Fréttir

Krafa um DNA-sýni úr hryssum

Rétt er að minna á eftirfarandi: Í vor verður þess krafist að búið verði að taka DNA-sýni úr öllum hryssum sem mæta til kynbótadóms. Í fyrstu verður einungis gerð krafa um að búið sé að taka stroksýnið og að það hafi verið skráð í WF. Niðurstöður úr greiningu þurfa ekki að liggja fyrir.
Lesa meira

Notendur FJARVIS.IS athugið

Skýrsluhaldskerfið hefur nú verið uppfært og eru notendur hvattir til að skrá sig inn í kerfið og skoða það. Eftir páska verða kynningarfundur um notkun þess um allt land. Þeir verða auglýstir betur síðar og notendur hvattir til að fylgjast með hvenær fundur verður á þeirra svæði.
Lesa meira

Hrútaverðlaun sauðfjársæðingastöðvanna 2015

Við lok fagráðstefnu sauðfjárræktarinnar á föstudaginn voru veitt verðlaun sæðingastöðvanna fyrir besta lambaföðurinn starfsárið 2013-2014 og fyrir mesta alhliða kynbótahrútinn 2015. Faghópur sauðfjárræktar ákveður hvaða hrútar eru valdir ár hvert. Saumur 12-915 frá Ytri-Skógum fékk verðlaun sem besti lambafaðirinn og Steri 07-855 frá Árbæ fékk verðlaun sem mesti alhliða kynbótahrúturinn. Á meðfylgjandi mynd má sjá ræktendur þeirra með viðurkenninguna, Þórð Jónsson, Árbæ og Sigurð Sigurjónsson, Ytri-Skógum.
Lesa meira

Sprotinn 2015

Á síðasta ári fengum við hjá RML góðar viðtökur hjá bændum við ráðgjafarpakka í jarðrækt sem við nefndum Sprotann og því ljóst að við munum halda því verkefni áfram. Við höfum gert smávægilegar breytingar á Sprotanum frá því í fyrra sem eru til þess fallnar að pakkinn nýtist bændum ennþá betur.
Lesa meira

Fagráðstefnu sauðfjárræktarinnar streymt á netinu

Í dag, föstudag fer fram fagráðstefna sauðfjárræktarinnar sem fagráð í sauðfjárrækt stendur fyrir í tengslum við aðalfund Landssambands sauðfjárbænda. Umfjöllunarefnið er beitarstjórnun og sníkjudýaravarnir á sauðfjárbúum.
Lesa meira

Uppeldi kvígna

Uppeldi kvígna er mjög misjafnt á milli búa og ljóst að víða má betur fara í því efni. Við getum ekki ætlast til þess að kýr skili bestum afurðum og séu við góða heilsu hafi þær ekki fengið gott uppeldi.
Lesa meira

Hvert er áburðargildið í þínum búfjáráburði?

Óþarfi er að fjölyrða við bændur um mikilvægi þess að nýta búfjáráburðinn sem best en lykillinn að því er að þekkja vel efnainnihald hans. Í áburðaráætlanagerð styðjumst við yfirleitt við meðaltalstölur byggðar á rannsóknum en staðreyndin er sú að mikill munur getur verið á efnainnihaldi búfjáráburðar á milli búa og getur meðaltalið því gefið villandi niðurstöðu.
Lesa meira

Verð og framboð á sáðvöru og grasfræblöndum 2015

Vakin er athygli á að nýir listar yfir verð og framboð á sáðvöru og grasfræblöndum fyrir árið 2015 hafa nú verið birtir hér á heimasíðu RML. Á nýju listunum eru eins og áður upplýsingar um allt fræ og blöndur sem eru til sölu ásamt verði sem og upplýsingum sem liggja fyrir um viðkomandi yrki í nýjasta Nytjaplöntulista Landbúnaðarháskóla Íslands.
Lesa meira

Áríðandi tilkynning til notenda FJARVIS.IS

Á miðnætti 26. mars nk. verður skýrsluhaldskerfinu í sauðfjárrækt FJARVIS.IS lokað vegna flutnings á skýrsluhaldsgögnum yfir í nýtt skýrsluhaldskerfi. Ný útgáfa af FJARVIS.IS verður opnuð þriðjudaginn 31. mars en um er að ræða nýja kynslóð af skýrsluhaldskerfinu.
Lesa meira

Ræktun árin 2012-2014

Nú hafa flestir bændur gengið frá áburðarpöntunum sínum og eru því væntanlega búnir að gera áætlun um hversu mikið land þeir ætla að taka undir nýsáningu í vor. Sáðvöruframboðið liggur fyrir hjá flestum fræsölunum og þess er að vænta að samantekið yfirlit yfir fræframboðið verði birt hér á síðu RML.
Lesa meira