Fréttir

Viðurkenningar fyrir bestu nautin fædd 2014 og 2015 afhent

Viðurkenningar Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, fyrir bestu nautin í árgöngum 2014 og 2015, voru veittar við lok Búgreinaþing kúabænda í gær, föstudaginn 4. mars 2022. Besta nautið í árgangi 2014 var valið Hæll 14008 frá Hæl 1 í Eystrihreppi og Tanni 15065 frá Tannstaðabakka í Hrútafirði besta nautið í árgangi 2015. Ræktendur Hæls 14008 eru þau Bolette Höeg Koch og Sigurður Steinþórsson heitinn og tók Bolette við viðurkenningunni, ásamt dætrum þeirra Sigurðar, úr hendi Herdísar Mögnu Gunnarsdóttur formanns Deildar kúabænda. Ræktendur Tanna 15065 eru þau Guðrún Eik Skúladóttir og Óskar Már Jónasson og tók Guðrún Eik við viðurkennningunni.
Lesa meira

Fagþing nautgriparæktarinnar með breyttu sniði

Fagþing nautgriparæktarinnar 2022 verður með breyttu sniði. Í stað staðarfundar verður um að ræða röð stuttra fræðsluerinda á Teams í nokkrar vikur. Fundirnir verða á mánudögum frá kl. 12.00-12.30 utan að fyrsti fundurinn verður þriðjudaginn 15. mars. Til umfjöllunar verða málefni sem varða nautgriparæktina miklu núna og má þar nefna merkingamál, nýtingu áburðar og kölkun, áhrif sláttutíma, kynbótastarfið og afkomu greinarinnar. Dagskráin er eftirfarandi:
Lesa meira

Rekstur sauðfjárbúa 2018-2020

Út er komin skýrsla frá RML um rekstur og afkomuþróun sauðfjárbúa fyrir árin 2018-2020. Sú skýrsla er unnin út frá rekstrargögnum samtals 158 sauðfjárbúa af landinu öllu. Innlagt dilkakjöt þátttökubúanna var 21,4% af heildarframleiðslu dilkakjöts árið 2020. Það hlutfall, ásamt samanburði á gögnum frá fyrra ári, bendir til að gögnin gefi góða mynd af stöðu og þróun í greininni.
Lesa meira

Nú er hægt panta nautgripamerki til DNA-sýnatöku

Á undanförnum misserum hefur verið unnið að innleiðingu erfðamengisúrvals í íslenskri nautgriparækt. Einn liður í því er sýnataka úr kvígum en til þess að úrvalið virki er áframhaldandi og víðtæk sýnataka nauðsynleg. Fyrstu niðurstöður úr rannsóknum sýna að við náum ekki nægri framfaraaukningu nema fyrir arfgerðargreinda gripi. Það þýðir að við þurfum að taka sýni úr sem allra flestum kvígum. Sýnatakan mun nú færast í hendur bænda og verða með þeim hætti að sýni er tekið um leið og merki er sett í kvíguna.
Lesa meira

Rekstur sauðfjárbúa 2018-2020

Fimmtudaginn 24. febrúar nk. verður kynningarfundur um verkefni „Betri gögn – bætt afkoma“ sem unnið er í samstarfi RML, MAR og BÍ-deildar sauðfjárbænda. Á fundinum verður farið yfir helstu niðurstöður verkefnisins fyrir árin 2018 til 2020 ásamt nokkrum greiningum úr skýrsluhaldsgögnum sem snúa að bústjórnarlegum atriðum sauðfjárbúa.
Lesa meira

Kynbótamat fyrir mjólkurlagni uppfært

BLUP kynbótamat fyrir mjólkurlagni sauðfjár hefur verið uppfært og er nú aðgengilegt notendum í Fjárvís skýrsluhaldskerfinu.
Lesa meira

Þrjár ARR kindur bætast í hópinn á Þernunesi

Í dag komu niðurstöður úr arfgerðargreiningum á sýnum 95 kinda í Þernunesi. Þrjár ær bættust nú í hóp „gullklumpanna“ sem bera ARR arfgerðina. Eru því alls 9 kindur á bænum sem vitað er að bera þessa arfgerð. Tvær af þeim ám sem nú greindust eru hyrndar og eru þær því fyrstu hyrndu kindurnar sem finnast með ARR hér á landi. Allar eru þær arfblendnar fyrir arfgerðinni.
Lesa meira

Staðan í sýnatökum – átaksverkefni í riðuarfgerðargreiningum

Átaksverkefni í riðuarfgerðargreiningum er nú í fullum gangi. Fyrsta sending með sýnum er nú á leið til greiningar í Þýskalandi. Í þeirri sendingu eru sýni úr um 2.700 kindum. Aðalega eru þetta sýni úr kindum í Tröllaskagahólfi og Skagahólfi. Fyrstu niðurstöður eru væntanlegar eftir 2 til 3 vikur. Munu bændur fá tilkynningu í tölvupósti þegar þær verða komnar.
Lesa meira

Nýr starfsmaður

Ívar Ragnarsson hefur hafið störf hjá RML. Hann mun starfa sem ráðgjafi á Rekstrar- og umhverfissviði og er í 100% starfi. Starfsstöð hans er í Reykjavík. Við bjóðum Ívar velkominn til starfa hjá RML.
Lesa meira

Örmerkingar - munið að skila inn fyrir 1. mars

Rétt er að minna á að fyrir 10 mánaða aldur eiga öll folöld að vera grunnskráð og einstaklingsmerkt. Þeir sem enn eiga ómerkt folöld ættu að huga að því að láta merkja þau við fyrsta tækifæri. Ekki er innheimt gjald fyrir grunnskráningu á folöldum til 1. mars en eftir þann tíma kostar grunnskráningin 2.500 kr. Pappírar varðandi einstaklingsmerkingar á folöldum þurfa því að berast fyrir 1. mars nk. á skrifstofur RML. Merkingaraðilar ættu því að kanna hvort enn leynast blöð í örmerkjabókunum sem eftir er að skila inn til skráningar.
Lesa meira