Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Fagráð í nautgriparækt fundaði nú í morgun og tók ákvörðun um að setja eitt nýtt naut í hóp reyndra nauta í dreifingu. Um er að ræða Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum, undan Úranusi 10081 og Mósaik 1036 Skalladóttur 11023. Aðrar breytingar voru ekki gerðar á reyndum nautum í notkun. Nautsfeður til notkunar næstu mánuði verða óbreyttir að öðru leyti en því að Jötunn 17026 fellur út og í hans stað kemur Herkir 16069 inn sem nautsfaðir.
Óberon 17046 kemur til dreifingar við næstu áfyllingar í kútum frjótækna eða á næstu vikum.
Upplýsingar um þessi naut hafa verið uppfærðar og nýtt nautaspjald er einnig tiltækt á nautaskra.is.