Fréttir

Röðin á yfirlitssýningunni á Fjórðungsmótinu á Iðavöllum 4. júlí

Hér að neðan má sjá röð holla á yfirlitssýningunni á fjórðungsmóti Austurlands á Iðavöllum sem hefst kl 13:45 laugardaginn 4. júlí
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi

Guðmundur Steindórsson ráðunautur hefur látið af störfum hjá RML eftir að hafa starfað sem ráðunautur samfellt í 45 ár. Guðmundur hóf sín störf eftir útskrift frá framhaldsdeildinni á Hvanneyri sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar 1970-1971. Varð síðan nautgriparæktarráðunautur hjá Sambandi nautgriparræktarfélaga Eyjafjarðar 1971-1977.
Lesa meira

Röðun kynbótahrossa á Fjórðungsmóti Austurlands dagana 2. - 4. júlí 2015

Sýning kynbótahrossa á Fjórðungsmóti Austurlands á Iðavöllum fer fram dagana 2. – 4. júlí 2015. Dómar hefjast kl. 08:30 fimmtudaginn 2. júlí. Yfirlitssýning verður laugardaginn 4. júlí og hefst kl 13:45.
Lesa meira

Nautgriparæktarráðunautur óskast til starfa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins óskar eftir að ráða tvo starfsmenn til að sinna verkefnum og ráðgjöf í nautgriparækt. Ráðningin er til eins árs með möguleika á framlengingu.
Lesa meira

Uppfærsla Fjárvís 23/06/2015

Skýrsluhaldskerfið Fjárvís var uppfært á miðvikudaginn. Örfáar breytingar hafa verið gerðar á notendaviðmóti ásamt nokkrum viðbótum. Yfirlit yfir helstu breytingar hafa verið teknar saman í meðfylgjandi skjal.
Lesa meira

Könnun um ærdauða lýkur á miðnætti þ. 28. júní

Könnun þeirri um ærdauða sem opin hefur verið til þátttöku fyrir bændur inni á bændatorgi Bændasamtaka Íslands, verður lokað á miðnætti þ. 28. júní.
Lesa meira

Kynbótasýning á Fjórðungsmóti Austurlands 2015 - lágmörk lækkuð

Dagana 2.-5. Júlí verður verður fjórðungsmót Austurlands haldið á Stekkhólma. Fagráð í hrossarækt gaf í upphafi árs út lágmörk fyrir kynbótahross inn á kynbótasýningu mótsins en fagráð hefur ákveðið að lækka lágmörkin í öllum flokkum um tíu stig og eru þau nú eftirfarandi:
Lesa meira

Yfirlitssýning í Spretti 24. júní

Hér að neðan má sjá hollaröðunina fyrir yfirlitssýninguna í Spretti, sem hefst stundvíslega kl. 09:00. Áætluð sýningarlok eru um kl. 12:00.
Lesa meira

Sprotabændur heimsóttir

Þessa dagana hafa ráðunautar RML verið að heimsækja þá bændur sem eru skráðir í Sprotann - jarðræktarráðgjöf. Eitt helsta markmið verkefnisins er að stuðla að markvissri áburðarnýtingu. Mikilvægur hluti þess að nýting áburðar verði góð er að halda til haga upplýsingum um það sem gert er í jarðræktinni.
Lesa meira

Starfsfólk RML aðstoðar við að svara könnun vegna ærdauða

Nokkuð hefur verið rætt og ritað um ærdauða að undanförnu og af þeim sökum hefur verið opnuð leið til að skrá vanhöld á sauðfé rafrænt.
Lesa meira