Fréttir

Áburðarráðgjöf á Vesturlandi

Stór hluti verkefna margra ráðunauta síðan rétt fyrir áramót hefur verið fólginn í því að aðstoða bændur við val á áburðartegundum og magni í samræmi við aðstæður á hverjum stað. Mikilvægt er að skilgreina vel mismunandi áburðarþarfir túna svo að búfjáráburður og tilbúinn áburður nýtist sem best.
Lesa meira

25.-26. febrúar: Fundir fagráðs um málefni hestamanna

Í næstu viku verða fundir í fundarröð Fagráðs um málefni hestamanna á Suðurlandi og í Reykjavík. Fundirnir verða haldnir á eftirtöldum stöðum og hefjast kl 20:00. Þriðjudaginn 25. febr. í Fákaseli (Ölfushöllinni) í Ölfusi. Miðvikudaginn 26. febr. í Félagsheimili Fáks í Víðidal.
Lesa meira

Breytingar á vali nautsmæðra og kúaskoðun

Fagráð í nautgriparækt hefur að venju haft ýmis mál varðandi framkvæmd ræktunarstarfsins í nautgriparæktinni til umræðu. Ráðið hefur nú ákveðið að gera nokkrar breytingar sem eru til þessa fallnar að gera vinnu við kynbótastarfið hagkvæmari og skilvirkari. Þar ber fyrst að nefna val á nautsmæðrum en við skilgreiningu á þeim verður nú notast við aðaleinkunn í stað afurðaeinkunnar. Nú verður lágmark í afurðaeinkunn nautsmæðra miðað við 108, jafnframt verður gerð sú krafa á nautsmæður að þær hafi að lágmarki 100 í kynbótaeinkunn fyrir mjaltir og að lágmarki 90 í kynbótaeinkunn fyrir fitu.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. febrúar var búið að skila skýrslum janúarmánaðar frá 93% búanna sem nú eru skráð í skýrsluhaldið en þau eru 581. Reiknuð meðalnyt 21.175,6 árskúa var 5.652 kg síðastliðna 12 mánuði.
Lesa meira

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóli Íslands í samstarf

Þriðjudaginn 4. febrúar var undirritað samkomulag um samstarf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóla Íslands um þætti sem snerta endurmenntun, kennslu og ýmiss brýn verkefni á sviði ráðgjafar og nýsköpunar í landbúnaði.
Lesa meira

Áburðarráðgjöf á Suðurlandi

Eitt helsta verkefni ráðunauta þessa dagana er að leiðbeina bændum við val á áburði og oftar en ekki endar sú ráðgjöf á því að útbúin er áburðaráætlun í Jörð.is. Mikilvægt er að forsendur áburðaráætlunar séu sem bestar og því þurfa bændur og ráðunautar að leggja saman krafta sína svo áætlunin verði sem best.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds í sauðfjárrækt 2013

Um helgina rann út skilafrestur í skýrsluhaldinu í sauðfjárræktinni vegna ársins 2013. Um helmingur bænda var búinn að skila inn gögnum í lok nóvember og síðustu vikur hefur það sem uppá vantaði verið að skila sér inn.
Lesa meira

Starfsmenn RML virkir í veffræðslu LK

Veffræðsla Landssambands kúabænda hefur nú verið í gangi frá því í október 2012. Veffræðslan snýst um að koma fræðsluefni út til bænda með nýstárlegum hætti, á fyrirlestraformi heim til hvers og eins. Miðað er við stutta og hnitmiðaða fyrirlestra sem eingöngu eru aðgengilegir á vefnum, þ.e. notendurnir spila fyrirlestrana í tölvum sínum líkt og “myndbönd”.
Lesa meira

Örmerkinganámskeið

Námskeið í örmerkingum hrossa eru haldin á vegum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins eins oft og þurfa þykir. Sá háttur er hafður á að setja áhugasama á lista og þegar listinn telur á bilinu 10-20 manns er haldið námskeið.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi

Nú um síðustu áramót lét Ingvar Björnsson ráðunautur af störfum hjá RML. Ingvar hóf störf sem ráðunautur hjá Búgarði ráðgjafaþjónustu á Norðausturlandi árið 2003 þar sem hans helstu verkefni vörðuðu ráðgjöf í jarðrækt og búrekstri. Ingvar starfaði á árinu 2013 hjá RML en síðla á því ári fluttist hann, ásamt fjölskyldu sinni, búferlum að Hólabaki í Húnavatnssýslu þar sem hann stundar nú búskap og sinnir fleiri verkefnum.
Lesa meira