Fréttir

Framlengdur skráningarfrestur á Fjórðungsmót á Stekkhólma - til miðnættis 2. júlí

Frestur til skráninga á kynbótasýningu á Fjórðungsmóti á Stekkhólma hefur verið framlengdur til miðnættis sunnudagsins 2. júlí. Stefnt er að því að dæma fimmtudaginn 6. júlí og yfirlit á föstudeginum 7. júlí.
Lesa meira

Síðasti skráningardagur á kynbótasýningu FM2023 - sunnudaginn 25. júní.

Síðasti skráningardagur á kynbótasýninguna sem verður í tengslum við Fjórðungsmótið á Stekkhólma er á miðnætti sunnudaginn 25. júní. Skráning og greiðsla fer fram hér á heimasíðu RML. Reiknað er með að dæmt verið dagana 5. og 6. júlí og yfirlitssýning verði föstudaginn 7. júlí.
Lesa meira

Röð hrossa á yfirliti á Rangárbökkum 23. júní

Yfirlit síðustu viku vorsýninga á Rangárbökkum fer fram föstudaginn 23. júní og hefst stundvíslega kl. 09:00. Röð hrossa má nálgast í gegnum tengil hér neðar. Áætluð lok sýningar um kl. 14:50-15:05. (Ath. reiknað er með að hvert holl taki um 13,5mín. í keyrslu).
Lesa meira

Röð hrossa á yfirliti á Selfossi 22. júní

Hér að neðan má nálgast hollaröð fyrir yfirlitssýningu á Selfossi, fimmtudaginn 22. júní. Yfirlitið hefst stundvíslega kl. 8:00 og áætluð lok eru um kl. 13:00.
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti - Hólar seinni vika

Hér má sjá hollaröðun á yfirlitssýningu kynbótahrossa sem fer fram á Hólum fimmtudaginn 22.06.2023. Sýningin hefst stundvíslega kl. 8:30
Lesa meira

Ný og endurbætt Heiðrún sett í loftið í dag

Nú hefur verið lokið við aðskilnað Heiðrúnar og Fjárvís og Heiðrún komin í loftið sem sjálfstæður gagnagrunnur og skýrsluhaldskerfi. Með uppfærðri og sjálfstæðri Heiðrúnu vonumst við til að koma betur til móts við þarfir geitfjárbænda í skýrsluhaldinu. Líkt og í öðrum skýrsluhaldskerfum þarf að fara í gegnum Bændatorg til að skrá sig inn í Heiðrúnu en kerfið er nú staðsett á slóðinni www.heidrun.is. Nánar verður fjallað um uppfærða Heiðrúnu í næsta Bændablaði. 
Lesa meira

Kynbótasýning á Hólum 21.06.-22.06. - hollaröðun

Kynbótasýning fer fram á Hólum dagana 21.06. og 22.06. n.k. (miðvikudagur og fimmtudagur) - 34 hross eru skráð til dóms og verður dæmt á miðvikudaginn 21.06. Yfirlit fer fram fimmtudaginn 22.06. og hefst kl. 8:30 Hér má sjá hollaröðun fyrir sýninguna
Lesa meira

Veðurmælingar og mygluspá fyrir kartöflubændur

RML starfrækir nú þrjár sjálfvirkar veðurstöðvar sem tengdar eru við mygluspárkerfi Euroblight í Danmörku. Stöðvarnar eru staðsettar í Þykkvabæ, Eyjafirði og Hornafirði nærri ræktunarsvæðum kartöflubænda. Með mygluspánni geta bændur fylgst með mygluhættu jafnóðum og þannig beitt markvissari og öruggari vörnum gegn kartöflumyglu.
Lesa meira

Opnir bændafundir um riðuveiki með alþjóðlegum sérfræðingum

Næstkomandi miðvikudag, þann 21. júní, verða haldnir tveir opnir bændafundir í Varmahlíð í Skagafirði þar sem fjallað verður um rannsóknir á riðuveiki. Fundirnir eru haldnir í tengslum við komu hóps erlendra vísindamanna til landsins. Sérfræðingarnir koma víðsvegar að og mæta hér til lands til að taka þátt í formlegum startfundi í alþjóðlegu rannsóknarverkefni (ScIce) um riðuveiki í sauðfé á Íslandi.
Lesa meira

Hólar - hollaröðun á yfirliti 16.06. - hefst kl. 08:00

Hér má sjá hollaröðun á yfirlitssýningu kynbótahrossa sem fram fer á Hólum, föstudaginn 16.06. Sýningin hefst stundvíslega kl. 08:00
Lesa meira