Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands bjóða upp á námskeið í nautgriparæktarkerfinu Huppu í febrúar og mars 2016. Námskeiðið er ætlað bændum og búaliði er hafa metnað til eflingar nautgriparæktar í landinu. Námskeiðið er tvískipt þar sem á fyrri hlutanum er farið yfir grunnatriði. Nemendur fara þá heim með ákveðin verkefni og koma svo aftur á seinni hlutann þar sem tekist verður á við flóknari verkefni.
I. hluti-grunnur: Þessi hluti er einkum ætlaður þeim sem hafa litla æfingu í notkun HUPPU en vilja afla sér meiri færni í notkun kerfisins. Farið verður í grunnatriði við notkun á skýrsluhaldsforritinu HUPPU og gæðastýringu í ræktunarstarfi nautgripa. Meðal efnisatriða eru skráningar í HUPPU, uppflettingar, leit að gripum o.fl. Einnig verður farið yfir grunnatriði í framkvæmd ræktunarstarfsins og skýrsluhaldsins.
II. hluti-framhald: Þessi hluti er ætlaður þeim sem hafa allnokkra æfingu í notkun HUPPU eða hafa lokið fyrri hluta námskeiðsins. Farið verður í notkun HUPPU sem bústjórnartækis og einkum horft til notkunar á hinum ýmsu skýrslum sem kerfið býður upp á og hagnýtingu þeirra við daglega bústjórn.
Kennarar: Guðmundur Jóhannesson ráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir fagstjóri búfjárræktar hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins og Sigurður Kristjánsson ráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins.
Tími:
Boðið verður upp á námskeið á fjórum stöðum á landinu; Akureyri, Hvanneyri, Sauðárkróki og Selfossi.
I. hluti - grunnur:
Fim. 18. feb, kl. 10:00-16:00, (7,5 kennslustundir) í tölvustofu hjá LbhÍ á Hvanneyri.
Fim. 18. feb, kl. 10:00-16:00 (7,5 kennslustundir) í tölvuveri hjá Farskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki.
Fös. 19. feb, kl. 10:00-16:00 (7,5 kennslustundir) í tölvuveri hjá Símey á Akureyri.
Þri. 23. feb, kl. 10:00-16:00 (7,5 kennslustundir) í tölvuveri hjá Fræðsluneti Suðurlands á Selfossi.
II. hluti - framhald:
Fim. 17. mars, kl. 10:00-16:00 (7,5 kennslustundir) í tölvuveri hjá Farskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki.
Fim. 17. mars, kl. 10:00-16:00 (7,5 kennslustundir) í tölvuveri hjá Fræðsluneti Suðurlands á Selfossi.
Fös. 18. mars, kl. 10:00-16:00 (7,5 kennslustundir) í tölvuveri hjá Símey á Akureyri.
Fös. 18. mars, kl. 10:00-16:00 (7,5 kennslustundir) hjá LbhÍ á Hvanneyri.
Hægt er að taka annan eða báða hluta námskeiðsins.
Verð: 39.000 kr. (ef bara annar hlutinn er tekinn þá er verðið 24.000 kr. fyrir hvorn hluta)
Skráning: Á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands, www.lbhi.is.
Við minnum starfandi bændur á að hægt er að sækja um allt að 33.000 kr styrk á hverju ári til Starfsmenntasjóðs bænda.
/gj