Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Eins og margir notendur að dkBúbót hafa þegar orðið varir við, þá er nú búið að færa alla hýsingu á dkBúbót yfir á nýja netþjóna. Þetta er liður í venjubundnu viðhaldi, endurnýjun á vélbúnaði og hugbúnaði sem fer fram eftir þörfum.
Það er óhjákvæmilegt að notendur verði fyrir einhverjum óþægindum af þessum sökum og biðjum við alla hlutaðeigandi, velvirðingar á því. Við hvetjum alla til að kíkja í bókhaldið sitt sem fyrst og klára að færa sig á milli.
Samhliða þessari yfirfærslu er aukin þjónusta í boði þar sem nú fá notendur sín eigin skjáborð og notendamöppur líkt og eru á þeirra eigin tölvum.
Með þessari endurnýjun, getum við einnig höndlað álag mun betur, þannig að notendur verða mun minna varir við álagstoppa í notkun á kerfinu.
Til að setja inn nýja hýsingar-aðganginn er farið inn í gömlu hýsinguna og þar koma skilaboð um framhaldið. Þar þarf að velja sína tölvu í glugga til vinstri og í framhaldinu hefst niðurhal á skrá sem þarf að keyra inn á tölvuna. Ef niðurhalið virkar ekki sem skyldi má sækja skrána á þessa slóð: https://skrar.bondi.is/data/public/dkbubotuppsetning.
Þegar niðurhalið er keyrt upp kemur upp gluggi þar sem velja þarf að setja inn notandanafn og smella á „Búa til tengimynd".
Yfirleitt gengur ferlið nokkuð auðveldlega fyrir sig, en ef eitthvað er óljóst er velkomið að hringja í þjónustufulltrúana á dk-vaktinni í síma 516 5050 eða senda tölvupóst á dkvakt@rml.is.
Framundan er síðan hin árlega uppfærsla á dkBúbót vegna skattframtals árið 2022, fyrir árið 2021, fljótlega eftir að Ríkisskattstjóri hefur opnað fyrir almenn framtalsskil.