Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Nú er heyskapartíð hafin eða að hefjast á öllu landinu og uppskerutölur fara að berast. Vorið 2014 hefur skráð sig í sögubækurnar fyrir góða tíð, þau bregðast víst ekki árin sem enda á fjórum, segja þeir.
Ólík er þessi vorkoma þeirri síðustu og má sjá það í veðurfarsgögnum. Hér fylgir tafla yfir hita- og úrkomumeðaltöl frá árinu 2000 fyrir þrjár veðurstöðvar Norðaustanlands. Fyrir þá sem muna vorkomuna síðustu ár má glögglega sjá hve miklu munar um hverja gráðu, þegar grösin og gróðurinn hefja sína sprettutíð. Vorið 2013 var leiðinlegt, enda meðalhiti apríl-maí 1,3 gráðum lægri á Akureyri en vorið áður og 1,8 gráðum lægri en meðaltal áranna 2000-2009. Í ár er hitinn 1,1 gráðu hærri en meðaltal sömu ára og 2,9 gráðum hærri en í fyrra. Það munar um minna. Svipaða sögu er að segja af hinum tveimur stöðvunum, Mánárbakka og Grímsstöðum.
En hvaða máli skiptir hitastigið fyrir uppskeruna?
Almennt er talið að grös þurfi 4°C lofthita að lágmarki, til að spretta. Þetta hitastig er kannski 3°C en allavega sjáum við að það munar gríðarlega hvort hitastigið er 2,5°C eða 4°C. En jarðvegurinn þarf líka að hlýna eftir að hafa frosið um veturinn til þess að hann geti farið að miðla næringarefnum til grasanna, því skiptir hitastigið í apríl/maí máli til að jörðin sé búin undir sprettutíð grasanna. Þessi áhrif koma berlega í ljós þegar við skoðum hitafarstölur síðasta árs og nú í ár, en hitinn í apríl/maí var nú 2,9 °C hærri á Akureyri, 3,8 °C hærri á Grímsstöðum og 2,7°C hærri á Mánárbakka. Munurinn á slæmu og mjög góðu vori er því ekki nema um 2-3 °C, sem er kannski lítið en samt svo gríðarlega mikið, þannig að útlitið er gott, hvernig heyskapartíðin verður kemur svo í ljós.
Meðalhiti, °C, apríl -maí |
||||||
2000-2009 |
2010 |
2011 |
2012 |
2013 |
2014 |
|
Akureyri |
4,5 |
4,0 |
5,4 |
4,0 |
2,7 |
5,6 |
Grímsstaðir |
1,5 |
0,7 |
2,3 |
0,6 |
-1,7 |
2,1 |
Mánárbakki |
3,4 |
2,7 |
4,5 |
2,6 |
1,8 |
4,5 |
Meðalúrkoma, mm, apríl-maí |
||||||
2000-2009 |
2010 |
2011 |
2012 |
2013 |
2014 |
|
Akureyri |
23,5 |
29,8 |
34,8 |
19,3 |
73,5 |
69,0 |
Grímsstaðir |
26,4 |
27,9 |
24,6 |
22,7 |
30,6 |
15,9 |
Mánárbakki |
47,9 |
35,1 |
39,5 |
30,9 |
59,5 |
23,9 |
sþg/okg