Kynbótasýning sem vera átti á Sörlastöðum vikuna 15. til 19. ágúst fellur niður þar sem einungis 17 hross voru skráð. Haft verður samband við eigendur hrossanna og þeim boðið pláss á síðsumarssýningunni á Gaddstaðaflötum þessa sömu viku eða að fá sýningargjaldið endurgreitt.
Dreifing er hafin á sæði úr Angus-nautunum Jóakim 21403 og Jenna 21405 en þeir fæddust á einangurunarstöð NautÍs á Stóra-Ármóti í fyrra. Þeir, Jóakim 21403 og Jenni 21405, eru báðir undan Jens av Grani NO74061. Móðurfaðir Jóakims er Li’s Great Tigre NO74039 en móðurfaðir Jenna er Horgen Erie NO74029.
Til að verða við óskum Austfirðinga hefur verið ákveðið að bjóða upp á sýningu á Fljótsdalshéraði þann 22. ágúst sem lýkur með yfirlitssýningu 23. ágúst. Til að sýning verði haldin verða að nást að lágmarki 15 skráningar. Skráning er þegar hafin og er lokaskráningardagur föstudagurinn 12. ágúst.
Síðasti skráningardagur á síðsumarssumarssýningar er næstkomandi föstudagur 5. ágúst. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá hvaða sýningar eru í boði. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML www.rml.is en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna hér á heimasíðunni.
Yfirlitssýning miðsumarssýningar á Selfossi fer fram föstudaginn 29.júlí
Þá er hollaröðun klár og eins og fram kom í frétt fyrr í dag hefst hún stundvíslega kl. 08:00 á hryssum 7 vetra og eldri.
Hollaröðun má sjá hér að neðan :
Yfirlitssýning Miðsumarssýningar á Selfossi fer fram föstudaginn 29. júlí og hefst kl. 8:00. Hefðbundin röð flokka.
Hollaröð verður birt hér svo fljótt sem kostur er, seint í kvöld, en allir reiðdómar úrhellisdagsins 27. júlí verða keyrðir fram eftir kvöldi fimmtudags
Nú er búið að lesa inn í Fjárvís niðurstöður úr riðuarfgerðagreiningum fyrir allar kindur sem búið er að greina og hægt var að lesa niðurstöður inn fyrirhafnarlaust. Enn eiga eftir að koma upplýsingar úr sýnum sem þurft hefur að endurgreina og öllum sýnum sem fóru í greiningu eftir 20. maí.
Hægt er að sjá niðurstöður um arfgerðir í einstökum sætum en til frekari upplýsinga hefur verið sett upp litakerfi sem sem lýsir á einfaldan hátt næmi fyrir riðusmiti og hvernig skynsamlegt er að vinna með viðkomandi gripi í ræktunarstarfinu.
Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í júní, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegisbilið þann 21. júlí.