Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Í næstu viku verða fundir í fundarröð Fagráðs um málefni hestamanna á Suðurlandi og í Reykjavík.
Fundirnir verða haldnir á eftirtöldum stöðum og hefjast kl 20:00.
Þriðjudaginn 25. feb. í Fákaseli (Ölfushöllinni) í Ölfusi.
Miðvikudaginn 26. feb. í Félagsheimili Fáks í Víðidal.
Með fulltrúum fagráðs, þeim Sveini Steinarssyni formanni Félags hrossabænda og fagráðs og Gunnfríði Elínu Hreiðarsdóttur ritara fagráðs, verður Haraldur Þórarinsson formaður Landsbands hestamannafélaga og munu þau verða frummælendur fundanna.
Hestamenn og hrossaræktendur eru hvattir til að fjölmenna á fundina og nýta tækifærið til að kynna sér starfsemina í greininni, leita upplýsinga hjá forystunni og leggja sitt til málanna.