingu fyrir sköpulagsdóm. Hér á heimasíðunni má finna lýsingu, sem unnin er af Þorvaldi Kristjánssyni kynbótadómara, þar sem farið er yfir hvernig stilla skal hrossi upp í sköpulagsdómi og hvetjum við sýnendur til að kynna sér það vel. Við bendum jafnframt á að á heimasíðu RML má finna ítarlegar upplýsingar um allt sem snýr að kynbótasýningum.
Lesa meira

Kynbótasýningar í Hafnarfirði og á Blönduósi 19. -23. maí

Kynbótasýningar fara fram á Sörlastöðum í Hafnarfirði og á Blönduósi dagana 19. til 23. maí. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira

Verðlaunareglur og nýr úrvalslisti í sauðfjárrækt

Tilgangurinn með verðlaunaveitingum og birtingu úrvalslista yfir þá sem skara fram úr er að efla menn til dáða, skapa viðmið og eitthvað til að stefna að. Mikilvægt er að slíkar verðlaunaveitingar séu í takt við stefnuna í sauðfjárræktinni hverju sinni og sem einfaldastar í framkvæmd.
Lesa meira

Fyrirhuguð kynbótasýning á Akureyri 14.-16. maí fellur niður

Ekki náðist tilskilinn lágmarksfjöldi á fyrirhugaða kynbótasýningu á Akureyri og fellur hún því niður. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5000. Næstu kynbótasýningar verða á Blönduósi og í Hafnarfirði dagana 19.-23. maí og er síðasti skráningardagur á þær sunnudagurinn 11. maí.
Lesa meira

Kynbótasýning á Akureyri 14.-16. maí.

Kynbótasýning fer fram á félagssvæði Léttis á Hlíðarholtsvelli á Akureyri dagana 14. til 16. maí ef næg þátttaka næst. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni http://www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Fyrirhuguð kynbótasýning í Víðidal í Reykjavík 12.-16. maí fellur niður

Ekki náðist tilskilinn lágmarksfjöldi á fyrirhugaða sýningu í Víðidal í Reykjavík og fellur hún því niður. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5000. Næsta sýning á Suðurlandi verður á Sörlastöðum í Hafnarfirði vikuna 19.-23. maí og er síðasti skráningardagur á hana 11. maí. Nánari upplýsingar um kynbótasýningarnar er að finna hér.
Lesa meira

Ráðgjöf í framræslu og jarðrækt á Norður- og Austurlandi

Seinni part þessarar viku (miðvikudaginn 7., fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. maí) mun Kristján Bjarndal ráðunautur í jarðrækt og framræslu vera á ferðinni um Norður- og Austurland. Ef bændur á þessu svæði hafa hug á að nýta sér þjónustu hans og fá hann í heimsókn geta þeir haft samband við hann beint í síma 896-6619.
Lesa meira

Efstu hrútar í kynbótamati

Kynbótamat sauðfjár hefur verið uppfært og lesið inn í skýrsluhaldsgagnagrunninn líkt og getið var um í frétt fyrir nokkru síðan.
Lesa meira

Kynbótasýning í Víðidal í Reykjavík

Kynbótasýning fer fram á félagssvæði Fáks í Víðidal dagana 12. til 16. maí ef næg þátttaka næst. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er nk. sunnudag 4. maí. Verð fyrir fullnaðardóm er 20.500,- kr. en fyrir sköpulagsdóm eða hæfileikadóm 15.500,- kr.
Lesa meira

Vel heppnaður fundur þátttakenda í Nautakjötsverkefni RML

Þann 23. apríl, á síðasta vetrardegi, hittust þátttakendur í Nautakjötsverkefni RML á fundi á Hvanneyri. Fjarfundir voru frá öðrum starfsstöðvum RML, á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Ísafirði.
Lesa meira