Fréttir

Mikilvægt að fylgjast með ástandi jarðvegs

Síðustu ár hefur dregið verulega úr því að bændur taki jarðvegssýni til að kanna næringarástand jarðvegsins og aðstæður til vaxtar og fyrir vikið byggja menn áburðaráætlanir sínar oft á veikum grunni. Mikilvægt er að snúa þessari þróun við og efla á ný þennan mikilvæga þátt í bústjórninni.
Lesa meira

Villa á ungnautaspjöldum 13001-13031

Á ungnautaspjöldum fyrir naut á númerabilinu 13001-13031 slæddist inn sú meinlega villa að Gimsteinn 13028 sé undan Birtingi 05043. Hið rétta er að hann er undan Vindli 05028 og leiðréttist það hér með um leið og beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Ætterni hans er rétt á nautaskra.net.
Lesa meira

Jarðræktar- og fóðurráðunautar funda

Síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag hittust jarðræktar- og fóðurráðunautar til skrafs og ráðagerða og undirbjuggu ráðgjafarstarfið næstu misserin. Margs konar verkefni, sem miða að því að aðstoða bændur við ná betri árangri í búrekstrinum, eru í gangi eða eru að fara af stað.
Lesa meira

Dagatal sauðfjárdóma 2014

Verið er að leggja lokahönd á niðurröðum lambadóma miðað við þær pantanir sem hafa borist. Upplýsingar birtast undir Dagatali sauðfjárdóma 2014 um leið og þær eru tilbúnar.
Lesa meira

Kynbótamat sæðishrúta 2014

Kynbótamat sæðishrúta sem voru í notkun veturinn 2013-2014 hefur verið sett hér á heimasíðuna ásamt stuttri umfjöllun um kynbótamat hvers og eins hrúts.
Lesa meira

Hollaröð yfirlitssýningar á Gaddstaðaflötum föstudaginn 22. ágúst

Yfirlitssýningin fer fram föstudaginn 22. ágúst og hefst stundvíslega kl. 8:00. Sjá hollaröð hér undr meðfylgjandi slóð.
Lesa meira

Heysýnataka á Norðurlandi

Um daginn var birt hér á heimasíðunni skipulag fyrir heysýnatöku á Suðurlandi og nú er komið að Norðlendingum. Reiknað er með að heysýnataka á Norðurlandi hefjist á morgun og verði með eftirfarandi hætti:
Lesa meira

Yfirlit síðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum

Yfirlitssýningin fer fram föstudaginn 22. ágúst og hefst kl. 8:00. Röð flokka verður hefðbundin, byrjað á hryssum 7v og eldri. Hollaröð og nánari tímasetningar verða birtar eftir að dómum lýkur fimmtudagskvöldið 21. ágúst; þó liggur þegar fyrir að ekki verða aðrir flokkar á yfirliti fyrir hádegi á föstudeginum en hryssur 7v og eldri og hluti af 6v hryssum.
Lesa meira

Kynbótamat fyrir frjósemi uppfært

Búið er að uppfæra kynbótamat fyrir frjósemi hjá sauðfé, en gögn frá vorin 2014 sem búið var að skrá í gagnagrunninn um mánaðarmótin júlí/ágúst náðu inn í útreikninginn. Haustbækur fara í prentun núna í vikunni og fara berast til bænda um og uppúr næstu helgi.
Lesa meira

Upplýsingar um fyrstu nautin fædd 2013

Nú eru upplýsingar um fyrstu óreyndu nautin fædd 2013 og sæði úr fer til dreifingar, komnar á nautaskra.net. Um er að ræða 11 naut sem sæði úr kemur til dreifingar á næstu dögum í og á Vestfjörðum, Húnavatnssýslum, Eyjafirði, Suður-Þingeyjarsýslu og Austur-Skaftafellsýslu. Sæði úr þeim kemur svo til dreifingar á öðrum svæðum jafnharðan og dreifingu á sæði úr óreyndum nautum vindur fram þar.
Lesa meira