Fréttir

Þjónusta fyrir sauðfjárbændur

Sauðfjárræktarráðunautar RML hafa undanfarið unnið að gerð nokkurra ráðgjafarpakka í sauðfjárrækt. Fyrsti pakkinn sem er þjónustupakki hefur nú litið dagsins ljós, en markmið hans er að veita bændum grunnþjónustu á hagstæðu verði sem bæði felur í sér faglegar leiðbeiningar og aðstoð eða vöktun við ýmislegt sem bændur þurfa að standa skil á.
Lesa meira

Aðilaskipti að greiðslumarki í mjólk nú leyfð þrisvar á ári

Í lok síðustu viku gaf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra út breytingu á breytingu á reglugerð nr. 190/2011 um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum. Í breytingunni felst að markaðsdögum er fjölgað í þrjá á ári, frá og með yfirstandandi verðlagsári. Þannig verða tveir markaðsdagar fyrir aðilaskipti innan verðlagsársins, þann 1. apríl og 1. september, og einn markaðsdagur fyrir aðilaskipti sem taka gildi á næsta verðlagsári, þann 1. nóvember.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa

Fræðslufundur RML um fóðrun mjólkurkúa verður haldinn á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd miðvikudaginn 19. mars kl. 13.00. Farið verður yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða og meiri verðefna í mjólk. Sérstök áhersla verður lögð á sumarbeit og nýtingu grænfóðurs.
Lesa meira

Einstaklingsmerkingar hrossa

Samkvæmt reglugerð um merkingar búfjár skulu öll hross vera örmerkt og ásetningsfolöld skal örmerkja við hlið móður fyrir 10 mánaða aldur. Nú ætti því að vera búið að merkja öll ásetningsfolöld. Örmerkingamenn eru hvattir til að skila örmerkjablöðum inn sem allra fyrst eftir að þeir hafa örmerkt. Of mikið er um það að örmerkjablöð skili sér seint inn til skráningar. Lítið gagn er í óskráðu örmerki! Of mörg dæmi eru um það að ekki hafi tekist að hafa upp á eigendum hrossa í óskilum vegna þess að örmerkið sem í þeim finnst er hvergi skráð.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar við lok febrúar 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar við lok febrúar 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. mars var búið að skila skýrslum fyrir febrúarmánuð frá 95% þeirra 582 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.551 árskýr var 5.643 kg síðastliðna 12 mánuði.
Lesa meira

Upplýsingar um síðustu ungnautin fædd árið 2012

Nú eru upplýsingar um sex ungnaut til viðbótar komnar á vef nautaskrárinnar, www.nautaskra.net. Þetta eru síðustu ungnautin fædd árið 2012, sem sæði úr kemur til dreifingar og telur árgangurinn þá 26 naut. Sæði úr þessum nautum kemur til dreifingar innan skamms. Nautin sem um ræðir að þessu sinni eru Gandálfur 12081 frá Keldudal í Hegranesi, undan Kola 06003, Eldar 12089 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi, undan Stássa 04024, Sjarmi 12090 frá Hrepphólum í Hrunamannahreppi, undan Kola 06003, Prúður 12091 frá Neðri-Torfustöðum í Miðfirði, undan Birtingi 05043, Dúett 12097 frá Egilsstaðakoti í Flóa, undan Birtingi 05043 og Polki 12099 frá Brúnastöðum í Flóa, undan Kola 06003.
Lesa meira

Hollenskur paprikuráðunautur í heimsókn

Í fyrstu viku mars (4.-7.) kom hollenski paprikuráðunauturinn Chris Verberne í sína fyrstu heimsókn af fjórum hingað til lands þetta árið. Hann hefur verið íslenskum paprikuræktendum innan handar til fjölda ára. Garðyrkjuráðunautar RML fóru með honum í heimsóknir í Borgarfjörðinn, á Suðurland og norður í land. Almennt séð litu plöntur vel út hjá bændum og voru nánast allir búnir að planta út í húsin hjá sér.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa

Fræðslufundur RML um fóðrun mjólkurkúa verður haldinn í Þingborg í Flóa þriðjudaginn 18. mars kl. 13.30. Farið verður yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða og hærri verðefna í mjólk. Sérstök áhersla verður lögð á sumarbeit og nýtingu grænfóðurs.
Lesa meira

Til notenda bókhaldsforritsins dkBúbótar

Skattframtal einstaklinga var opnað á vefnum skattur.is föstudaginn 7. mars. Framtalsuppfærsla dkBúbótar er væntanleg um viku síðar og verður send notendum með skráð netföng með tölvupósti um leið og hún er tilbúin og jafnframt send í fjölföldun á geisladiskum og dreift með landpósti í kjölfarið.
Lesa meira

Notkun dýralyfja í búfé

Á vef Matvælastofnunar má lesa frétt um notkun dýralyfja fyrir búfé. Þar er fjallað um mikilvægi þess að rétt sé staðið að því að gefa dýrum lyf og þá fjallað sérstaklega um búfénað sem gefur af sér afurðir til manneldis. Vandamál tengd lyfjaþoli örvera eru sífellt að aukast en hægt er að minnka líkur á að lyfjaleifar finnist í dýraríkinu og draga úr líkum á fjölgun lyfjaþolinna örvera með því að sýna ábyrgð í lyfjanotkun.
Lesa meira