Fréttir

Framleiðsluaukning síðasta árs borin uppi af fjölgun kúa

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir árið 2014 hafa nú verið birtar og ekki hægt að segja annað en að þær beri nokkurn keim af þeim framleiðsluaðstæðum sem kúabændur búa nú við. Á síðasta ári jókst mjólkurframleiðsla á landinu um 8,6% milli ára og nam samtals 133,5 milljónum lítra sem er mesta innvigtun á einu ári um áratuga skeið. Á yfirstandandi ári er ljóst að gera þarf enn betur en greiðslumark mjólkur nemur nú 140 milljónum llíta sem er nærri 5% meira en framleiðsla síðasta árs. Í árslok var framleidd mjólk til sölu í 629 fjósum og meðalinnlegg á bú með innlegg allt árið nam 213.489 lítrum. Til þess að ná 140 milljóna lítra innleggi verða þessi 629 bú að framleiða 222.576 lítra að meðaltali eða 4,3% meira en meðalbúið framleiddi á síðasta ári. Það er í sjálfu sér ekki auðvelt ef aukning síðustu ára er höfð í huga en alls ekki ómögulegt.
Lesa meira

Búseta í sveit

Búseta í sveit heitir verkefni sem hefur verið unnið hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins undanfarið ár. Verkefnið er í umsjá Guðnýjar Harðardóttur og var unnið með styrkveitingu frá Framleiðnisjóði Landbúnaðarins. Vegna ályktunar frá Búnaðarþingi 2013 sem var í þá veru að efla skyldi ráðgjöf varðandi ábúendaskipti á bújörðum var ráðist í þetta verkefni. Meginmarkmið verkefnisins var að þróa ráðgjöf vegna ættliðaskipta og upphafs búrekstrar.
Lesa meira

Ársuppgjör - niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2014

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2014 hafa verið reiknaðar og birtar á vef okkar. Þeir framleiðendur sem skiluðu afurðaupplýsingum á árinu voru 579 en á síðasta ári voru þeir 584. Virkir skýrsluhaldarar voru 575 við lok ársins 2014 og skýrsluskil voru 99% þegar gögnin voru tekin út á síðastliðnu miðnætti, aðfaranótt 23.janúar. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 23.861,3 árskýr skiluðu 5.721 kg nyt að meðaltali.
Lesa meira

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir starf garðyrkjuráðunautar

Garðyrkjuráðunautur veitir alhliða og markvissa ráðgjöf í garðyrkju og ylrækt með það að markmiði að stuðla að aukinni framleiðni, hagkvæmni og eflingu þessarar mikilvægu greinar landbúnaðarins. Við leitum eftir einstaklingi sem hefur mikinn áhuga á garðyrkju og er tilbúinn til þess að setja sig vel inn í starfsumhverfi greinarinnar
Lesa meira

Opið hús hjá starfsstöð RML á Hvanneyri

Nú stendur yfir opið hús hjá RML á starfsstöðinni á Hvanneyri, að Hvanneyrargötu 3. Í húsinu eru ásamt RML sex önnur fyrirtæki eða stofnanir, Búnaðarsamtök Vesturlands, Matvælastofnun, Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Vesturlandsskógar, Landgræðsla ríkisins og Skorradalshreppur.
Lesa meira

Niðurstöður afkvæmadóms nauta fæddra 2008

Niðurstöður afkvæmadóms nauta sem fædd voru árið 2008 hafa verið birtar og eru aðgengilegar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Að venju er þar að finna tölulegar niðurstöður úr kúaskoðun á dætrum þessara nauta, efnahlutföll, frumutölu, niðurstöður mjaltaathugunar, kynbótamat og lýsingu á dætrahópunum.
Lesa meira

Opið hús hjá RML á Hvanneyri 22. janúar frá kl. 15.00 - 18.00

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) er með starfsstöðvar víðs vegar um landið. Starfsstöðin á Hvanneyri er ein þeirra og er til húsa að Hvanneyrargötu 3. Í því húsi eru 7 fyrirtæki eða stofnanir með starfsemi sína ásamt RML. Þessi fyrirtæki bjóða á opið hús fimmtudaginn 22. janúar n.k. frá kl. 15.00-18.00. Starfsmenn RML verða á svæðinu og taka á móti gestum og kynna þeum starfsemina. Við hvetjum þá sem eiga heimangengt til að koma við á Hvanneyrargötunni í létt kaffispjall.
Lesa meira

Fundaröðinni „Sauðfjárskólanum“ lokið á Suðurlandi og í Skagafirði

RML hefur staðið fyrir fræðslufundum um sauðfjárrækt, sem ganga undir nafninu Sauðfjárskólinn og hófst þetta starf undir merkjum RML í nóvember 2013. Fyrstu hóparnir luku Sauðfjárskólanum um mánaðarmótin nóvember – desember síðastliðinn. Þessir hópar voru í Árnessýslu, Rangárvallasýslu, Vestur-Skaftafellssýslu, Austur-Skaftafellssýslu og Skagafirði.
Lesa meira

Niðurstöður heyefnagreininga og jarðvegsefnagreininga á Jörð.is

Niðurstöður heyefnagreininga frá BLGG sem er samstarfsaðili RML í Hollandi og niðurstöður jarðvegsefnagreininga frá LbhÍ eru núna aðgengilegar á Jörð.is. Mikilvægt er að nýta allar efnagreininganiðurstöður eins vel og mikið og mögulegt er og nýta þannig sem best það sem til hefur verið kostað.
Lesa meira

Námskeið fyrir nýja kynbótadómara í hrossarækt

Námskeið fyrir nýja kynbótadómara í hrossarækt verður haldið á vegum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) í febrúar. Af því tilefni auglýsum við eftir áhugasömum einstaklingum. Þær kröfur sem gerðar eru um menntun eru BS-gráða í Búvísindum, Hestafræði eða Reiðmennsku og Reiðkennslu og að umsækjendur hafi lokið áfanga í kynbótadómum.
Lesa meira