Fóðurkostnaður kúabúa: Greining og leiðir til hagræðingar
29.04.2022
|
Fóðurkostnaður á kúabúum er mjög stór hluti af heildarkostnaði við rekstur búa og gefa niðurstöður úr verkefninu „Rekstur kúabúa 2017-2020“ til kynna að breytileiki í fóðuröflunarkostnaði sé mikill. Nauðsynlegt er að tengja jarðræktar- og fóðurráðgjöf betur við rekstrarafkomu og innleiða aukna vitund um mikilvægi góðs alhliða skýrsluhalds og nýtingu þess til bústjórnar. Bætt nýting aðfanga og framleiðslugripa er gríðarlega mikilvægur þáttur í að draga úr kolefnislosun í búrekstri og stuðlar að sjálfbærni landbúnaðar.
Lesa meira