Skýrsluhald í sauðfjárrækt 2014
27.02.2015
Uppgjöri sauðfjárræktarinnar fyrir árið 2014 er lokið þó enn eigi eftir að birta ýmis gögn hér á heimasíðunni. Fyrir ári síðan voru niðurstöður skýrsluhaldsins í fyrsta skipti birtar þannig að afurðir væru reiknaðar í krónum talið eftir hverja vetrafóðraða á. Það er gert aftur núna en með aðeins breyttri aðferð þar sem reiknað er meðalverð á hverju búi út frá verðskrá sláturleyfishafa í viku nr. 40 haustið 2014, að teknu tilliti til geymslugjalds og gæðastýringarálags. Jafnframt eru niðurstöður fyrir einstakar bústærðir á landinu reiknaðar óháðar meðalverði.
Lesa meira