Notendur Fjárvís athugið
12.08.2015
Fjárvís var uppfærður um mánaðarmótin mars/apríl á þessu ári og allt viðmóti í kerfinu breyttist líkt og notendur ættu að hafa orðið varir við. Kerfið er ekki gallalaust og unnið er að því að fínstilla kerfið, það tekur tíma og mikilvægt að notendur láti vita um hluti sem ekki virðast vera réttir. Tvær villur fundust ekki fyrr en notendur fóru að nota kerfið enda misjafnt hvaða vinnulag er notað við skráningar. Þessar villur þurfa notendur sjálfir að athuga á sínum búum, hvort þær gildi um gripi þar og leiðrétta ef þarf.
Lesa meira