Fréttir

Fréttir af sýnatökum og greiningum

Sauðfjárbændur eru spenntir fyrir niðurstöðum arfgerðagreininga en búið að greina 5.883 sýni af þeim 18.000 sem send hafa verið út til greiningar. Greiningar ganga heldur hægar en reiknað hafði verið með og er verið að skoða hvernig hraða megi þeirri vinnu.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum mars

Þegar áður nefndar niðurstöður voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 479 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 123 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.959,1 árskýr á búunum 479 reyndist 6.336 kg eða 6.329 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Bollastaðir, þátttakendur í Loftslagsvænum landbúnaði, hljóta landbúnaðarverðlaunin 2022

Landbúnaðarverðlaunin í ár hlutu Bollastaðir í Austur-Húnavatnssýslu en að búinu standa Borghildur Aðils og Ragnar Bjarnason. Verðlaunin voru afhent á Búnaðarþingi 2022 sem hafði yfirskriftina „framsýnn landbúnaður“. Aðrir verðlaunahafar voru lífrænt vottaða mjólkurvinnslan Biobú og Karólína Elísabetardóttir, sauðfjárbóndi. Svandís Svavarsdóttir afhenti verðlaunin en verðlaunagripurinn er hannaður af vöruhönnuðinum Ólínu Rögnudóttur fyrir íslenska hönnunarmerkið FÓLK.
Lesa meira

Fleiri ARR og T137 gripir fundnir á Þernunesi og Stóru-Hámundarstöðum

Á Þernunesi hefur markvist verið farið í gegnum hjörðina í leit að fleiri gripum með ARR arfgerðina. Í gær bárust niðurstöður úr greiningum á 136 sýnum frá búinu. Í hópnum fundust 5 nýir ARR gripir, allt ær. Þá eru ARR kindurnar orðnar 14 í það heila á búinu. Á Stóru-Hámundarstöðum var strax farið í að taka fleiri sýni úr ættingum Austra 20-623 sem er fyrsti hrúturinn sem fundist hefur hér á landi með arfgerðina T137.
Lesa meira

Stútfull dagskrá af spennandi efni – Fagþing sauðfjárræktarinnar 6. og 7. apríl

Þétt dagskrá er framundan á Fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldin er af Fagráði í sauðfjárrækt í samstarfi við RML, BÍ og Lbhí. Á morgun munu nokkrir erlendir sérfræðingar flytja erindi á netinu sem tengjast riðuveiki. Þar verður m.a. fjallað um fyrirliggjandi rannsóknir sem tengjast útrýmingu riðuveiki á Íslandi með ræktun þolnari stofna, sagt frá því hvernig mismunandi stofnar riðuveiki eru greindir og mælingar á þeirri vernd sem mismunandi arfgerðir veita. Þessi fundur hefst kl. 13:00 og fer eingöngu fram á netinu.
Lesa meira

Nýtt kynbótamat fyrir frjósemi og endingu

Við minnum á Teams-fund í hádeginu í dag þar Þórdís Þórarinsdóttir fer yfir nýtt kynbótamat fyrir frjósemi og endingu. Þetta er eitthvað sem enginn áhugamaður um nautgriparækt lætur fram hjá sér fara. Fundurinn er einn funda í fundaröð Fagþings nautgriparæktarinnar 2022. Næsti fundur verður svo að viku liðinni en þá mun Guðrún Björg Egilsdóttir fjalla um áhrif umhverfis á útskilnað niturs á kúamjólk.
Lesa meira

Fagfundur sauðfjárræktarinnar – tveir dagar með spennandi dagskrá

Fagráð í sauðfjárrækt í samstarfi við BÍ, LBHÍ og RML mun halda fræðslu og umræðufundi miðvikudaginn 6. apríl og fimmtudaginn 7. apríl. Fundur með erlendum sérfræðingum um riðurannsóknir á netinu 6. apríl. Þann 6. apríl verður eingöngu um netviðburð að ræða. Þar munu vísindamenn frá fjórum löndum fræða okkur um rannsóknir á riðuveiki. Þessir vísindamenn eru allir á einhvern hátt tengdir alþjóðlegri rannsókn er varðar útrýmingu á riðuveiki í íslensku sauðfé. Karólína í Hvammshlíð mun túlka mál þeirra á íslensku. Þessi fundur hefst kl. 13:00 og mun standa í rúmlega 2 tíma. Tengill á fundinn verður auglýstur síðar.
Lesa meira

Ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær að lokinni keyrslu á nýju kynbótamati. Ákveðið var að setja fjögur naut fædd árið 2017 í notkun sem reynd naut og eru það jafnframt fyrstu reyndu nautin úr þeim árgangi. Þetta eru Kopar 07014 frá Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði undan Bláma 07058 og Búvísri 555 Baldadóttur 06010, Flýtir 17016 frá Efstu-Grund undir Eyjafjöllum undan Gusti 09003 og Rjóð 524 dóttur Starra 0455 Spottasonar 01028, Stæll 17022 frá Hnjúki í Vatnsdal undan Bolta 09021 og Gjólu 356 Vindilsdóttur 05028 og Jötunn 17026 frá Hvanneyri í Andakíl undan Úlla 10089 og Skuld 1539 Aðalsdóttur 02039.
Lesa meira

Fyrsti T137 hrúturinn fundinn á Stóru-Hámundarstöðum

Svo skemmtilega vill til að arfgerðin T137 hefur nú loks fundist í hrút. Hrútur þessi er frá bænum Stóru-Hámundarstöðum á Árskógsströnd við Eyjafjörð. Þar reka þau Snorri Snorrason og Brynja Lúðvíksdóttir myndar fjárbú en þau hafa u.þ.b. 350 kindur á vetrarfóðrum. Það er hrúturinn Austri 20-623 sem skartar þessari arfgerð en hann er hvítur að lit og hyrndur. Austri er hinn álitlegasti kynbótagripur og var sá hrútur búsins sem átti hvað öflugasta sláturlambahópinn sl. haust á búinu.
Lesa meira

Stefnumót - Um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði

Miðvikudaginn 30. mars bjóða Bændasamtökin, Landbúnaðarháskóli Íslands, Matís og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins bændum og öllum hagaðilum í landbúnaði til stefnumóts um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði. Stofnanirnar sem að viðburðinum standa munu flytja stutt erindi og svo opnum við á lifandi umræður um helstu áskoranir sem greinin stendur frammi fyrir og það hvar tækifærin liggja.
Lesa meira