Fréttir

Er búið að örmerkja?

Samkvæmt reglugerð um merkingar búfjár skulu öll hross vera örmerkt og ásetningsfolöld skal örmerkja við hlið móður fyrir 10 mánaða aldur. Nú ætti því að vera búið að merkja flestöll folöld sem fæddust á síðasta ári. Merkingamenn eru hvattir til að skila örmerkjablöðum inn sem allra fyrst eftir að þeir hafa örmerkt. Hægt er að skila þessum blöðum inn á öllum starfsstöðvum RML.
Lesa meira

Námskeið í dkBúbót

Áformað er að halda námskeið í dkBúbót bókhaldskerfinu ef næg þátttaka fæst. Einnig verða haldnir stuttir kvöldfundir þar sem helstu breytingar verða ræddar og farið yfir ársuppgjör og framtalsgerð.
Lesa meira

Nytjaplöntur 2015

Listi nytjaplantna árið 2015 er kominn á vef Landbúnaðarháskóla Íslands en hann inniheldur yfirlit yfir yrki, sem mælt er með fyrir landbúnað, grasflatir, garðrækt og landgræðslu. Litlar breytingar eru frá síðasta ári, en þó má nefna að í viðauka eru listuð öll gras- og smárayrki, sem hafa verið í tilraunum frá árinu 1986. Ritstjóri er Þórdís Anna Kristjánsdóttir. Lista með nytjaplöntum allt frá árinu 2001 er að finna á heimasíðu Landbúnaðarháskólans.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn janúar eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. febrúar var búið að skila skýrslum janúarmánaðar frá 93% þeirra 580 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.675,5 árskúa á fyrrnefndum búum, 539 að tölu, var 5.736 kg sl. 12 mánuði. Meðalnyt árskúa á síðasta ári reiknaðist 5.721 kg
Lesa meira

Munið kvöldfundinn 12. febrúar á Kirkjubæjarklaustri, um ársuppgjör og framtalsgerð í dk-búbót

Fimmtudaginn 12. febrúar og föstudaginn 13. febrúar verða námskeið í dk-búbót á Icelandair hótelinu á Kirkjubæjarklaustri. Ágætis þátttaka er á námskeiðunum. Þá verður haldinn stuttur kvöldfundur á sama stað, fimmtudagskvöldið 12. febrúar kl. 20.00 þar sem helstu breytingar verða ræddar og farið yfir ársuppgjör og framtalsgerð. Fundurinn er öllum opinn sem áhuga hafa.
Lesa meira

Ráðgjöf á sviði rekstrar og áætlanagerðar - Akureyri

Mikill áhugi hefur verið fyrir ráðgjöf tengdri rekstri í landbúnaði. Fimmtudaginn 12. febrúar verður Runólfur Sigursveinsson fagstjóri rekstrar og nýsköpunar hjá RML á skrifstofunni hjá Búgarði að Óseyri 2 á Akureyri. Þeir sem óska eftir ráðgjöf á ofangreindu sviði á svæðinu eru hvattir til að hafa samband.
Lesa meira

Bjarni Árnason kominn til starfa

Bjarni Árnason hefur hafið störf hjá RML og mun hann starfa við ráðgjöf tengda bútækni og aðbúnaði. Hann mun hafa aðsetur á skrifstofu RML á Hvanneyri. Hægt er að ná í Bjarna í síma 516-5065 eða í gegnum netfangið bjarni@rml.is.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds í sauðfjárrækt 2014

Uppgjöri skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir árið 2014 er að mestu lokið en þessa dagana er verið að ganga frá skráningum á „eftirlegukindum“ sem víða leynast. Reiknaðar afurðir eftir hverja kind eru umtalsvert meiri en fyrir ári síðan eða sem nemur tæpu kílói. Þar munar mestu um hagstætt tíðarfar um norðausturhluta landsins en þar féllu víða vænleikamet síðasta haust. Jafnframt liggur munurinn að einhverju leyti í betri lambahöldum en skv. skýrsluhaldinu komu fleiri lömb til nytja á nýliðnu ári, 2014, en árið 2013 og frjósemi var sú sama og fyrra árið. Líkt og undanfarin ár eru nú birtir listar yfir þau bú í skýrsluhaldinu, þar sem góður árangur náðist. Nánari grein verður gerð fyrir niðurstöðum ársins í Bændablaðinu í mars.
Lesa meira

Áætlun fyrir kynbótasýningar 2015 - Fjórðungsmót og fleira

Nú er sýningaráætlunin fyrir kynbótasýningar á Íslandi árið 2015 komin hér á vef RML undir Búfjárrækt/Hrossarækt/Kynbótasýningar. Fjórðungsmót verður haldið á Austurlandi í ár og fagráð í hrossarækt er búið að ákveða einkunnalágmörk fyrir kynbótahross á mótið. Líkt og fyrir Landsmót á síðasta ári verða mismunandi lágmörk fyrir alhliða hross og klárhross.
Lesa meira

Afkvæmarannsóknir á hrútum haustið 2014

Á tveim síðustu áratugum hafa orðið undraverðar framfarir í kjötgæðum hjá íslensku sauðfé, öðru fremur vegna markviss ræktunarstarfs á því sviði. Við upphaf þessa tímabils komu tvö feikilega mikilvirk tæki til notkunar, fyrst ómsjáin 1990 og síðan EUROP-kjötmatið 1998. Þegar breytingin á kjötmatinu kom þá bárum við gæfu til að sameina afurðir þessara tveggja verkfæra í eitt vopn, afkvæmarannsóknir tengdar kjötgæðum hrúta. Viðbrögð bænda við þessum breytingum urðu mjög jákvæðar og fjölmargir þeirra tóku strax þátt í þessu starfi. Þarna byggðum við á eldri grunni frá traustu skýrsluhaldi og dreifðum afkvæmarannsóknum sem áður hafði verið unnið að um áratuga skeið.
Lesa meira