Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Nýverið birtist grein eftir Egil Gautason, Önnu Schönherz, G. Sahana og Bernt Guldbrandsen í tímaritinu Animal Science þar sem gerð er grein fyrir rannsókn á skyldleikarækt og þróun hennar í íslenska kúastofninum. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta sögulega skyldleikarækt, og þróun í skyldleikarækt á síðari árum. Í rannsókninni var notast við yfir 8000 arfgerðir af íslenskum kúm til að meta sögulega skyldleikarækt og þróun í skyldleikarækt. Að auki voru samsætutengsl í erfðamenginu metin og kannað var hvort ummerki fyndust um úrval í erfðamenginu. Meðal skyldleikaræktarstuðull samkvæmt ættartölu var 6.2%, og samkvæmt erfðamengi 10.1%. Virk stofnstærð fyrir árin 2009-2017 mældist á bilinu 58-81. Samsætutengsl (en. linkage disequilibrium) eru heldur sterkari í íslenskum kúm en í rauðu norrænu kúakynjunum, svipuð og í Holstein kúm, en veikari en í Jersey.Tiltölulega sterk samsætutengsl benda til þess að erfðamengjaspár hafi hátt öryggi í stofninum. Þrjú svæði, á litningum 1, 16 og 23, fundust sem viðast hafa verið valið fyrir, en þessi svæði þarf að rannsaka frekar. Niðurstöðurnar benda til þess að skyldleikarækt sé innan viðmiða FAO fyrir búfjárstofna, og það fundust ekki merki um mikla sögulega skyldleikarækt.
Greinin er á ensku en fyrir áhugasama þá er rétt að taka fram að hún er á opnum aðgangi á Animal Science.
Sjá nánar:
Genomic inbreeding and selection signatures in the local dairy breed Icelandic Cattle