Grunnskráningar folalda – gjaldtaka frá árinu 2022

Fram til þessa hafa hrossaræktendur ekki þurft að greiða fyrir skráningu á folöldum. Breyting verður á þessu frá og með árinu 2022 en þá verður gjald tekið fyrir grunnskráningu allra hrossa, óháð aldri. Folöld fædd 2021 eru þó án skráningargjalds til 01. mars 2022.

Í heimaréttinni í WorldFeng er hægt að grunnskrá folöld, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum (sjá leiðbeiningar hér í texta). Hryssur þurfa að hafa staðfest fang til að sá möguleiki sé í boði.

Stóðhestaeigendur (eða umsjónarmenn þeirra) eru hvattir til að standa skil á stóðhestasýrslum inn í WorldFeng til að auðvelda hryssueigendum skráningu folalda sinna.

Til upprifjunar þá er hægt að grunnskrá hross í WorldFeng eftir þremur leiðum:

  1. Skrá í gengum heimarétt WorldFengs (WF)
  2. Skila grunnskráningu á örmerkingavottorði (vottorð um einstaklingsmerkingu)
  3. Hafa beint samband við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) og fá hrossið grunnskráð

Skráning í gegnum heimarétt WorldFengs, (á eingöngu við um folöld):

  • Hafa fullan aðgang að WF. Hægt að fá frían aðgang í gengum hestamannafélög eða hrossaræktarsamtök eða kaupa aðgang beint hjá RML. Hjarðbókaraðgangur dugar ekki til grunnskráninga.
  • Viðkomandi þarf að vera þáttakandandi í skýrsluhaldinu í WF (hafa skráðan uppruna og fastanúmer). Leitið til RML ef ekki til staðar.
  • Sá sem skráður er eigandi móður, getur skráð folald í gegnum heimaréttina sína innan þeirra tímamarka sem þar eru er varða folöld.
  • Fangskráning (staðfesting á veru hryssu hjá stóðhesti) verður að vera skráð í WF. Eigendur/umsjónarmenn stóðhesta sjá til þess að sú skráning sé fyrir hendi. Ekki er nóg að hryssueigandinn skrái fyljun á sína hryssu, eigandi stóðhestsins verður að samþykkja skráninguna þannig hún verði virk.
  • Ekki er hægt að skrá í gegnum heimaréttina eldri hross en folöld (sjá tímamörk í WF).
  • Þessi skráningarleið er án gjalds (viðkomandi skráir sjálfur).

Skila inn grunnskráningu á örmerkingablaði:

  • Láta merkingaraðila í té allar upplýsingar um hrossið (sjá reiti á blaðinu), merkingarmaður fyllir blaðið út, eigandi eða umráðamaður hrossins skrifar undir merkingablaðið til staðfestingar á að upplýsingar séu réttar.
  • Merkingarmaður skilar frumriti úr örmerkingabók inn til RML til skráningar.
  • Þessi skráningarleið er á gjaldi (fyrir utan folöld fædd 2021 fram til 01. mars 2022)

Hafa beint samband við RML:

  • Hafa til staðar allar upplýsingar um hrossið þ.e. aldur, nafn (ef klárt), uppruna, lit, fæðingardag, faðir, móðir, ræktanda/ræktendur og eiganda/eigendur.
  • Ef folaldið er getið með staðgöngumóður, að hafa fæðingarnúmer hennar einnig með í upplýsingum.
  • Þessi skráningarleið er á gjaldi (fyrir utan folöld fædd 2021 fram til 01. mars 2022)
  • Þannig að fá og með árinu 2022 verður eina leiðin til að skrá folöld gjaldfrjálst að gera það í gegnum heimarétt WorldFengs að öðrum kosti verður að greiða fyrir grunnskráninguna eins og þegar er gert með eldri hross. Þess vegna er brýnt að muna eftir að skrá fyljun.
  • Leiðbeiningar um notkun heimaréttar má finna í flipanum „Hrossin mín“ í heimarétt WorldFengs og á heimasíðu RML.
  • Starfsfólk RML veitir allar nánari upplýsingar í síma 516-5000 eða í netfang rml@rml.is

/okg