Fréttir

Arfgerðargreiningar – Innlestur gagna og lokaútkall sýna

Þeir sem enn luma á sýnum sem á eftir að senda til greiningar (arfgerðargreiningar á príonpróteini sauðfjár) þyrftu að setja sig í sambandi við Eyþór (ee@rml.is) sem allra fyrst, en í byrjun næstu viku þurfa þessi sýni að vera klár til að fara erlendis. Þetta mun verða síðasta sendingin til greiningaraðilans í Þýskalandi að sinni.
Lesa meira

Stöðulisti kynbótahross á Landsmóti hestamanna 2022

Alls eru 171 hross sem eiga þátttökurétt á Landsmóti hestamanna í kynbótadóm þetta árið. Stöðulista kynbótahrossa má finna á WorldFeng undir „Sýningarskrá fyrir landsmót“. Listinn hefur reyndar aðeins breyst, þar sem örfá hross hafa verið afskráð og önnur hross því fæst upp í stað þeirra, búið er að hafa samband við eigendur þessara hrossa. Á hádegi á morgun, föstudaginn 24. júní, þarf endanlegur listi að liggja fyrir, þannig ef einhverjir hyggjast afskrá hross út úr kynbótahluta LM þurfum við af vita af því fyrir kl. 12:00 á morgun svo hægt verði að bjóða öðrum þátttöku.
Lesa meira

Erfðamengisúrval: Búið að greina fyrstu sýni hérlendis

Í vetur hófst sýnataka úr kvígum samhliða einstaklingsmerkingu og sýnataka því nánast alfarið í höndum bænda sjálfra í dag. Eins og jafnan þegar leitað er til bænda um samstarf hafa viðbrögð verið bæði jákvæð og góð. Þegar þetta er skrifað er búið að merkja og skrá í Huppu 1.106 gripi með sýnatökumerkjum. Sýnunum er safnað með mjólkurbílunum, þau síðan send til MS á Bitruhálsi í Reykjavík og þangað sækir starfsfólk Matís sýnin til greiningar. Með þessu góða samstarfi við Auðhumlu/MS hefur tekist að koma á einu skilvirkasta, einfaldasta og þægilegasta söfnunarkerfi DNA-sýna í heiminum.
Lesa meira

Skráningar á miðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á miðsumarssýningar mánudaginn 20. júní kl. 10:00. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en hér á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Hollaröðun yfirlits á Sörlastöðum 18.júní

Yfirlitssýning fjórðu viku vorsýninga á Gaddstaðaflötum fer fram laugardaginn 18. júní og hefst stundvíslega kl. 08:00. Hollaröð má nálgast hér fyrir neðan. Áætluð lok um kl. 17:30”.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum laugardaginn 18.júní

Yfirlitssýning fjórðu viku vorsýninga á Gaddstaðaflötum fer fram laugardaginn 18. júní og hefst stundvíslega kl. 08:00. Hollaröð má nálgast hér fyrir neðan. Áætluð lok um kl. 17:30”.
Lesa meira

Breytt verklag við förgun mjólkurkúa

Eftirfylgni með reglum varðandi mjólkandi kýr sem koma til slátrunar hefur verið hert til þess að stuðla að aukinni velferð. Sláturleyfishafar hafa því breytt hjá sér verklagi varðandi flutninga á þann hátt að mjólkurkýr verða sóttar eins seint og hægt er að deginum og samdægurs þegar og þar sem því verður við komið. Einnig munu mjólkurkýr verða teknar fyrst að morgni til slátrunar í stað ungneyta. Þessar ráðstafnir snerta bændur í einhverjum tilvikum og er óskað eftir því við bændur að virkja eftirfarandi verklag:
Lesa meira

Yfirlitssýning á Hólum í Hjaltadal fimmtudaginn 16.júní

Yfirlitssýning á Hólum í Hjaltadal fer fram fimmtudaginn 16. júní og hefst stundvíslega klukkan 08:00. Áætluð lok sýningarinnar eru um klukkan 17:00. Hollaröð á yfirliti má nálgast hér að neðan.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Selfossi 16. júní

Yfirlitssýning á Selfossi fer fram fimmtudaginn 16. júní og hefst stundvíslega klukkan 08:00. Áætluð lok sýningarinnar eru um klukkan 15:20. Hollaröð á yfirliti má nálgast hér að neðan.
Lesa meira

Öflug naut úr 2017 árgangi koma til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í morgun að lokinni kynbótamatskeyrslu núna í júní. Að þessu sinni urðu allmiklar breytingar á mati nautanna og er ástæðan einkum sú að spenaeinkunn var breytt á þann veg að nú er notast við kjörgildi hvað lengd og þykkt spena varðar. Þannig lækkar spenaeinkunn eftir því sem nautin gefa spena sem eru lengra frá kjörgildi. Með þessu er refsað fyrir of langa og of stutta spena sem og of þykka og of granna spena. Hæfilegir spenar fá því bestu einkunn. Í dreifingu koma fjögur ný naut fædd 2017. Þetta eru þeir Þróttur 17023 frá Ósi í Hvalfjarðarsveit undan Kletti 08030 og Gunnfríði 528, Þrælsdóttur 09068, Búkki 17031 frá Lundi í Lundarreykjadal undan Dropa 10077 og Sölku 266 Boltadóttur 09021, Ós 17034 frá Espihóli í Eyjafirði undan Úlla 10089 og 921 Kambsdóttur 06022 og Títan 17036 frá Káranesi í Kjós undan Úranusi 10081 og Súru 651 Dynjandadóttur 06024.
Lesa meira