Fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum janúar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn janúar, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöður skýrslnanna byggjast á skilum eins og þau voru að morgni hins 11. febrúar. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 487 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 122 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.433,0 árskúa á búunum 487 reyndist 6.345 kg eða 6.379 kg OLM
Lesa meira

Þjónustukönnun RML á Bændatorgi

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins leggur mikinn metnað í að veita bændum um allt land góða þjónustu og við leitum stöðugt leiða til að bæta ráðgjöf okkar enn frekar. Því hvetjum við bændur til að taka þátt í þjónustukönnun okkar sem er aðgengileg inni á Bændatorginu undir fréttum. Könnunin er stutt og ætti ekki að taka nema 3 til 4 mínútur að svara henni og niðurstöður er ekki hægt að rekja til einstakra svarenda. Það er okkur mjög mikils virði að fá sem flest svör til þess að við getum haldið áfram að efla og bæta ráðgjöf og þjónustu við bændur.
Lesa meira

Rekstur og afkoma íslenskra kúabúa

Út er komin skýrsla frá RML um rekstur og afkomuþróun kúabúa fyrir árin 2017-2020. Sú skýrsla er unnin út frá rekstrargögnum samtals 123 kúabúa af landinu öllu. Heildarmjólkurframleiðsla þátttökubúanna var um 27-29% af heildarinnleggi mjólkur á landsvísu. Það hlutfall, ásamt samanburði á gögnum frá fyrra ári, bendir til að gögnin gefi góða mynd af stöðu og þróun í greininni.
Lesa meira

Átaksverkefni – hvenær kemur sýnatökubúnaðurinn?

Nú er allt í fullum gangi við að undirbúa útsendingu á sýnatökubúnaði vegna átaksverkefnisins sem gengur út á að arfgerðagreina sauðfé m.t.t. hversu næmt það er fyrir riðusmiti og leita að verndandi arfgerðum.
Lesa meira

Hvaðan kemur ARR arfgerðin?

Í kjölfar þess að hin verndandi arfgerð príonpróteinsins (ARR) fannst í kindum á Þernunesi við Reyðarfjörð bárust böndin að Kambi í Reykhólasveit. Tengingin við Kamb er í gegnum kindina Njálu sem er frá Kambi og er formóðir allra sex gripanna sem báru ARR í Þernunesi og þar af móðir tveggja þeirra. Á Kambi voru tekin 45 sýni og var þar reynt að velja einstaklinga sem höfðu sem mestan skyldleika við Njálu.
Lesa meira

Líklega hefur enginn sæðingastöðvahrútur borið ARR arfgerð

Það er óhætt að segja að heimsmyndin hafi breyst við það að fundist hafi hér kindur sem bera hina svokölluðu ARR arfgerð príonpróteinsins eða með öðrum orðum að breytileikinn sem táknaður er sem R fannst í sæti 171. Búið var að leita markvist að þessari arfgerð fyrir aldamótin í rannsókn sem gerð var á Keldum. Í framhaldi af þessum rannsóknum er farið að skoða sæðingahrútana skipulega og þeir greindir og niðurstaðan birt m.a. í hrútaskrá. Á árunum 1999 til 2003 var þó aðeins leitað í sætum 136 og 154, þar sem áhættuarfgerðin og lítið næma arfgerðin finnst,
Lesa meira

1. febrúar nálgast – Ert þú búinn að panta arfgerðargreiningu fyrir þínar kindur?

Þeir sem hafa hug á því að vera með í átaksverkefninu – riðuarfgerðargreiningar 2022, þurfa að panta í síðasta lagi 1. febrúar til að eiga möguleika á því að fá úthlutaðar niðurgreiddar arfgerðargreiningar. Það er Þróunarsjóður sauðfjárræktarinnar sem styrkir þetta verkefni og gerir það mögulegt að hægt sé að bjóða hverja greiningu á 850 kr án vsk.
Lesa meira

Hýsingin fyrir dkBúbót uppfærð

Lesa meira

Ársuppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar 2021

Niðurstöður úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar hafa nú birst á vef okkar og einnig í Bændablaðinu. Hér fylgja greinarnar sem þar birtust lítið breyttar, um mjólkurframleiðsluna fyrst en um kjötframleiðsluna á eftir.
Lesa meira

Breytingar á reyndum nautum í notkun

Að loknu ársuppgjöri nautgriparæktarinnar var keyrt nýtt kynbótamat og að þessu sinni var um nokkra tímamótakeyrslu að ræða. Í fyrsta skipti var allt mat keyrt í einu ferli í einu og sama forritinu sem að styttir keyrslutíma mikið og flýtir ferlinu. Um leið voru gerðar ákveðnar breytingar sem hafa tiltölulega lítil áhrif en einhver í einstaka tilvikum.
Lesa meira