Fréttir

Yfirlit Miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum

Yfirlit Miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum Fer fram föstudaginn 24. júlí og fyrripart laugardagsins 25. júlí. Dagskrá þessara daga er eftirfarandi (sjá nánar í frétt)
Lesa meira

Miðsumarssýning kynbótahrossa á Dalvík - hollaröðun

Miðsumarssýning kynbótahrossa fer fram á Dalvík, dagana 27.-29. júlí n.k. Dómar hefjast kl. 13:00 mánudaginn 27. júlí. 51 hross er skráð til dóms, þar af 18 í reiðdóm eingöngu.
Lesa meira

Miðsumarssýning á Dalvík - skráning opin til 20. júlí

Miðsumarssýning kynbótahrossa fer fram á Dalvík, 27.-29. júlí n.k. verði þátttaka næg. Sýningin hefst á mánudegi og ræðst af földa skráninga hvaða dag yfirlitssýning verður. Opið verður fyrir skráningu fram að miðnætti mánudaginn 20.júlí n.k. (athugið lengdur skráningafrestur). Sjá nánar í frétt.
Lesa meira

Miðsumarssýning á Gaddstaðaflötum - Tímar knapa.

Miðsumarssýning kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum fer fram dagana 20. til 25. júlí. Mikil og góð skráning er á sýninguna en eins og fram kemur í World-Feng er tæplega 230 hrossum stefnt til kynbóta-dóms þessa daga á Hellu. Sjá hollaröðun og tímaplan knapa í frétt.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í júní 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir júní eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til laust fyrir hádegi þann 13. júlí var búið að skila skýrslum fyrir júní frá 90% búanna sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.325,7 árskúa á fyrrnefndum 90% búanna, var 5.737 kg sl. 12 mánuði.
Lesa meira

Miðsumarssýning kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum

Miðsumarssýning kynbótahrossa verður á Gaddstaðaflötum dagana 20. – 24. júlí. Opið verður fyrir skráningar á þessar sýningu í WorldFeng fram á miðnætti föstudaginn 10. júlí. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar á heimasíðu RML (rml.is) í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira

Röðin á yfirlitssýningunni á Fjórðungsmótinu á Iðavöllum 4. júlí

Hér að neðan má sjá röð holla á yfirlitssýningunni á fjórðungsmóti Austurlands á Iðavöllum sem hefst kl 13:45 laugardaginn 4. júlí
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi

Guðmundur Steindórsson ráðunautur hefur látið af störfum hjá RML eftir að hafa starfað sem ráðunautur samfellt í 45 ár. Guðmundur hóf sín störf eftir útskrift frá framhaldsdeildinni á Hvanneyri sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar 1970-1971. Varð síðan nautgriparæktarráðunautur hjá Sambandi nautgriparræktarfélaga Eyjafjarðar 1971-1977.
Lesa meira

Röðun kynbótahrossa á Fjórðungsmóti Austurlands dagana 2. - 4. júlí 2015

Sýning kynbótahrossa á Fjórðungsmóti Austurlands á Iðavöllum fer fram dagana 2. – 4. júlí 2015. Dómar hefjast kl. 08:30 fimmtudaginn 2. júlí. Yfirlitssýning verður laugardaginn 4. júlí og hefst kl 13:45.
Lesa meira

Nautgriparæktarráðunautur óskast til starfa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins óskar eftir að ráða tvo starfsmenn til að sinna verkefnum og ráðgjöf í nautgriparækt. Ráðningin er til eins árs með möguleika á framlengingu.
Lesa meira