Fréttir

Greiðslumark mjólkur lækkaði verulega í verði milli markaða

Niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark í mjólk 1. apríl 2014 hafa verið birtar á vef Matvælastofnunar. Jafnvægisverðið reyndist 260 kr. fyrir hvern lítra mjólkur. Alls bárust Matvælastofnun 32 tilboð um kaup eða sölu á greiðslumarki og var framboðið magn 1.891.961 lítrar en boðið var í 71.784 lítra. Kauphlutfall viðskipta reyndist 48,76%.
Lesa meira

Fræðslufundir RML um fóðrun og beit mjólkurkúa

Í vikunni 17. – 21. mars var norskur fóðurfræðingur, Jon Kristian Sommerseth í heimsókn hjá RML. Heimsóknin var fyrst og fremst liður í því að styrkja fóðurráðgjöf fyrirtækisins en einnig var tækifærið notað til að halda tvo bændafundi þar sem Jon var með erindi ásamt ráðunautum RML.
Lesa meira

Auknar afurðir - grunnráðgjöf í sauðfjárrækt

Ráðgjafarpakki í sauðfjárrækt sem nefnist, „Auknar afurðir “, stendur nú sauðfjáreigendum til boða. Þetta er grunnráðgjöf fyrir sauðfjárbændur til að fá betri sýn yfir þróun afurða sauðfjár á eigin búi. Ráðgjöfin er í stuttu máli þannig að ráðunautur gerir yfirlitsskýrslu um þróun afurða á búinu nokkur ár aftur í tímann þar sem niðurstöður skýrsluhalds eru tengdar við krónur og meðalafurðaverð frá liðnu hausti.
Lesa meira

Guðfinna Lára Hávarðardóttir komin til starfa

Guðfinna Lára Hávarðardóttir hefur hafið störf hjá RML. Hún mun einkum starfa við fóðrunarráðgjöf og hafa starfsaðstöðu á Selfossi. Guðfinna kemur í stað Hrafnhildar Baldursdóttur sem komin er í fæðingarorlof. Best er að hafa samband við Guðfinnu til að byrja með í gegnum netfangið hennar glh@rml.is.
Lesa meira

Til þátttakenda í nautakjötsverkefni RML

Þessa dagana er unnið að greiningu rekstrargagna ársins 2013. Þegar gögn hafa borist munu ráðunautar hafa samband við þá bændur sem taka þátt í verkefninu og ræða gögnin og í framhaldinu gera rekstrargreiningu. Til þess að þetta sé hægt þurfa rekstrargögn ársins 2013 að berast sem fyrst.
Lesa meira

Auðhumla mun greiða fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk á næsta ári

Aðalfundur Landssambands kúabænda stendur nú yfir á Hótel Sögu í Reykjavík en hann hófst kl. 10 í morgun. Á fundinum lýsti Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu svf., því yfir að félagið muni greiða fullt afurðastöðvaverð fyrir alla innvegna mjólk á árinu 2015.
Lesa meira

Skýrsluhald í sauðfjárrækt 2013 - meðalverðslíkan

Uppgjöri sauðfjárræktarinnar fyrir árið 2013 lauk að mestu fyrir mánuði síðan. Í mörg ár hefur einungis tíðkast að birta niðurstöður þess sem afurðir eftir kind, reiknaðar í kílóum kjöts. Nú hafa skýrsluhaldsgögnin verið greind með meðalverðslíkani til að skoða áhrif einstakra þátta á meðalverð og þá afurðir, taldar í krónum eftir hverja vetrarfóðraða á.
Lesa meira

Áttu stóðhest sem ætlunin er að fara með á kynbótasýningu?

Þá er rétt að huga tímalega að því að taka DNA-sýni úr honum og foreldrum hans því stóðhestar fá ekki dóm nema að hafa sannað ætterni. Hægt er að panta sýnatöku í síma 516-5000 eða senda tölvupóst á rml@rml.is. Þó svo búið sé að taka stroksýni úr nös á stóðhesti þarf einnig að taka blóðsýni úr honum ef hann er 5 vetra eða eldri. Blóðsýni eru geymd en stroksýnum er hent um leið og þau hafa verið greind.
Lesa meira

Gæðastýrt afurðaskýrsluhald nautgriparæktarinnar - kýrsýnaskil

Nú er fyrsti fjórðungur ársins 2014 senn á enda. Ef mjólkurframleiðendur ætla að tryggja sér rétt til þess að fá greitt gæðastýringarálag fyrir þann fjórðung þurfa þeir að hafa skilað sýnum úr mjólk einstakra kúa (kýrsýnum) tvívegis á þeim tíma. Einnig þurfa allar mjólkurskýrslurnar að hafa skilað sér 10. dags mánaðarins eftir mælingarmánuð.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa - Egilsstöðum

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa verður haldinn í Fjóshorninu á Egilsstöðum þriðjudaginn 1. apríl kl. 13.00. Farið verður yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða og meiri verðefna í mjólk. Sérstök áhersla verður lögð á sumarbeit og nýtingu grænfóðurs.
Lesa meira