Röðun hrossa á kynbótasýningu á Hólum dagana 6.-10. júní

Kynbótasýning verður á Hólum í Skagafirði dagana 6.-10. júní 2016. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 6. júní. Tvær dómnefndir verða að störfum og verður dæmt mánudag, þriðjudag og miðvikudag.

Yfirlitssýning verður á fimmtudag og föstudag. Hún hefst kl. 8:00 á fimmtudag þar sem byrjað verður á elstu hryssum og endað á 4. vetra hryssum. Áætluð lok á yfirliti þann dag er um kl. 17.

Á föstudag heldur yfirlit áfram kl. 8:00 þar sem stóðhestar og geldingar koma fram. Áætluð lok á yfirliti er um kl. 12.

Alls eru 189 hross skráð á sýninguna. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á hnappinn „Röðun hrossa á kynbótasýningum“ hér hægra megin á forsíðunni eða hlekkinn hér að neðan.

Við biðjum eigendur og sýnendur að mæta tímanlega með hrossin til dóms þannig að dómstörf gangi sem greiðast fyrir sig og tímasetningar haldist sem best.

Röð hrossa 

Röð eftir knöpum 

 

kóe/okg