Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Út er komin skýrsla frá RML um rekstur og afkomuþróun sauðfjárbúa fyrir árin 2019-2021. Sú skýrsla er unnin út frá rekstrargögnum samtals 185 sauðfjárbúa af landinu öllu. Innlagt dilkakjöt þátttökubúanna var 25,6% af heildarframleiðslu dilkakjöts árið 2021. Það hlutfall, ásamt samanburði á gögnum frá fyrra ári, bendir til að gögnin gefi góða mynd af stöðu og þróun í greininni.
Öllum þátttakendum er þakkað kærlega fyrir þátttöku í verkefninu. Nýir þátttakendur eru boðnir velkomnir, mikilvægi þessa verkefnis fer stöðugt vaxandi í kjarabaráttu sauðfjárbænda.
Samantekt skýrslunnar:
• 185 bú skiluðu inn rekstrargögnum fyrir árin 2019 - 2021. Þau standa að baki 25,6% af dilkakjötsframleiðslu í landinu. Meðalbúið hefur 485 skýrslufærðar kindur og framleiðir 23,1 kg dilkakjöts á hverja vetrarfóðraða kind.
• Niðurstöðurnar sýna að afkoma íslenskra sauðfjárbúa er að meðaltali óviðunandi en breytileiki milli búa er nokkuð mikill. Það byggir að hluta á greiðslumarkseign þeirra og en einnig afurðasemi, bústærð, tekjusamsetningu og ólíkri kostnaðardreifingu.
• Helstu tækifæri sauðfjárbænda liggja í aukinni afurðasemi og lægri breytilegum kostnaði á hvert framleitt kíló dilkakjöts. Munurinn á breytilegum kostnaði efsta og neðsta þriðjungs eru tæplega 350 kr/kg árið 2021.
• Merki eru um bætta afkomu árið 2021 en þau tengjast að nokkru leiti álagsgreiðslum vegna COVID-19, en að mestu leiti tekjum af öðru en sauðfjárrækt.
• Varhugavert er að tala um hagnað sauðfjárbúa þegar launakostnaður er úr takt við vinnuframlag rekstursins.
• Hefði afurðaverð dilkakjöts haldið í við almenna verðlagsþróun frá 2014 til 2021, hefði meðalafurðaverð átt að vera 726 kr/kg en var þess í stað 532 kr/kg.
• Framleiðslukostnaður dilkakjöts er að meðaltali 1.269 kr/kg árið 2021. Mikil breytileiki er eftir stærð búa og fer hann stiglækkandi með aukinni stærð búa.
• Framleiðslukostnaður dilkakjöts að meðtöldum fjármagnsliðum og afskriftum er 1.540 kr/kg árið 2021.
• Miðað við 40 stunda vinnuviku er ársverk á sauðfjárbú rúmlega 315 kindur.
• Miðað við meðalatvinnutekjur á Íslandi 2021, 564 þúsund krónur á mánuði eru mánaðarlaun sauðfjárbú aðeins 47% af meðallaunum í landinu.
• Miðað við meðalatvinnutekjur árið 2021 þyrfti 500 kinda sauðfjárbú að geta greitt 900 þúsund krónur í mánaðarlaun að teknu tilliti til vinnuframlags við hvert ársverk.
• Framleiðsla á hvern grip fer minnkandi eftir því sem reksturinn verður fjölbreyttari og tekjur koma frá fleiri liðum.
• Nauðsynlegt er því að tryggja rekstrarumhverfi sérhæfðra sauðfjárbúa þannig að beinar tekjur af framleiðslu sauðfjárafurða standi undir eðlilegri launakröfu, nauðsynlegum fjárfestingum, tæknivæðingu og nýliðun.
Sjá nánar:
Rekstur sauðfjárbúa 2019-2021