Verð á mjólk til bænda hækkar um 1,77 kr/l. þann 1. júlí n.k.

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið samhljóða ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækki um 2,5% þann 1. júlí 2016. Breytingin er einkum til komin vegna hækkunar launa. Hins vegar lækkar undanrennu- og mjólkurduft um 20% til að mæta áhrifum nýs tollasamnings við ESB og lækkun heimsmarkaðsverðs á dufti. Vegin meðaltals hækkun er því 2,1%. Kostnaður við lækkunina skiptist jafnt á milli bænda og mjólkuriðnaðarins.

Afurðastöðvaverð til bænda hækkar um 1,77 kr. á lítra mjólkur, úr 84,39 kr. í 86,16 kr. Þá hækkar vinnslu- og dreifingarkostnaður mjólkur um 1,81 kr. Samanlögð hækkun heildsöluverðs er því 3,58 kr. á hvern lítra mjólkur. 

/gj