Fréttir

Nýr starfsmaður hjá RML

Elena Westerhoff hefur hafið störf hjá RML. Hún mun starfa sem ráðunautur á rekstrar- og umhverfissviði og er í 100% starfi. Starfsstöð hennar er á Akureyri.
Lesa meira

Röðun hrossa á sýningum vikuna 6. til 10.júní

Hollaröð fyrir kynbótasýningar vikuna 6. til 10. júní hefur verið birt hér á síðunni. Sýningarnar hefjast sem hér segir:
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti á Gaddstaðaflötum 25. maí

Yfirlitssýning fyrstu vorsýningar á Gaddstaðaflötum fer fram miðvikudaginn 25. maí og hefst klukkan 09:15. Hollaröð á yfirliti má nálgast hér fyrir neðan. Áætluð lok um klukkan 12:00.
Lesa meira

Hollaröð á kynbótasýningu á Hólum 1.-3. júní

Hollaröð fyrir kynbótasýninguna á Hólum í Hjaltadal vikuna 1. til 3. júní hefur verið birt hér á síðunni. Dómar hefjast stundvíslega miðvikudaginn 1. júní kl. 8:00. Alls eru 60 hross skráð á sýninguna. Sýningunni líkur með yfirlitssýningu föstudaginn 3. júní. Við viljum biðja knapa að mæta tímanlega svo hægt verið að halda tímasetningar sem best.
Lesa meira

Hollaröð á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum 30. maí til 4. júní

Hollaröð fyrir kynbótasýninguna á Gaddstaðaflötum vikuna 30. maí til 4. júní hefur verið birt hér á síðunni. Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 30. maí kl. 8:00. Alls eru 156 hross skráð á sýninguna. Sýningunni líkur með yfirlitssýningu laugardaginn 4. júní. Við viljum biðja knapa að mæta tímanlega svo hægt verið að halda tímasetningar sem best.
Lesa meira

Vorsýningar kynbótahrossa - síðasti skráningardagur er í dag

Lokað verður fyrir skráningar á allar sýningar vorsins á miðnætti í kvöld. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðu okkar. Einnig er að finna hér á síðunni leiðbeiningar um skráningarkerfið ásamt ýmsu öðru er við kemur hrossarækt, m.a. Vegvísi við kynbótadóma 2022. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Í töflunni hér að neðan má sjá á hvaða sýningum eru enn laus pláss þegar þetta er ritað.
Lesa meira

Ný stjórn RML

Stjórn Bændasamtaka Íslands skipaði nýja stjórn RML á fundi sínum þann 3. maí síðastliðinn. Stjórnarformaður er Björn Halldórsson bóndi í Engihlíð og er það í fyrsta skipti frá stofnun RML sem stjórnarformaður er ekki framkvæmdastjóri BÍ.
Lesa meira

Hollaröð á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum 23. - 25. maí

Hollaröð fyrir fyrstu kynbótasýningu vorsins hefur verið birt hér á síðunni. Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 23. maí kl. 9:00 á Gaddstaðaflötum. Alls eru 35 hross skráð á sýninguna. Sýningunni lýkur með yfirlitssýningu á miðvikudagsmorgun 25. maí. Við viljum biðja sýnendur að mæta tímanlega svo hægt verði að halda tímasetningar sem best. Að lokum er rétt að minna á að lokaskráningadagur á allar sýningar vorsins er næstkomandi föstudagur 20. maí.
Lesa meira

Af greiningu sýna – Átaksverkefni í arfgerðargreiningum

Hér koma nokkrir punktar varðandi stöðu á sýnatökum og greiningum sýna í gegnum átaksverkefni RML í arfgerðargreiningum á príonpróteini sauðfjár:
Lesa meira

Upptökur af kynningum um nýtingu á lífrænum efnum

Upptökur af kynningum sem voru haldnar dagana 29. mars til 12. apríl víðsvegar um landið um nýtingu á lífrænum (úrgangs)efnum við ræktun má nú finna á í gegnum tengla hér að neðan. Haldnir voru fundir víðsvegar um landið og sköpuðust góðar umræður. Á fundunum fjallaði ráðunauturinn Cornelis um ýmsar leiðir sem hægt er að nýta til að auka verðmæti lífræns efnis til fellur hjá einstaklingum, á býlum og í sveitarfélögum. Auk þessu skiptu jarðræktarráðunautarnir Eiríkur, Snorri og Þórey á milli sín fundarstöðum og vorum með erindi um notkun á lífrænu efni til áburðargjafar sem og til jarðvegsbóta.
Lesa meira