Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn febrúar, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöður skýrslnanna frá mjólkurframleiðendunum byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga nokkru fyrir hádegi þ. 11. mars 2021 en frá nautakjötsframleiðendum nokkrum klukkustundum fyrr.
Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 510 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 112 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.805,2 árskúa á fyrrnefndum 510 búum var 6.388 kg eða 6.504 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á þessum 510 búum var 48,6.
Meðalnyt árskúa síðustu 12 mánuði var mest á búi Guðrúnar og Gunnars á Búrfelli í Svarfaðardal þar sem nytin reiknaðist að þessu sinni 8.707 kg. Annað í röðinni var bú Rúts og Guðbjargar á Skíðbakka í Landeyjum þar sem samsvarandi tala var 8.381 kg. Þriðja á listanum var bú Hákonar og Þorbjargar á Svertingsstöðum 2 í Eyjafjarðarsveit þar sem meðalárskýrin mjólkaði 8.329 kg. á tímabilinu sem um ræðir. Fjórða var bú Guðlaugar og Eybergs á Hraunhálsi í Helgafellssveit þar sem meðalnyt árskúnna var 8.329 kg. síðustu 12 mánuðina. Fimmta sætið vermdi bú Gunnbjarnar ehf. í Skáldabúðum 2 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem árskýrin skilaði að meðaltali 8.236 kg. á umræddu tímabili.
Sú kýr sem skilaði mestri nyt síðustu 12 mánuði var Auðhumla 370 (f. Þytur 09078) í Skipholti 1 í Hrunamannahreppi en hún mjólkaði samtals 14.315 kg. Önnur í röðinni var Gæsla 1075 (f. Bambi 08049) í Reykjahlíð á Skeiðum sem skilaði afurðum upp á 13.806 kg. á tímabilinu. Þriðja var Gola 694 (undan Þyt 09078 eins og efsta kýrin, Auðhumla 370) í Egilsstaðakoti í Flóa en nyt hennar var 13.473 kg. undanfarna 12 mánuði. Fjórða kýrin í röðinni var Ösp 1280 (f. Sóli 1016, sonur Áss 02048; mf. Gustur 09003) í Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi sem mjólkaði 13.345 kg. á tímabilinu. Fimmta kýrin reyndist vera Mína 641 (f. Rósi 553, sonur Kambs 06022; mf. Glæðisson 521 undan Glæði 02001) á Grund í Svarfaðardal sem mjólkaði 13.278 kg. á undanförnum 12 mánuðum.
Alls náðu 128 kýr á mjólkurframleiðslubúunum 510, sem afurðaskýrslum fyrir janúar hafði verið skilað frá nokkru fyrir hádegi 11. mars að mjólka 11.000 kg. eða meira á síðustu 12 mánuðum. Af þeim skiluðu 37 nyt uppá 12.000 kg. og þar yfir. Af þeim hópi mjólkuðu 9 kýr yfir 13.000 kg. og ein þeirra vel yfir 14.000 eins og fram hefur komið.
Meðalfjöldi kúa á kjötframleiðslubúunum reiknaðist 25,4 en árskýrnar reiknuðust að jafnaði 22,3. Meðalkjötframleiðsla á þeim búum sl. 12 mánuði reyndist 5.518,8 kg.
Meðalfallþungi 8.905 ungnauta á aldrinum 12-30 mánaða, skráðra í slátrun frá öllum búum, undanfarna 12 mánuði var 252,7 kg. og reiknaður meðalaldur þeirra við slátrun var 748,7 dagar.
Sjá nánar:
Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar
/sk