Fréttir

Upplýsingar um fyrstu naut úr 2014 árgangi

Upplýsingar um fyrstu óreyndu nautin úr árgangi 2014 sem koma til dreifingar eru komnar á vef nautaskráarinnar, nautaskra.net. Um er að ræða Brján 14002 frá Brjánsstöðum í Grímsnesi, Fót 14006 frá Búvöllum á Aðaldal, Myrkva 14007 frá Vestri-Reyni í Hvalfjarðarsveit, Hæl 14008 frá Hæli 1 í Skeiða- og Gnúpverjahr., Skrúð 14014 frá Hvammi á Galmaströnd, Skálda 14019 frá Skáldsstöðum í Eyjafirði, Kóral 14020 frá Fagurhlíð í Landbroti og Sæþór 14021 frá Kvíabóli í Köldukinn.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Akureyri 10.-12. júní

Kynbótasýning verður á Hlíðarholtsvelli á Akureyri dagana 10.-12. júní. Í meðfylgjandi frétt má sjá röðun hrossa á sýninguna. Yfirlitssýning verður föstudaginn 12. júní.
Lesa meira

Kynbótasýning á fjórðungsmóti Austurlands 2015

Dagana 2.-5. júlí verður verður fjórðungsmót Austurlands haldið á Stekkhólma. Fagráð í hrossarækt gaf í upphafi árs út lágmörk fyrir kynbótahross inn á kynbótasýningu mótsins og eru þau eftirfarandi:
Lesa meira

Hollaröð yfirlitssýningar á Mið-Fossum 5. júní

Hér að neðan má sjá hollaröðunina fyrir yfirlitssýningu á Mið-Fossum, sem hefst stundvíslega kl. 8:00. Áætluð lok sýningar eru um kl. 12:30.
Lesa meira

Hollaröð yfirlitssýningar á Stekkhólma á Héraði 5. júní

Hér að neðan má nálgast hollaröð yfirlitssýningar á Stekkhólma á Héraði, sem hefst stundvíslega kl. 9:00. Áætluð lok sýningar eru um kl. 11:00.
Lesa meira

Hollaröð yfirlitssýningar á Hellu 5. júní

Hér að neðan má nálgast hollaröð yfirlitssýningar fyrri viku á Gaddstaðaflötum, sem hefst stundvíslega kl. 9:00. Áætluð lok sýningar eru um kl. 14:40-15:00. Ath. að sú breyting hefur orðið á áður auglýstri dagskrá að 5v. folar (ásamt með eldri hestum) verða eftir hádegishlé.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Mið-Fossum 5. júní

Yfirlitssýning á Mið-Fossum fer fram föstudaginn 5. júní og hefst klukkan 8:00.
Lesa meira

Yfirlitssýning fyrri viku á Gaddstaðaflötum 5. júní

Yfirlitssýning fyrri viku á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 5. júní og hefst klukkan 9:00.
Lesa meira

Opnað fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki

Búnaðarstofa hefur opnað fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki og styrki vegna affallsskurða. Umsóknarfrestur er til 10. september 2015. Hægt er að sækja um á Bændatorginu, torg.bondi.is.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýninguna í Víðidal dagana 8. til 12. júní

Kynbótasýning verður í Víðidal dagana 8. til 12. júní 2015. Dómar hefjast kl. 8:00 mánudaginn 8. júní. Yfirlitssýning verður föstudaginn 12. júní. Alls eru 139 hross skráð til dóms. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á hnappinn "Röðun hrossa á kynbótasýningum" hér hægra megin á forsíðunni.
Lesa meira