Fréttir

Breyting á sýningaröð kynbótasýninga 2014

Að ósk Sörlamanna í Hafnarfirði og með samþykki Sleipnismanna á Selfossi, samþykkir Fagráð í hrossarækt að sýningastaðirnir víxli áætluðum sýningadögum sínum á komandi vori. Þar með verði sýningahald svo dagsett eftir breytinguna:
Lesa meira

Breytt vægi vöðva og fitu - Fréttir af fundi fagráðs í sauðfjárrækt

Á fundi fagráðs í sauðfjárrækt sem haldinn var fimmtudaginn 23. janúar sl. var samþykkt að vægi gerðar og fitu í heildareinkunn fyrir kjötgæði yrði jafnað og hvor eiginleiki hefði því 50% vægi.
Lesa meira

Áburðaráætlanagerð í fullum gangi

Ráðunautar RML eru þessa dagana að aðstoða bændur við val á áburði enda hafa nú allir áburðarsalarnir birt framboð og verð. Ráðgjöfin er sniðin eftir þörfum hvers og eins en yfirleitt er um að ræða áburðaráætlanagerð í Jörð.is þar sem áburðarþarfir túnanna eru skilgreindar eins vel og hægt er.
Lesa meira

Ársuppgjör - niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2013

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2013 hafa verið reiknaðar og birtar á vef okkar. Þeir framleiðendur sem skiluðu afurðaupplýsingum á árinu voru 584 en á síðasta ári voru þeir 587. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 22.509,1 árskýr skilaði 5.621 kg nyt að meðaltali. Það er hækkun um 15 kg frá árinu 2012 en þá skiluðu 22.879 árskýr meðalnyt upp á 5.606 kg.
Lesa meira

Mikil eftirspurn eftir ráðgjöf á sviði bygginga og bútækni

Næg verkefni eru hjá RML á nýju ári. Á dögunum var Unnsteinn Snorri Snorrason bygginga- og bútækniráðunautur á ferðinni í Austur-Skaftafellssýslu. Af því tilefni var haldinn fræðslufundur um fjósbyggingar á fjósloftinu hjá Eiríki og Elínu á Seljavöllum í Nesjum og var meðfylgjandi mynd tekin á þeim fundi.
Lesa meira

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2013

Um alllangt skeið hefur verið stuðlað að því að bændur „skeri úr“ veturgömlu hrútunum á grunni afkvæmarannsókna m.t.t. skrokkgæða. Óhætt er að fullyrða að þar sem vel hefur verið að verki staðið hafa afkvæmarannsóknir skilað bændum ræktunarframförum í bættum vöðvavexti og minni fitu.
Lesa meira

Af sauðfjárskólanum

Nú er búið að halda tvo fundi af sjö í „Sauðfjárskóla RML“ sem er fundaröð fyrir sauðfjárbændur og er nú haldið úti á fjórum stöðum á Suðurlandi og á einum í Skagafirði. Alls eru 89 sauðfjárbú skráð í skólann og geta verið allt að þrír þátttakendur frá hverju búi. Skráðir þátttakendur eru 154, þar af 82 karlar og 72 konur og hefur fundasókn verið mjög góð.
Lesa meira

Breytingar á fagráði í hrossarækt

Fyrsti fundur fagráðs á árinu var haldinn þann 16. janúar en hann var jafnframt fyrsti fundur nýskipaðra fulltrúa. Í fagráði sitja fimm fulltrúar frá Félagi hrossabænda og þrír fulltrúar frá Bændasamtökum Íslands. Sveinn Steinarsson, nýr formaður Félags hrossabænda, tók við af Kristni Guðnasyni fráfarandi formanni.
Lesa meira

Nú er rétti tíminn til að gera áburðaráætlanir

Nú hafa flestir áburðarsalar birt lista yfir áburðarúrval og verð og eru þær upplýsingar komnar inn í jörð.is. Þegar litið er yfir lista tegunda sem eru í boði getur oft verið úr vöndu að ráða að velja rétta tegund miðað við aðstæður á hverjum stað. Þar sem áburðarkaup eru í flestum tilfellum stór kostnaðarliður á búum er afar mikilvægt að vandað sé til verka við val á áburðartegundum.
Lesa meira

Vægi fitu og próteins í verði mjólkur til bænda jafnt frá 1. jan. 2014

Stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði ákvað á fundi sínum í desember s.l. að leita staðfestingar verðlagsnefndar búvöru á því að breyta vægi efnaþátta í lágmarksverði meðalmjólkur á þann hátt að það yrði jafnt í stað 25% á fitu og 75% á próteini áður. Verðlagsnefnd hefur nú staðfest þessa breytingu og frá og með 1. janúar 2014 er því vægi fitu og próteins í mjólk jafnt við verðlagningu mjólkur til bænda.
Lesa meira