Fréttir

Hrútaskráin 2014-15 væntanleg - komin á vefinn

Loks hillir undir að "jólabók" sauðfjárræktenda líti dagsins ljós en hún er væntanleg úr prentun um miðja næstu viku eða rétt fyrir kynningarfundi búnaðarsambandanna um hrútakost sauðfjársæðingastöðvanna. Fundirnir hefjast eins og auglýst hefur verið fimmtudaginn 20. nóvember n.k. Fyrir þá sem eru orðnir spenntir og geta alls ekki beðið verður vefútgáfan sett hér á vefinn um eða rétt upp úr kl. 8.00 í fyrramálið.
Lesa meira

Umsóknir um lán eða styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 470/1999 um sama efni.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í október 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir októbermánuð eru orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. nóvember var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 92% þeirra 577 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.811,4 árskúa á fyrrnefndum búum, síðastliðna 12 mánuði, var 5.763 kg
Lesa meira

Sæðingastöðvahrútar 2014-2015

Nú liggur fyrir hvaða hrútar verða á sæðingastöðvunum næsta vetur og hvernig þeir skiptast milli stöðvanna. Frekari upplýsingar um hvern og einn bíða svo hrútaskrár sem kemur út um miðjan nóvember.
Lesa meira

Skoðun hrútlamba og afkvæmarannsóknir fyrir sæðingastöðvar haustið 2014

Niðurstöður úr skoðun sona sæðingastöðvahrútanna haustið 2014 hafa verið teknar saman fyrir allt landið. Jafnframt hefur verið tekið saman yfirlit um afkvæmarannsóknir sem unnar voru fyrir sæðingastöðvarnar núna í haust.
Lesa meira

Styrkir vegna afkvæmarannsókna í sauðfjárrækt

Líkt og undanfarin ár geta bændur fengið styrk út á afkvæmarannsóknir á hrútum en verkefnið er styrkt af fagfé sauðfjársamnings. Skilyrðin eru eftirfarandi: Í samanburðinum þurfa að vera a.m.k. 5 veturgamlir hrútar (fæddir 2013). Sjálfsagt er að hafa eldri hrúta með í uppgjörinu ef þeir eru samanburðarhæfir.
Lesa meira

Sauðfjárskólinn á Vesturlandi, Vestfjörðum og Reykjanesi

Allir sauðfjárbændur á svæðinu frá Reykjanesi til Vestfjarða eiga að hafa fengið bréf snemma í október þar sem þeim er boðið að taka þátt í námskeiðinu Sauðfjárskólanum sem RML stendur fyrir. Skráningar standa yfir og hefur skráningarfrestur verið framlengdur til mánudagsins 3. nóvember.
Lesa meira

Nýir sæðishrútar 2014-2015

Vali sæðishrúta er lokið þetta árið. Alls verða 21 nýr hrútur á stöðvunum næsta vetur. Á næstu dögum munu nánari upplýsingar um dóma lamba í haust birtast hér á heimasíðunni sem endar svo með útgáfu hrútaskrárinnar um miðjan nóvember.
Lesa meira

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt

Eitt af skilyrðunum fyrir þátttöku í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu er að hafa sótt undirbúningsnámskeið. Fyrirhugað er að halda slík námskeið dagana 10. – 14. nóvember nk. Fjöldi og staðsetning námskeiða verða ákveðin með tilliti til þátttöku.
Lesa meira

Ný nautaskrá og ungnautaspjöld komin í dreifingu

Nautaskrá Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands er komin úr prentun og er í dreifingu með hefðbundnum hætti þessa dagana. Skráin er að þessu sinni með aðeins breyttu sniði á þann veg að þau naut sem áður hafa verið í skrá eru ekki kynnt jafnítarlega og þau sem ekki hafa verið í nautaskrá áður. Þannig eru „eldri“ nautin nú þrjú á síðu meðan að þau nýrri fá heilsíðu hvert að venju. Þá er útlit skráarinnar uppfært og fært til nútímalegra horfs að segja má. Við vonum að skráin nýtist vel við val á nautum til notkunar í vetur.
Lesa meira