Fréttir

Hvernig gróffóður framleiðir þú í sumar? Hvernig fóður notar þú næsta vetur?

Gróffóður er af mismunandi gæðum eftir því hvar það er ræktað, hvaða tegundir eru notaðar, hver sláttutíminn er o. fl. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því hvað gróffóðrið sem á að nota næsta vetur inniheldur af próteini, orku og steinefnum til þess að geta valið það viðbótarfóður sem passar best og gefur hagkvæmustu fóðrunina.
Lesa meira

Gæðastýrð sauðfjárframleiðsla - Undirbúningsnámskeið

Fyrirhugað er að halda námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt en eitt af skilyrðum fyrir þátttöku í gæðastýringu er að hafa sótt undirbúningsnámskeið. Staðsetning námskeiðanna og fjöldi verður ákveðinn með tilliti til þátttöku. Gert er ráð fyrir að námskeiðin fari fram dagana 18. – 20. júní næstkomandi. Námskeið verða svo aftur í boði seinna á þessu ári.
Lesa meira

Hollaröðun á Melgerðismelum 3.-6. júní

Hér má sjá hollaröðun fyrir kynbótasýninguna á Melgerðismelum í komandi viku. Alls eru 74 hross skráð á sýninguna. Dómar munu hefjast þriðjudaginn 3. júní kl. 12.30, á miðvikudaginn kl 9:00 og fimmtudaginn kl. 08:00. Yfirlitssýning eftir dóma fer fram föstudaginn 6. júní. Nánari tímasetningar yfirlitssýninga verða auglýstar síðar. Athugið að mælingar hefjast um 15 mín. áður en dómar hefjast.
Lesa meira

Hollaröðun á Miðfossum í Borgarfirði 2.-13. júní

Búið er að raða í holl fyrir kynbótasýninguna á Miðfossum dagana 2.-13. júní n.k. Alls eru 300 hross skráð á sýninguna. Dómar munu hefjast mánudaginn 2. júní kl. 12.30 en hina dagana kl. 08.00. Yfirlitssýning eftir dóma fyrri vikunnar fer fram föstudaginn 6. júní.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Sauðárkróki 30. maí

Yfirlitssýning kynbótahrossa fer fram á Sauðárkróki föstudaginn 30. maí og hefst kl. 9:00.
Lesa meira

Kynbótasýning á Gaddstaðaflötum við Hellu 2.-14. júní

Búið er að raða í holl á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 2.-14. júní n.k. Alls eru skráð 473 hross á sýninguna. Dómar munu hefjast mánudaginn 2. júní kl. 8.00 og standa dagana 2.-5. júní. Yfirlitssýning eftir dóma fyrri vikunnar fer fram föstudaginn 6. júní og lýkur fyrir hádegi laugardaginn 7. júní.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Sörlastöðum 28. maí 2014

Yfirlitssýning kynbótasýningar á Sörlastöðum, Hafnarfirði, fer fram miðvikudaginn 28. maí og hefst kl. 9:00. Röð flokka verður m. eftirfarandi hætti:
Lesa meira

Yfirlitssýning á Fljótsdalshéraði 28. maí

Yfirlitssýning fer fram á Stekkhólma á Fljótsdalshéraði miðvikudaginn 28. maí og hefst klukkan 09:00.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Sörlastöðum 28. maí

Yfirlitssýning fer fram á Sörlastöðum miðvikudaginn 28. maí og hefst klukkan 09:00. Röð flokka verður hefðbundin, byrjað á elstu hryssum, þá 6 vetra, 5 vetra og 4ra vetra hryssur, yngstu stóðhestar og upp í elstu flokka.
Lesa meira

Yfirlýsing vegna umfjöllunar um flutning kynbótasýningar frá Selfossi í Hafnarfjörð

Vegna fréttar á vef Eiðfaxa þann 26. maí þar sem staðhæft er að forsvarsmenn RML hafi haft annað en hagsmuni ræktunarstarfsins að leiðarljósi við ákvörðun um að færa kynbótasýningu sem halda átti á Selfossi dagana 26.-28. maí til Hafnarfjarðar viljum við koma eftirfarandi á framfæri.
Lesa meira