Fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum apríl

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn apríl, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegisbilið þann 11. maí. Þegar áður nefndar niðurstöður voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 475 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 123 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.941,7 árskúa á búunum 475 reiknaðist 6.349 kg eða 6.337 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Kynbótasýningar - skráningar og staða mála

Skráningar á kynbótasýningar gengu vel í dag. Þegar þetta er skrifað er búið að skrá rúmlegar 1.000 hross á þær 12 sýningar sem eru í boði. Fjórar sýningar eru þegar fullar en það eru þessar sýningarnar:
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar - nýjustu fréttir

Opnað verður fyrir skráningar miðvikudaginn 11.maí kl:10:00 Unnið hefur verið hörðum höndum að því að koma skráningarkerfinu í lag. Rétt fyrir hádegi í dag voru keyrðar inn pantanir sem ekki höfðu skilað sér inn í kerfið vegna bilunar. Kerfið verður prufukeyrt í dag og á morgun til að koma í veg fyrir að viðskiptavinir lendi aftur í vandræðum með skráningar. Í viðleitni til að koma til móts við eigendur og knapa hrossa sem hafa hug á að mæta til dóms á þær sýningar sem þegar eru fullar, hefur sýningardögum á völdum sýningum verið fjölgað.
Lesa meira

Galli og Glæpon reynast gallagripir

Tvær vondar fréttir koma hér af sæðingastöðvahrútum. Annars vegar hefur það komið í ljós þegar sæðingahrúturinn Galli 20-875 frá Hesti var endurgreindur (þar sem skoða átti fleiri sæti á príongeninu en 136 og 154) að hann reynist arfblendinn fyrir áhættuarfgerð (V136). Því virðist vera að einhvers staðar í ferlinu, hvort sem það er við sýnatöku, merkingar eða greiningu – hafa orðið þessi mjög svo leiðu mistök og hann tekinn á sæðingastöð á röngum forsendum. Því má búast við að helmingur afkvæma Galla sem nú eru að fæðast vítt og breytt um landið beri áhættuarfgerð. Því er mikilvægt að þau afkvæmi Galla sem koma til álita næsta haust sem ásetningslömb séu arfgerðargreind þannig að áhættuarfgerðin sé ekki framræktuð.
Lesa meira

Vegna bilunar í skráningarkerfi fyrir kynbótasýningar – enn er unnið að viðgerð

Áætlað er að opna fyrir skráningar þriðjudaginn 10. maí en einnig er verið að kanna möguleika á að stækka þær sýningar sem ljóst er að aðsókn verður mikil í. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið viðskiptavinum okkar. Nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðu okkar á mánudagsmorgun.
Lesa meira

Myndband sem sýnir kröfur til hæstu einkunna

Kynbótadómaranefnd FEIF hefur gefið út myndband sem sýnir hvaða kröfur eru gerðar til hæstu einkunna mismunandi eiginleika sem sýndir eru í kynbótadómi. Tilgangur myndbandsins er að skýra út hvað farið er fram á fyrir hæstu einkunni í kynbótadómi.
Lesa meira

Nautaskra.is

Nautaskráin á netinu sem hefur verið með veffangið eða lénið nautaskra.net er nú komin með nýtt veffang sem er nautaskra.is. Við bendum notendum á að uppfæra hjá sér bókamerki/flýtileiðir í samræmi við það.
Lesa meira

Bilun í skráningarkerfi fyrir kynbótasýningar - unnið að viðgerð

Búið er að loka fyrir allar skráningar á kynbótasýningar vegna bilunar í pöntunarkerfi. Unnið er að viðgerð. Kerfinu hefur verið lokað og við getum í fyrsta lagi opnað það mánudaginn 9. maí n.k. Við biðjum fólk að sýna biðlund og RML biðst innilegrar afsökunar á þessum tæknilegu vandamálum. Frekari upplýsinga er að vænta á morgun, föstudag 6. maí.
Lesa meira

Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar vorsins 3. maí.

Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar þriðjudaginn 3. maí kl. 10:00. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en hér á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna á heimasíðu RML.
Lesa meira

Skrifstofur RML og skiptiborð lokað mánudaginn 2.maí

Skrifstofur og skiptiborð RML er lokað mánudaginn 2. maí. Við opnum aftur þriðjudaginn 3. maí. Sendið okkur tölvupóst á rml@rml.is og við höfum samband eins fljótt og kostur er. Bein netföng starfsmanna RML má jafnframt finna á heimasíðu okkar undir Starfsfólk. Á heimasíðu okkar má jafnframt finna ýmsar fréttir, upplýsingar og eyðublöð www.rml.is Bestu kveðjur, starfsfólk RML
Lesa meira