Kartöflumygluspá – Veðurstöð RML í Þykkvabæ

Ný sjálfvirk og sólardrifin veðurstöð var sett upp í Þykkvabæ í ágúst og tengd við mygluspárkerfið Euroblight. Kerfið miðar að því að auðvelda bændum að verjast kartöflumyglu, draga úr kostnaði við úðun og kortleggja útbreiðslu kartöflumyglu. Þetta er afurð verkefnisins Mygluspá fyrir kartöflubændur sem RML hefur unnið í sumar í samstarfi við Aarhus Universitet og BJ-Agro í Danmörku.

Sjá nánar: 
Mygluspá byggð á veðurgögnum úr Þykkvabæ

/okg