Ráðunautar RML fóru á samræmingarráðstefnu Norðurlandanna í byggingum og bútækni

Í lok apríl hittust um 35 ráðunautar/ráðgjafar frá Norðurlöndum á ráðstefnu til að skoða og ræða um það helsta á sviði bygginga- og bútækni. Ráðstefnan var haldin í Billund í Danmörku. Þrír ráðunautar RML fóru, Anna Lóa Sveinsdóttir, Ditte Clausen og Linda Margrét Gunnarsdóttir. Dögunum var skipt í fyrirlestra og heimsóknir. Sýnt var frá heimsóknunum á Snapchat-reikningi RML.

Aðalumfjöllunarefnið var kúabúskapur en einnig málefni tengd sjálfbærni, endurnýtingu, loftlagsmálum og tengsl þeirra við byggingarráðgjöf og velferð gripa. Einnig voru málefni endurnýjanlegrar orku áberandi, þá aðallega tengt hauggasi (Lífgas), sem einnig er hluti af endurnýtingu og sjálfbærni búa. Lítillega var rætt um svínaframleiðslu. Þrjú kúabú voru heimsótt ásamt rannsóknarfjósinu í Foulum og ein lífgasverksmiðja. Í meðfylgjandi viðhengi má finna samantektarpistil um málefni ráðstefnunnar.

Sjá nánar: 
Samantekt frá Nordisk Byggetræf 2022

/okg