Fréttir

Ráðgjöf í framræslu og jarðrækt

Næstu daga, nánar tiltekið miðvikudaginn 23. apríl, fimmtudaginn 24. apríl og föstudaginn 25. apríl verður Kristján Bjarndal ráðunautur staddur á Suðausturlandi, meðal annars við skurðamælingar. Ef bændur á þessu svæði hafa hug á að nýta sér þjónustu hans geta þeir haft samband við hann beint í síma 896-6619.
Lesa meira

Fræðslufundur um gras- og grænfóðurrækt og beit mjólkurkúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins efnir til fræðslufundar um gras- og grænfóðurrækt og beit mjólkurkúa miðvikudaginn 23. apríl nk., síðasta vetrardag. Fundurinn hefst kl. 13:30 í húsakynnum LbhÍ á Hvanneyri, nánar tiltekið í fundarsalnum Borg á 2. hæð til hægri í Ásgarði.
Lesa meira

Fyrirhuguð kynbótasýning hrossa á Sauðárkróki 24.-25.apríl fellur niður

Ekki náðist tilskilinn lágmárksfjöldi á fyrirhugaða sýningu á Sauðárkróki og fellur hún því niður. Nánari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu RML þriðjudaginn 22. apríl n.k.
Lesa meira

Kynbótamat sauðfjár 2014

Kynbótamat sauðfjár hefur nú verið uppfært miðað við niðurstöður skýrsluhaldsins árið 2013. Uppfært mat er aðgengilegt á Fjárvísi. Við endurútreikninginn núna voru grunnhópar kynbótamatsins skilgreindir á sama veg fyrir alla eiginleika. Þannig þýðir einkunnin 100 núna meðalkynbótamat fyrir gögn síðustu 10 ára eða frá 2004-2013. Breytingarnar eru óverulegar fyrir dætraeiginleikana, frjósemi og mjólkurlagni þar sem grunnhópar fyrir þá voru áður skilgreindir á sama hátt.
Lesa meira

Fræðslufundir um fóðrun mjólkurkúa

Minnum á áður auglýsta fræðslufundi um fóðrun mjólkurkúa. Fundirnir hafa verið haldnir af RML undanfarna daga og enn eru þrír fundir eftir. Á fundunum er farið yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða, aukningu verðefna í mjólk og fóðuráætlanagerð.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar við lok mars 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í mars 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar urðu til á miðnætti aðfararnótt 11. apríl var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 94% þeirra 579 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.399,1 árskýr síðastliðna 12 mánuði var 5.655 kg.
Lesa meira

Verð og framboð á sáðvöru og grasfræblöndum

Vakin er athygli á að nýir listar yfir verð og framboð á sáðvöru og grasfræblöndum hafa nú verið birtir hér á á heimasíðu RML. Í nýju listunum eru upplýsingar um allt fræ og blöndur sem eru til sölu ásamt verði sem og upplýsingum sem liggja fyrir um viðkomandi yrki í nýjasta Nytjaplöndulista Landbúnaðarháskóla Íslands.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Í dag 7. apríl var opnað fyrir skráningar á allar kynbótasýningar vorsins þannig að nú er um að gera að drífa í að skrá. Skráning og greiðsla fara fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að fara inn á skráningarsíðuna hér í gegnum heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, www.rml.is en á forsíðunni er valmöguleikinn „skrá á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa - breytt dagsetning

Fræðslufundi um fóðrun mjólkurkúa sem var áður auglýstur þann 10. apríl verður frestað til mánudagsins 14. apríl. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum LbhÍ á Hvanneyri og hefst kl. 13.00. Á fundinum verður farið yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða, aukningu verðefna í mjólk og fóðuráætlanagerð.
Lesa meira

Hrútaverðlaun sauðfjársæðingastöðvanna 2014

Við lok aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda voru veitt verðlaun sæðingastöðvanna fyrir besta lambaföðurinn starfsárið 2012-2013 og fyrir mesta alhliða kynbótahrútinn 2014. Faghópur sauðfjárræktar ákveður hvaða hrútar eru valdir ár hvert. Ás 09-877 frá Skriðu fékk verðlaun sem besti lambafaðirinn og Kjarkur 08-840 frá Ytri-Skógum fékk verðlaun sem mesti alhliða kynbótahrúturinn.
Lesa meira