Arfgerðargreiningar - DNA sýnataka sauðfjár haustið 2022
17.08.2022
|
Opnað hefur verið fyrir pantanir vegna DNA sýnatöku úr sauðfé fyrir haustið 2022. Hægt er að panta hér í gegnum vef rml (sjá slóð hér neðst á síðunni). Meðfylgjandi er hagnýtar upplýsingar varðandi framkvæmd sýnatöku í haust. Til að markmið um snögga afgreiðslu á greiningum náist er mikilvægt að bændur panti með fyrirvara og skili síðan inn sýnum sem fyrst. Þeir sem panta til og með 25. ágúst verða í forgangi með að komast að í greiningu, ef þörf verður á því að forgangsraða. Einnig verður tekið tillit til þess í hvaða röð bændur hafa pantað, ef á þarf að halda við forgangsröðun.
Lesa meira