Fréttir

Niðurstöður afkvæmadóms nauta fæddra 2008

Niðurstöður afkvæmadóms nauta sem fædd voru árið 2008 hafa verið birtar og eru aðgengilegar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Að venju er þar að finna tölulegar niðurstöður úr kúaskoðun á dætrum þessara nauta, efnahlutföll, frumutölu, niðurstöður mjaltaathugunar, kynbótamat og lýsingu á dætrahópunum.
Lesa meira

Opið hús hjá RML á Hvanneyri 22. janúar frá kl. 15.00 - 18.00

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) er með starfsstöðvar víðs vegar um landið. Starfsstöðin á Hvanneyri er ein þeirra og er til húsa að Hvanneyrargötu 3. Í því húsi eru 7 fyrirtæki eða stofnanir með starfsemi sína ásamt RML. Þessi fyrirtæki bjóða á opið hús fimmtudaginn 22. janúar n.k. frá kl. 15.00-18.00. Starfsmenn RML verða á svæðinu og taka á móti gestum og kynna þeum starfsemina. Við hvetjum þá sem eiga heimangengt til að koma við á Hvanneyrargötunni í létt kaffispjall.
Lesa meira

Fundaröðinni „Sauðfjárskólanum“ lokið á Suðurlandi og í Skagafirði

RML hefur staðið fyrir fræðslufundum um sauðfjárrækt, sem ganga undir nafninu Sauðfjárskólinn og hófst þetta starf undir merkjum RML í nóvember 2013. Fyrstu hóparnir luku Sauðfjárskólanum um mánaðarmótin nóvember – desember síðastliðinn. Þessir hópar voru í Árnessýslu, Rangárvallasýslu, Vestur-Skaftafellssýslu, Austur-Skaftafellssýslu og Skagafirði.
Lesa meira

Niðurstöður heyefnagreininga og jarðvegsefnagreininga á Jörð.is

Niðurstöður heyefnagreininga frá BLGG sem er samstarfsaðili RML í Hollandi og niðurstöður jarðvegsefnagreininga frá LbhÍ eru núna aðgengilegar á Jörð.is. Mikilvægt er að nýta allar efnagreininganiðurstöður eins vel og mikið og mögulegt er og nýta þannig sem best það sem til hefur verið kostað.
Lesa meira

Námskeið fyrir nýja kynbótadómara í hrossarækt

Námskeið fyrir nýja kynbótadómara í hrossarækt verður haldið á vegum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) í febrúar. Af því tilefni auglýsum við eftir áhugasömum einstaklingum. Þær kröfur sem gerðar eru um menntun eru BS-gráða í Búvísindum, Hestafræði eða Reiðmennsku og Reiðkennslu og að umsækjendur hafi lokið áfanga í kynbótadómum.
Lesa meira

Námskeið í dkBúbót

Fyrirhugað er að halda námskeið í bókhaldskerfinu dkBúbót á næstu vikum fáist næg þátttaka. Áður en staðsetning og fyrirkomulag er ákveðið viljum við kanna áhuga notenda, hvaða staðsetningar henti best og hvers konar fyrirkomulag henti. Áhugasamir eru því beðnir um að svara könnun sem er hér á heimasíðunni fyrir 26. janúar næstkomandi.
Lesa meira

Breyting á verðskrá RML

Samkvæmt staðfestingu frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti frá 21. nóvember 2014 er Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) heimilt að innheimta að hámarki kr. 6000,- auk vsk fyrir vinnu við sérfræðistörf sem falla undir búnaðarlög, sbr. 7. gr. búnaðarlagasamnings dags. 28. september 2012 og 3. mgr. 3. gr. búnaðarlaga. Heimildin tók gildi þann 1. janúar 2015. Verðskrána má nálgast hér á vefnum undir flipanum starfsemi
Lesa meira

Bændur huga að áburðarkaupum

Þessa dagana eru margir bændur að huga að áburðarkaupum fyrir vorið. Eins og áður leita bændur mikið ráða hjá ráðunautum RML varðandi val á áburðartegundum og magni svo kaupin geti sem best verið í takti við áburðarþarfir túnanna, uppskeruvæntingar og raunhæf fjárútgjöld.
Lesa meira

dkBúbót - ný lög um virðisaukaskatt

Þann 1. janúar n.k taka gildi breytingar á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Vegna þessara breytinga þarf að uppfæra bókhaldskerfi, m.a. dkBúbót. Samkvæmt frétt sem birtist á heimasíðu Bændasamtaka Íslands www.bondi.is er nú unnið að uppfærslu á forritinu vegna þessara breytinga. Bændasamtök Íslands eru söluaðili kerfisins en ráðunautar RML veita viðskiptavinum ráðgjöf og aðstoð. Nánari upplýsingar verða birta á heimasíðu BÍ um leið og uppfærsla verður tilbúin.
Lesa meira

Sauðfjársæðingar 2014-2015

Fyrir rúmri viku síðan lauk sæðistöku hjá sauðfjársæðingarstöðvunum þetta árið. Alls voru sendir út um 44.000 sæðisskammtar núna í desember. Þó er ljóst að nýting á útsendu sæði verður talsvert lakari í ár en undanfarin ár þar sem veðurfar var oft rysjótt. Flugi víða um land var oft aflýst og eins var víða ófærð landleiðina. Meira var um pantanir á sæði en undanfarin ár. Ætla má að sæddar ær á landinu þetta árið séu á bilinu 26 – 28 þúsund.
Lesa meira