Fréttir

Fóðurkostnaður kúabúa: Greining og leiðir til hagræðingar

Fóðurkostnaður á kúabúum er mjög stór hluti af heildarkostnaði við rekstur búa og gefa niðurstöður úr verkefninu „Rekstur kúabúa 2017-2020“ til kynna að breytileiki í fóðuröflunarkostnaði sé mikill. Nauðsynlegt er að tengja jarðræktar- og fóðurráðgjöf betur við rekstrarafkomu og innleiða aukna vitund um mikilvægi góðs alhliða skýrsluhalds og nýtingu þess til bústjórnar. Bætt nýting aðfanga og framleiðslugripa er gríðarlega mikilvægur þáttur í að draga úr kolefnislosun í búrekstri og stuðlar að sjálfbærni landbúnaðar.
Lesa meira

T137 finnst á Syðri-Haga, Árskógsströnd

Í dag komu niðurstöður úr arfgerðargreiningum á nokkrum kindasýnum sem sett höfðu verið í forgang. Sýnin voru frá Þernunesi, Stóru-Hámundarstöðum og Syðri-Haga. Þrjár kindur greindust með T137, allar á bænum Syðri-Haga á Árskógsströnd. Þessar þrjár kindur eru allar skyldar, tvær af þeim eru systur undan hrútnum Jerk 11-661 og er sú þriðja dótturdóttir hans. Kindurnar eru að mestu af heimakyni þó sæðingahrútar finnist í ættartrjám þeirra.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi

Lárus G. Birgisson ráðunautur hefur látið af störfum hjá RML eftir að hafa starfað sem ráðunautur samfellt í tæp 30 ár. Fyrstu fjögur árin starfaði Lárus sem ráðunautur hjá Búnaðarsamandi Snæfellinga. Eftir sameiningu búnaðarsambandanna á Vesturlandi starfaði hann hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands og að lokum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins frá stofnun árið 2013. Starfsfólk RML þakkar Lárusi gott samstarf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.
Lesa meira

Dreifing á tilbúnum áburði

Ýmsir þættir viðkomandi dreifingu tilbúins áburðar hafa áhrif á hve góð nýting hans verður, m.a. tímasetning dreifingar, aðstæður og ýmis atriði varðandi áburðardreifarann og notkun hans. Almennt er talið að besti dreifingartími tilbúins áburðar á vorin sé í byrjun gróanda þegar orðið er sæmilega þurrt um. Raki í jarðvegi er mikilvægur til þess að áburðarkornin renni út. Sé hann nægur kemur ekki að sök að dreifingin dragist eitthvað en mikilvægt er að missa ekki af rakanum í þurrum vorum.
Lesa meira

Niðurstöður jarðvegssýna

Nú hefur samantekt um niðurstöður jarðvegssýna verið uppfærð og sýnaniðurstöðum ársins 2021 bætt við. Hægt er að sjá samantektina í viðhangandi skjali neðst á síðunni. Gagnasafnið er nú komið í 2190 sýni sem öll eru tekin með 10 cm sýnatökudýpt. Þó er gagnasafnið fyrir sýrustigsmælingar stærra þar sem einstaka bændur óska eingöngu eftir mælingu á sýrustigi.
Lesa meira

Fréttir af sýnatökum og greiningum

Sauðfjárbændur eru spenntir fyrir niðurstöðum arfgerðagreininga en búið að greina 5.883 sýni af þeim 18.000 sem send hafa verið út til greiningar. Greiningar ganga heldur hægar en reiknað hafði verið með og er verið að skoða hvernig hraða megi þeirri vinnu.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum mars

Þegar áður nefndar niðurstöður voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 479 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 123 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.959,1 árskýr á búunum 479 reyndist 6.336 kg eða 6.329 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Bollastaðir, þátttakendur í Loftslagsvænum landbúnaði, hljóta landbúnaðarverðlaunin 2022

Landbúnaðarverðlaunin í ár hlutu Bollastaðir í Austur-Húnavatnssýslu en að búinu standa Borghildur Aðils og Ragnar Bjarnason. Verðlaunin voru afhent á Búnaðarþingi 2022 sem hafði yfirskriftina „framsýnn landbúnaður“. Aðrir verðlaunahafar voru lífrænt vottaða mjólkurvinnslan Biobú og Karólína Elísabetardóttir, sauðfjárbóndi. Svandís Svavarsdóttir afhenti verðlaunin en verðlaunagripurinn er hannaður af vöruhönnuðinum Ólínu Rögnudóttur fyrir íslenska hönnunarmerkið FÓLK.
Lesa meira

Fleiri ARR og T137 gripir fundnir á Þernunesi og Stóru-Hámundarstöðum

Á Þernunesi hefur markvist verið farið í gegnum hjörðina í leit að fleiri gripum með ARR arfgerðina. Í gær bárust niðurstöður úr greiningum á 136 sýnum frá búinu. Í hópnum fundust 5 nýir ARR gripir, allt ær. Þá eru ARR kindurnar orðnar 14 í það heila á búinu. Á Stóru-Hámundarstöðum var strax farið í að taka fleiri sýni úr ættingum Austra 20-623 sem er fyrsti hrúturinn sem fundist hefur hér á landi með arfgerðina T137.
Lesa meira

Stútfull dagskrá af spennandi efni – Fagþing sauðfjárræktarinnar 6. og 7. apríl

Þétt dagskrá er framundan á Fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldin er af Fagráði í sauðfjárrækt í samstarfi við RML, BÍ og Lbhí. Á morgun munu nokkrir erlendir sérfræðingar flytja erindi á netinu sem tengjast riðuveiki. Þar verður m.a. fjallað um fyrirliggjandi rannsóknir sem tengjast útrýmingu riðuveiki á Íslandi með ræktun þolnari stofna, sagt frá því hvernig mismunandi stofnar riðuveiki eru greindir og mælingar á þeirri vernd sem mismunandi arfgerðir veita. Þessi fundur hefst kl. 13:00 og fer eingöngu fram á netinu.
Lesa meira