Hvernig gróffóður framleiðir þú í sumar? Hvernig fóður notar þú næsta vetur?
04.06.2014
Gróffóður er af mismunandi gæðum eftir því hvar það er ræktað, hvaða tegundir eru notaðar, hver sláttutíminn er o. fl. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því hvað gróffóðrið sem á að nota næsta vetur inniheldur af próteini, orku og steinefnum til þess að geta valið það viðbótarfóður sem passar best og gefur hagkvæmustu fóðrunina.
Lesa meira