Fréttir

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar við lok mars 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í mars 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar urðu til á miðnætti aðfararnótt 11. apríl var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 94% þeirra 579 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.399,1 árskýr síðastliðna 12 mánuði var 5.655 kg.
Lesa meira

Verð og framboð á sáðvöru og grasfræblöndum

Vakin er athygli á að nýir listar yfir verð og framboð á sáðvöru og grasfræblöndum hafa nú verið birtir hér á á heimasíðu RML. Í nýju listunum eru upplýsingar um allt fræ og blöndur sem eru til sölu ásamt verði sem og upplýsingum sem liggja fyrir um viðkomandi yrki í nýjasta Nytjaplöndulista Landbúnaðarháskóla Íslands.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Í dag 7. apríl var opnað fyrir skráningar á allar kynbótasýningar vorsins þannig að nú er um að gera að drífa í að skrá. Skráning og greiðsla fara fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að fara inn á skráningarsíðuna hér í gegnum heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, www.rml.is en á forsíðunni er valmöguleikinn „skrá á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa - breytt dagsetning

Fræðslufundi um fóðrun mjólkurkúa sem var áður auglýstur þann 10. apríl verður frestað til mánudagsins 14. apríl. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum LbhÍ á Hvanneyri og hefst kl. 13.00. Á fundinum verður farið yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða, aukningu verðefna í mjólk og fóðuráætlanagerð.
Lesa meira

Hrútaverðlaun sauðfjársæðingastöðvanna 2014

Við lok aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda voru veitt verðlaun sæðingastöðvanna fyrir besta lambaföðurinn starfsárið 2012-2013 og fyrir mesta alhliða kynbótahrútinn 2014. Faghópur sauðfjárræktar ákveður hvaða hrútar eru valdir ár hvert. Ás 09-877 frá Skriðu fékk verðlaun sem besti lambafaðirinn og Kjarkur 08-840 frá Ytri-Skógum fékk verðlaun sem mesti alhliða kynbótahrúturinn.
Lesa meira

Greiðslumark mjólkur lækkaði verulega í verði milli markaða

Niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark í mjólk 1. apríl 2014 hafa verið birtar á vef Matvælastofnunar. Jafnvægisverðið reyndist 260 kr. fyrir hvern lítra mjólkur. Alls bárust Matvælastofnun 32 tilboð um kaup eða sölu á greiðslumarki og var framboðið magn 1.891.961 lítrar en boðið var í 71.784 lítra. Kauphlutfall viðskipta reyndist 48,76%.
Lesa meira

Fræðslufundir RML um fóðrun og beit mjólkurkúa

Í vikunni 17. – 21. mars var norskur fóðurfræðingur, Jon Kristian Sommerseth í heimsókn hjá RML. Heimsóknin var fyrst og fremst liður í því að styrkja fóðurráðgjöf fyrirtækisins en einnig var tækifærið notað til að halda tvo bændafundi þar sem Jon var með erindi ásamt ráðunautum RML.
Lesa meira

Auknar afurðir - grunnráðgjöf í sauðfjárrækt

Ráðgjafarpakki í sauðfjárrækt sem nefnist, „Auknar afurðir “, stendur nú sauðfjáreigendum til boða. Þetta er grunnráðgjöf fyrir sauðfjárbændur til að fá betri sýn yfir þróun afurða sauðfjár á eigin búi. Ráðgjöfin er í stuttu máli þannig að ráðunautur gerir yfirlitsskýrslu um þróun afurða á búinu nokkur ár aftur í tímann þar sem niðurstöður skýrsluhalds eru tengdar við krónur og meðalafurðaverð frá liðnu hausti.
Lesa meira

Guðfinna Lára Hávarðardóttir komin til starfa

Guðfinna Lára Hávarðardóttir hefur hafið störf hjá RML. Hún mun einkum starfa við fóðrunarráðgjöf og hafa starfsaðstöðu á Selfossi. Guðfinna kemur í stað Hrafnhildar Baldursdóttur sem komin er í fæðingarorlof. Best er að hafa samband við Guðfinnu til að byrja með í gegnum netfangið hennar glh@rml.is.
Lesa meira

Til þátttakenda í nautakjötsverkefni RML

Þessa dagana er unnið að greiningu rekstrargagna ársins 2013. Þegar gögn hafa borist munu ráðunautar hafa samband við þá bændur sem taka þátt í verkefninu og ræða gögnin og í framhaldinu gera rekstrargreiningu. Til þess að þetta sé hægt þurfa rekstrargögn ársins 2013 að berast sem fyrst.
Lesa meira