Fréttir

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í september 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar við lok september eru orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 13. október var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 89% þeirra 580 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.087,2 árskúa á fyrrnefndum búum, síðastliðna 12 mánuði, var 5.743 kg
Lesa meira

Jarðvegssýnataka í fullum gangi

Þessa dagana eru ráðunautar víðs vegar um landið að taka jarðvegssýni hjá bændum. Samhliða því styðja ráðunautarnir við námsverkefni Sigurðar Max Jónssonar frá Glúmsstöðum 1 í Fljótsdal. Hann er í mastersnámi í búvísindum við LbhÍ með áherslu á áburðar- og plöntunæringarfræði.
Lesa meira

Kynbótasýningar hrossa 2014

Þar sem kynbótasýningum er nú lokið fyrir nokkru síðan er ekki úr vegi að taka saman nokkrar tölulegar staðreyndir. Sýningarnar fóru hægt af stað eins og venja er. Nokkrum sýningum var aflýst vegna lítillar þátttöku en miðað var við að skrá þyrfti að lágmarki 30 hross til að af sýningu yrði. Undantekning frá þessari reglu var gerð á Austurlandi enda einungis í boði ein sýningu í þeim landshluta. Sýningar ársins urðu ellefu, sjö vorsýningar, ein miðsumarssýning og þrjár síðsumarssýningar.
Lesa meira

Færeyingar taka Huppu í notkun

Undanfarna þrjá daga hafa námskeið í nautgriparæktarkerfinu Huppu staðið yfir í Þórshöfn í Færeyjum, á vegum RML og MBM, Meginfélags búnaðarmanna, sem er mjólkurbú þeirra Færeyinga. Í kjölfar námskeiðanna munu færeyskir kúabændur taka kerfið í notkun sem sitt skýrsluhaldskerfi. Kennsla á námskeiðunum hefur verið í höndum Guðmundar Jóhannessonar, ábyrgðarmanns nautgriparæktar hjá RML með dyggri aðstoð Jórunar Hansen hjá MBM.
Lesa meira

Fundur NorFor í Danmörku

Í síðustu viku var árlegur fundur NorFor um stefnumörkun haldinn í Danmörku. Á fundinn mæta fulltrúar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Íslandi. Tilgangurinn með fundinum er að fara yfir það hvaða markmið frá fyrra ári hafa náðst og setja fram markmið fyrir næsta ár.
Lesa meira

Gróffóðurgæði 2014

Fyrstu niðurstöður heysýna berast þessa dagana til ráðunauta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Við fyrstu sýn virðist gras hafa verið heldur meira sprottið við slátt en í fyrra, enda var árið 2013 ágætis fóðurár – þ.e.a.s. ef talað erum gæði en ekki magn. Nú er hins vegar víða mikið til af heyjum, en gæðin æði misjöfn.
Lesa meira

Fyrstu niðurstöður heyefnagreininga komnar

Í dag hafa niðurstöður fyrstu 160 heysýnanna, sem ráðunautar RML hafa tekið undanfarna daga og vikur verið að streyma inn á rafrænu formi, frá BLGG í Hollandi. Fyrsta sýnasendingin fór frá RML 29. ágúst, þannig að afgreiðslufresturinn er 9 virkir dagar.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í ágúst 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í ágúst sl. hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. september var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 92% þeirra búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu.
Lesa meira

Framræslumál skoðuð

Föstudaginn 29. ágúst fóru nokkrir ráðunautar í fylgd með okkar reynslumesta framræsluráðunauti, Kristjáni Bjarndal á nokkra vel valda staði á Suðurlandi. Markmiðið var að miðla sem mestu af reynslu Kristjáns en einnig að nýta reynslu margra bænda og ráðunauta til að finna lausnir á erfiðum framræsluverkefnum.
Lesa meira

Sauðfjárdómarar stilla saman strengi

Þriðjudaginn 2. september var haldið undirbúningsnámskeið fyrir nýja sauðfjárdómara. Daginn eftir var síðan dagskrá fyrir alla dómara sem koma að ómmælingum og stigun lamba á komandi hausti en sá hópur telur rétt um 40 manns. Verklegar æfingar fóru fram á Böðvarshólum á Vatnsnesi en þar er öll aðstaða til fyrirmyndar.
Lesa meira