Landssamtök sauðfjárbænda og dýralæknar leita skýringa á vanhöldum í sauðfé

Að undanförnu hefur vaknað nokkur umræða um vanhöld á sauðfé. Skýringin virðist ekki einföld og dýralæknar sem starfa hjá Matvælastofnun hafa fengið undanþágu frá verkfalli til þess að koma að málinu, m.a. með töku blóðsýna svo leita megi orsakanna. Landssamtök sauðfjárbænda (LS) hafa á vef sínum óskað eftir upplýsingum frá bændum svo átta megi sig á umfanginu. Ráðunautar RML taka að sjálfsögðu vel á móti þeim sem leita ráðgjafar í þessu efni sem öðrum. Á vef LS www.saudfe.is má finna nánari umfjöllun.