Fréttir

Krafa um DNA-sýni úr hryssum

Í vor verður þess krafist að búið verði að taka DNA-sýni úr öllum hryssum sem mæta til kynbótadóms. Ef það er ekki búið verður ekki hægt að skrá þær til sýningar. Í fyrstu verður einungis gerð krafa um að búið sé að taka stroksýnið og að það hafi verið skráð í WF. Niðurstöður úr greiningu þurfa ekki að liggja fyrir.
Lesa meira

Ungfolaskoðanir og fyrirlestur á Fljótsdalshéraði

Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá RML, verður á ferðinni á Fljótsdalshéraði þriðjudaginn 5. maí. Boðið verður upp á ungfolaskoðanir þennan dag og tekur Einar Ben Þorsteinsson á móti skráningum í síma 896-5513.
Lesa meira

Um rýgresi og repju

Við hjá RML fengum eftirfarandi pistil frá Ríkharð Brynjólfssyni prófessor hjá LbhÍ, þar sem hann fer m.a. yfir niðurstöður tilrauna á grænfóðuryrkjum frá síðasta sumri.
Lesa meira

Vangaveltur um nautakjötsframleiðslu

Í komandi bændablaði, þann 16. apríl 2015, verður birtur pistill um nautakjötsframleiðslu. Mikil sóknarfæri eru til staðar í þeirri búgrein en í meginatriðum eru góð fóðrun og aðbúnaður forsendur þess að gripur nái að skila því sem ætlast er til út frá þeim markmiðum sem bóndinn setur sér.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í mars 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir mars eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 13. apríl var búið að skila skýrslum fyrir marsmánuð frá 94% þeirra 578 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 23.020,4 árskúa á fyrrnefndum 94% búanna, var 5.749 kg sl. 12 mánuði.
Lesa meira

Kynningarfundir um fjarvis.is

Næstu daga verður framhald á kynningarfundum um skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt, fjarvis.is. Á fundunum verða kynntar þær breytingar og endurbætur sem urðu á kerfinu við uppfærslu í lok mars. Fundirnir verða sem hér segir: Mánudaginn 13. apríl – Blönduósi (sal búnaðarsambandsins) kl: 14:00.
Lesa meira

Heimsókn ráðunautar í jarðarberjarækt

Í gær fengum við hjá RML til landsins ráðunaut, sérhæfðan í jarðarberjarækt. Hann heitir Rob Van Leijsen og er hollenskur. Íslenskir garðyrkjubændur njóta þess á hverju ári að fá heimsóknir erlendra sérfræðinga sem koma til þeirra undir handleiðslu garðyrkjuráðunauta RML.
Lesa meira

Fræframboð ársins 2015

Þrátt fyrir rysjótta tíð og slæmt veðurútlit næstu daga verða bændur að huga að vorverkunum því þau hefjast innan skamms. Sáðvara er stór útgjaldaliður hjá mörgum bændum og því mikilvægt að huga vel að vali á yrkjum.
Lesa meira

Kynningarfundir FJARVIS.IS

Á næstu dögum verða haldnir kynningarfundir um skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt, fjarvis.is. Á fundunum verða kynntar þær breytingar og endurbætur sem urðu á kerfinu við uppfærslu í lok mars. Fundirnir verða sem hér segir:
Lesa meira

Niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark mjólkur

Við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur þann 1. apríl 2015 skv. reglugerð nr. 190/2011 með síðari breytingum, hefur komið fram jafnvægisverð á markaði krónur 150 kr. fyrir hvern lítra mjólkur.
Lesa meira