Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum júní hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um hádegisbilið þ. 13. júlí, höfðu skýrslur borist frá 89% þeirra 577 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 22.996,1 árskýr á þessum 89% búanna, var 6.128 kg á síðustu 12 mánuðum. Sambærileg tala frá því fyrir mánuði síðan var 6.102 kg. Meðalfjöldi árskúa á búunum sem tölum hafði verið skilað frá á fyrrnefndum tíma, var 44,7 á tímabilinu en var 44,9 í mánuðinum á undan. Minna má á að hér er um að ræða 89% skil skýrslna og skoða ber niðurstöðurnar í samræmi við það.
Búið þar sem meðalnyt árskúa var mest á síðustu 12 mánuðum var bú Brúsa ehf. á Brúsastöðum í Vatnsdal, en hver árskýr skilaði þar 8.373 kg. á tímabilinu. Þetta bú var í öðru sæti á þessum lista fyrir mánuði. Búið þar sem nytin reiknaðist næstmest í júní síðastliðnum var bú Péturs Friðrikssonar á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd, en þar var nytin 8.352 kg. Bú Péturs var í efsta sæti listans við lok maí. Þriðja búið í röðinni að þessu sinni, sama og fyrir mánuði var bú Sigurðar og Báru í Lyngbrekku á Fellsströnd þar sem hver árskýr mjólkaði 8.247 kg. að jafnaði. Fjórða í röðinni, einnig í sama sæti og síðast, var bú Pálma Ragnarssonar í Garðakoti í Hjaltadal þar sem meðalárskýrin skilaði 8.196 kg. á síðustu 12 mánuðum. Fimmta búið í röðinni nú var bú Björgvins Rúnars Gunnarssonar á Núpi á Berufjarðarströnd í Suður-Múlasýslu þar sem meðalárskýrin mjólkaði 8.142 kg. á tímabilinu.
Kýrin Gola 970 (f. Hjarði 06029) á Gili í Borgarsveit í Skagafirði var nythæsta kýrin eftir uppgjörið við lok júnímánaðar en hún mjólkaði 13.189 kg. á síðustu 12 mánuðum. Önnur í röðinni var Urður 1326 (f. Steini 259, undan Mána 03025) í Birkihlíð í Skagafirði, en hún skilaði 12.635 kg. á tímabilinu. Þriðja efsta kýrin að þessu sinni var Ljómalind 1038 (f. Boli 889 undan Goða 05025) einnig á Gili eins og Gola sem situr efst, en nyt Ljómalindar var 12.492 kg. Fjórða í röðinni var Storma 1439 (f. Kasper 1386 undan Takti 06046) í Birkihlíð eins og Urður sem var í öðru sæti, en Storma mjólkaði 12.414 kg. síðustu 12 mánuðina. Fimmta kýrin var Prúð 896 (f. Þrasi 98052) á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd sem skilaði 12.087 kg. á seinustu 12 mánuðum.
Alls náðu 66 kýr á þeim búum, sem afurðaskýrslum fyrir júní hafði verið skilað frá um hádegi þ. 13. júlí, að mjólka yfir 11.000 kg á síðustu 12 mánuðum. Fimm, af þessum 66 kúm, náðu að skila meiri mjólk en 12.000 kg.
Sjá nánar:
Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar
/sk