Fréttir

Kynbótasýning á Blönduósi 18.-21. maí

Kynbótasýning fer fram á Blönduósi dagana 18.-21. maí, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira

Kynbótasýning á Sörlastöðum - munið að síðasti skráningardagur er föstudagurinn 8. maí

Kynbótasýning fer fram á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 18.-21. maí, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira

Leiðbeiningamyndbönd - FJARVIS.IS

Útbúin hafa verið nokkur kennslumyndbönd sem taka á helstu atriðum varðandi vorskráningu í Fjárvís og þau atriði sem notendur hafa mest spurt um síðustu vikurnar. Fleiri myndbönd verða útbúin seinna á árinu. Ef menn gefa sér tíma til að horfa á öll þessi myndbönd eiga menn að geta skráð vorupplýsingar 2015 í kerfið án hjálpar.
Lesa meira

Fréttabréf fóðurhóps RML komin á vefinn

Fóðurhópur RML sendir mánaðarlega frá sér fréttabréf til bænda sem eru í ráðgjafarpökkunum Stabba og Stæðu, auk þeirra sem eru áskrifendur að Norfor með eigin aðgang. Nú eru þessir fréttapistlar komnir hér inn á heimasíðu RML fyrir alla sem áhuga hafa á fóðrun nautgripa og fóðuröflun.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Í dag var opnað á skráningar á allar kynbótasýningar vorsins. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hér í gegnum heimasíðuna www.rml.is en á forsíðunni hægra megin er valmyndin „skrá á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Krafa um DNA-sýni úr hryssum

Í vor verður þess krafist að búið verði að taka DNA-sýni úr öllum hryssum sem mæta til kynbótadóms. Ef það er ekki búið verður ekki hægt að skrá þær til sýningar. Í fyrstu verður einungis gerð krafa um að búið sé að taka stroksýnið og að það hafi verið skráð í WF. Niðurstöður úr greiningu þurfa ekki að liggja fyrir.
Lesa meira

Ungfolaskoðanir og fyrirlestur á Fljótsdalshéraði

Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá RML, verður á ferðinni á Fljótsdalshéraði þriðjudaginn 5. maí. Boðið verður upp á ungfolaskoðanir þennan dag og tekur Einar Ben Þorsteinsson á móti skráningum í síma 896-5513.
Lesa meira

Um rýgresi og repju

Við hjá RML fengum eftirfarandi pistil frá Ríkharð Brynjólfssyni prófessor hjá LbhÍ, þar sem hann fer m.a. yfir niðurstöður tilrauna á grænfóðuryrkjum frá síðasta sumri.
Lesa meira

Vangaveltur um nautakjötsframleiðslu

Í komandi bændablaði, þann 16. apríl 2015, verður birtur pistill um nautakjötsframleiðslu. Mikil sóknarfæri eru til staðar í þeirri búgrein en í meginatriðum eru góð fóðrun og aðbúnaður forsendur þess að gripur nái að skila því sem ætlast er til út frá þeim markmiðum sem bóndinn setur sér.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í mars 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir mars eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 13. apríl var búið að skila skýrslum fyrir marsmánuð frá 94% þeirra 578 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 23.020,4 árskúa á fyrrnefndum 94% búanna, var 5.749 kg sl. 12 mánuði.
Lesa meira