Fréttir

Fundir um nýtingu á lífrænum úrgangi við ræktun hefjast í vikunni

Í þessari viku hefst röð kynningarfunda um nýtingu á lífrænum efnum.
Lesa meira

Rekstrarafkoma nautgriparæktarinnar 2017-2020 – horfur 2022-2023

Við minnum á Teams-fund í hádeginu í dag þar Runólfur Sigursveinsson fer yfir rekstrarafkomu nautgriparæktarinnar 2017-2020 og horfur þessa árs og næsta. Fundurinn er einn funda í fundaröð Fagþings nautgriparæktarinnar 2022. Næsti fundur verður svo að viku liðinni en þá mun Þórdís Þórarinsdóttir fjalla um nýtt kynbótamat fyrir frjósemi og endingu
Lesa meira

Frestur til að sækja um starf ráðunautar í jarðrækt hjá RML framlengdur til 30. mars

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir starfsmanni sem gæti sinnt fjölbreyttu þróunar- og ráðgjafarstarfi á sviði jarðræktar, fóðrunar og umhverfismála.
Lesa meira

Umsóknarfrestur um starf forritara hjá RML framlengdur til 30. mars

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir forritara sem gæti sinnt fjölbreyttum þróunar- og hugbúnaðarverkefnum í landbúnaði.
Lesa meira

Viltu taka fleiri sýni í vor? – Arfgerðargreiningar Sauðfé

Átaksverkefnið í arfgerðargreiningum á príongeninu í kindum (riðuarfgerðargreiningum) er í fullum gangi. Búið er að úthluta 25.000 sýnahylkjum í gegnum verkefnið en til stendur að panta meira af hylkjum. Þeir sem sem vilja þá nýta sér að taka fleiri sýni í vor, annaðhvort úr fullorðnum kindum eða lömbum á sauðburði, þyrftu að tryggja sér sýnatökuefni í tíma. Næsta pöntun á sýnatökuefni verður gerð í byrjun apríl. Bændur þyrftu því að panta hér á vefnum í síðasta lagi 3. apríl til að tryggja sér sýnatökuefni í tíma, sem væri þá vonandi komið fyrir páska.
Lesa meira

Skráningar á kynningarfundi um nýtingu á lífrænum (úrgangs)efnum við ræktun

Við viljum minna á röð kynningarfunda um nýtingu á lífrænum efnum næstu daga. Fundirnir voru auglýstir í Bændablaðinu þann 10. mars sl. sem og hér á heimasíðu RML. Fundirnir verða haldnir víða um landið dagana 29. mars – 12. apríl nk.
Lesa meira

Niðurstöður heyefnagreininga 2021

Nú hafa verið birt meðaltöl úr heyefnagreiningum frá árinu 2021 hér á heimasíðu RML en um er að ræða niðurstöður sýna sem fóru í svokallaðar NorFor greiningar. Sýnin voru tekin af RML, sem og öðrum aðilum s.s. fóðursölum, og voru efnagreind hjá Efnagreiningu ehf. Samtals er um að ræða niðurstöður úr 1.118 sýnum af 1. slætti, 315 sýnum úr 2. slætti, 76 grænfóðursýnum og 64 rýgresissýnum. Að meðaltali eru hey ársins 2021 frekar þurr en nokkurn mun má sjá milli landshluta. Munar allt að 9%-stigum á þurrefnisinnihaldi í fyrri slætti á heyjum af Suðurlandi (49,6 %) og öðrum landshlutum (51,1-58,7%). Þá er prótein í fyrri slætti á Suðurlandi að meðaltali örlítið lægra og leysanleiki próteins hærri en í öðrum landshlutum.
Lesa meira

Fjárfestingastuðningur í nautgriparækt - opið fyrir umsóknir til 31. mars

RML minnir nautgripabændur á að opnað hefur verið fyrir umsóknir um fjárfestingastuðning í nautgriparækt í samræmi við reglugerð um stuðning við nautgriparækt nr. 1252/2019, VIII. kafla. Umsóknum um fjárfestingastuðning vegna framkvæmda á árunum 2021-2022 skal skilað inn rafrænt á afurd.is eigi síðar en 31. mars. Markmið stuðningsins er að hraða því að framleiðendur standist kröfur samkvæmt gildandi reglugerð um velferð nautgripa. Skilyrði fyrir veitingu fjárfestingastuðnings er að finna í 26. gr. reglugerðarinnar og eru vegna:
Lesa meira

Skýrsluhald - hrossarækt

Rétt er að minna á að nýtt skýrsluhaldsár í hrossarækt hefst 1. apríl ár hvert í WorldFeng. Eftir þann tíma er ekki hægt að skrá það sem tilheyrir síðastliðnu ári inni í heimaréttinni. Ræktendur er hvattir til að skoða heimaréttina sína og athuga hvort allt sé frágengið fyrir árið 2021. Er búið að skrá folöldin, fang, geldingar og afdrif?
Lesa meira

Átaksverkefni RML í arfgerðargreiningum – fyrstu niðurstöður

Komnar eru niðurstöður fyrir þau sýni sem send voru af stað til greiningar 15. febrúar en þá fór fyrsta sendingin út til Þýskalands. Í þessum pakka eru niðurstöður fyrir 2.625 kindur frá 27 bæjum. Þessi bú eru flest í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu – þ.e. á upphafssvæði riðuveiki.
Lesa meira