Fréttir

Bústólpi lækkar verð á kjarnfóðri

Á vef Bústólpa, www.bustolpi.is kemur fram að fyrirtækið hafi lækkað verð á kjarnfóðri um allt að 5%. Lækkunin tók gildi þann 6. maí. Ástæða lækkunarinnar er sögð hagstæð þróun gengis og lækkun á hráefnum.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu í Víðidal 13.-14. maí

Sýningin í Víðidal í Reykjavík hefst mánudaginn 13. maí kl. 07:50 með mælingum, dómar hefjast kl. 08:00. Yfirlitssýning verður síðan þriðjudaginn 14. maí og hefst kl. 09:30.
Lesa meira

Kynbótasýning Sörlastöðum í Hafnarfirði 21.-24. maí

Kynbótasýning fer fram á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 21. til 24. maí. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira

Fóðurblandan lækkar kjarnfóðurverð

Fóðurblandan hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að tilbúið fóður lækki um allt að 5% frá og með deginum í dag, 6. maí 2013. Lækkunin er mismikil eftir tegundum. Ástæðan er að sögn fyrirtækisins styrking íslensku krónunnar og lækkun á hráefnum til fóðurgerðar erlendis.
Lesa meira

Skráningarfrestur framlengdur á kynbótasýningu á Akureyri 16.-17. maí

Kynbótasýning fer fram á félagssvæði Léttis á Akureyri dagana 16. og 17. maí næstkomandi ef næg þátttaka fæst. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira

RML á Sunnlenska sveitadeginum

Sunnlenski sveitadagurinn stendur nú yfir á Selfossi en hann hófst kl. 12.00 og stendur fram til kl. 17.00 á athafnasvæði Jötuns véla og Vélaverkstæði Þóris við Austurveg. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er að sjálfsögðu á staðnum með kynningu á starfsemi sinni. Fjöldi fólks er á svæðinu enda margt að sjá og gera.
Lesa meira

Skráningarfrestur framlengdur á kynbótasýningu í Víðidal 13.-14. maí

Skráningarfrestur á kynbótasýninguna í Víðidal dagana 13. og 14. maí hefur verið framlengdur til miðnættis á sunnudag 5. maí. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Opnað var fyrir skráningar á allar kynbótasýningar vorsins þann 15. apríl síðastliðinn.
Lesa meira

Bændur hvattir til að tryggja sér nægan áburð og fræ

María Svanþrúður Jónsdóttir, ráðunautur RML sendi bændum á Norðurlandi bréf nú í morgun fyrir hönd ráðunauta RML, þar sem hún hvetur menn til að láta vita hafir þeir áhyggjur af því að heyforði þeirra nægi ekki framúr eftir þennan langa gjafavetur.
Lesa meira

Kynbótasýning Selfossi - röð hrossa

Sýningin á Selfossi hefst á þriðjudeginum 7. maí kl. 10:15 með mælingum, dómar hefjast kl. 10:30. Þar sem aðeins 13 hross eru skráð ætti dómum að vera lokið um kl. 15:00. Yfirlitssýning verður síðan miðvikudaginn 8. maí og hefst kl. 10:00. Hér fyrir neðan má sjá röðun hrossanna.
Lesa meira

Lífland lækkar verð á kjarnfóðri um 4-5%

Lífland hefur gefið út nýjan verðlista á tilbúnu fóðri sem tekur gildi í dag, 1. maí. Lækkun er á öllum fóðurtegundum frá fyrri verðlista og nemur hún að lágmarki 4%. Lækkunin er mismunandi eftir tegundum en mest nemur hún 5%.
Lesa meira