Fréttir

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum 8.-12. júní

Kynbótasýningu verður framhaldið á Gaddstaðaflötum dagana 8. til 12. júní 2015. Dómar hefjast kl. 8:00 mánudaginn 8. júní. Yfirlitssýning verður föstudaginn 12. júní. Alls eru 144 hross skráð til dóms.
Lesa meira

Ungfolaskoðanir í Skagafirði

Boðið verður upp á ungfolaskoðanir í Skagafirði þriðjudaginn 2. júní. Eyþór Einarsson, kynbótadómari mun sjá um framkvæmd skoðunarinnar. Farið verður heim á bæi og þarf að greiða 6.200 kr m.vsk. fyrir fyrsta folann sem skoðaður er á hverjum stað en 3.720 kr (m.vsk.) fyrir hvern fola umfram það. Pantanir berist til Eyþórs í síma 862-6627 eða ee@rml.is.
Lesa meira

Hollaröð á yfirlitssýningu á Sauðárkróki 29. maí

Yfirlitssýning á Sauðárkróki hefst kl. 09:00 föstudaginn 29. maí. Hér má sjá hollaröðun fyrir yfirlitið.
Lesa meira

Hollaröð á yfirlitssýningu á Kjóavöllum 29. maí

Hollaröð á yfirlitssýningu á Kjóavöllum má nálgast hér að neðan. Sýningin hefst stundvíslega kl. 13:00, föstudaginn 29.maí (lýkur um kl. 15-15:20).
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Fljótsdalshéraði 4.-5. júní

Kynbótasýning verður á Iðavöllum á Fljótsdalshéraði 4.-5. júní. Dómar fara fram fimmtudaginn 4. júní og hefjast klukkan 13:00. Yfirlitssýning verður föstudaginn 5. júní kl. 9:00. Alls eru 22 hross skráð til dóms.
Lesa meira

Kynbótasýning á Akureyri 8.-12. júní

Kynbótasýning fer fram á Akureyri dagana 8.-12. júní, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Mið-Fossum 3.-4. júní

Kynbótasýning verður á Mið-Fossum í Borgarfirði dagana 3.-5. júní 2015. Dómar fara fram miðvikudaginn 3. júní og fimmtudaginn 4. júní og hefjast klukkan 08:00. Yfirlitssýning verður föstudaginn 5. júní. Alls eru 70 hross skráð til dóms.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum dagana 2.-5. júní

Kynbótasýning verður haldin á Gaddstaðaflötum við Hellu vikurnar 2.-5. júní og 8.-12. júní 2015. Dómar hefjast kl. 12:30 þriðjudaginn 2. júní. Yfirlitssýning verður föstudaginn 5. júní. Alls eru 88 hross skráð til dóms á fyrri vikuna og 145 hross á seinni vikuna.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Kjóavöllum í Kópavogi 29. maí

Yfirlitssýning kynbótasýningar fer fram á Kjóavöllum föstudaginn 29.maí og hefst kl. 13:00, áætluð lok um kl. 15. Hollaröð á sýningunni verður birt hér á heimasíðunni (rml.is) svo fljótt sem verða má eftir að dómum lýkur, fimmtudaginn 28.maí.
Lesa meira

Nýtt kynbótamat og ný reynd naut í notkun

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær í kjölfar þess að keyrt var nýtt kynbótamat núna í maí. Ákveðið var að hefja dreifingu á sæði úr þrem nýjum reyndum nautum. Þau eru Gustur 09003 frá Hóli í Sæmundarhlíð sem kemur til notkunar sem nautsfaðir, Foss 09042 frá Fossi í Hrunamannahreppi og Gæi 09047 frá Svertingsstöðum 2 í Eyjafirði. Nú þegar hefur frjótæknum verið sent sæði úr þessum nautum.
Lesa meira