Fréttir

Gríptu boltann - Átaksverkefni RML og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins

Undanfarin tvö ár hefur orðið gríðarlegt verðfall á afurðastöðvaverði sauðfjárafurða og hefur það veikt mjög rekstrargrundvöll sauðfjárbúa. Þessi staða hefur mismunandi áhrif milli landssvæða, vegna mismunandi vægis sauðfjárræktar í atvinnulífi einstakra svæða. Flestum er þó ljóst að staðan sem nú er uppi er raunveruleg ógn við þau byggðalög sem reiða sig hvað mest á sauðfjárrækt sem atvinnugrein.
Lesa meira

Hollaröðun Hólar - síðsumarssýning kynbótahrossa

Kynbótasýning verður á Hólum í Hjaltadal dagana 21. til 23. ágúst. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 þriðjudaginn 21. ágúst. Yfirlitssýning verður síðan á fimmtudeginum 23. ágúst. Alls eru 68 hross skráð á sýninguna.
Lesa meira

Heysala til Noregs

Í tilkynningu frá Matvælastofnun frá 03.08.2018 kemur fram hvaða reglur gilda um heyútflutning til Noregs. Á síðustu vikum hafa starfsmenn RML tekið niður nöfn þeirra einstaklinga sem hafa hey til sölu, vilja flytja hey eða á einhvern hátt geta haft aðkomu að sölu á heyi til noregs. Listinn er birtur hér fyrir neðan og vonumst við að hann geti verið að gagni til þess að leiða saman aðila. Smelltu á fréttina fyrir nánari upplýsingar.
Lesa meira

Hollaröðun á yfirliti Selfoss 02.08.

Yfirlitssýning kynbótahrossa fer fram á Brávöllum, Selfossi, fimmtudaginn 02.08.2018 og hefst stundvíslega kl 09.00. Byrjað er á elstu hryssum og endað á elstu stóðhestum með einstaka blönduðum hollum inn á milli.
Lesa meira